Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 64

Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 64
64 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Ferðatöskur Sími: 528 8800 drangey.is Smáralind Stofnsett 1934 Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart og skartgripaskrín Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Kíktu inn á drangey.is Tilvalin útskriftar- gjöf Ítarlegar upplýsingar á drangey.is/ferdatoskur Kristján Jónsson kjon@mbl.is Rússar hafa sakað Bandaríkjamenn um að mis- beita valdi sínu til að grafa undan Sepp Blatter, fyrrverandi forseta Alþjóða knattspyrnusam- bandsins, FIFA. Draga Rússar í efa að banda- ríska dómsmálaráðuneytið hafi rétt til að ákæra 14-menningana sem sakaðir eru um mútuþægni og aðra spillingu. Svar Bandaríkjamanna er með- al annars að hinir ákærðu hafi notað bandaríska banka í umræddum mútumálum. Rússar segja að um sé að ræða samsæri um að refsa þeim vegna deilnanna um Úkraínu. Segja FIFA-mál notað í stórveldaslag  Kínverjar gagnrýna afskipti bandarískra yfirvalda af spillingunni innan FIFA Nú hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem studdi Blatter, að sögn norska blaðs- ins Aftenposten bæst liðs- styrkur: Kína. „Þó að hugsanlegt sé að spillingaróveðrið hraði umbót- um hjá sambandinu er þetta frekar frumleg áætlun um að ná ákveðnum markmiðum í al- þjóðastjórnmálum,“ segir í grein kínversku ríkisfréttastofunnar Xinhua. Xinhua gagnrýndi ákaft Bandaríkjamenn, sagði þá ávallt hafa verið snjalla í að blanda sér í innri Xi Jinping málefni alþjóðastofnana og ríkja og þvinga þau til að fara að vilja sínum. Xi Jinping Kínaforseti hefur ekki tjáð sig sjálfur um málið en ólíklegt er að Xinhua tjái skoðanir sem hann er andvígur. Rússar fengu á sínum tíma réttinn til að halda heimsmeistarakeppnina 2018 en grunsemdir hafa vaknað um að þeir hafi beitt til þess mútum. Margir vilja að FIFA taki réttinn af þeim og einnig Katar sem ljóst þykir að hafi mútað emb- ættismönnum til að fá keppnina 2022. Þing Evr- ópusambandsins ræddi í gær tillögu um að hvetja til þess að ESB-ríkin íhugi að hunsa HM í báðum ríkjunum ef ekki verði ráðist gegn spill- ingunni. Íþróttir og pólitík » Sumir fjölmiðlar í Róm- önsku Ameríku hafa brugðist öðruvísi við óveðrinu í FIFA en reyndin hefur verið á Vestur- löndum. Segja þeir að verið sé að breyta FIFA í vígvöll í nýju, köldu stríði. » Brasilíumaðurinn Pele, einn af dáðustu knattspyrnumönn- um sögunnar, hefur hyllt Blatt- er ákaft. Björgunarmenn og óbreyttir borgarar í Aleppo í Sýr- landi hjálpast að í Fardous-hverfi en stjórnarherinn varpaði svonefndum tunnusprengjum á hverfið í gær. Andstæðingar stjórnar Bashar al-Assads forseta hafa lengi ráðið yfir hverfinu. Hundruð manna hafa týnt lífi af völdum tunnusprengna á síðustu vikum og mán- uðum í landinu. Þær eru bannaðar samkvæmt al- þjóðalögum, einkum vegna þess að ekki er hægt að miða þeim vandlega og því deyja ekkert síður óbreytt- ir borgarar. AFP Tunnusprengjum beitt í Aleppo Vélmennið (eða þjarkinn) HRP-2 Kai reynir að opna dyr við lok DARPA- vélmennakeppninnar í Fairfax-klasanum í Pomona í Kaliforníu fyrir skömmu. Japanskt teymi sem kallar sig AIST-NEDO hannaði vélmennið. Alls kepptu 24 lið og var markmið þeirra að hanna vélmenni sem gæti að- stoðað menn í hamförum af einhverju tagi. Kann ég að opna dyr? AFP Tveir fræðimenn við háskóla sænska hersins vara eindregið við því í grein í Dagens Nyheter í gær að Svíar kveðji hlutleysið og gangi í Atlants- hafsbandalagið, NATO. Segja þeir að slík ákvörðun muni aðeins verða til að efla þá trú meðal rússneskra ráðamanna að þeim stafi ógn af Vest- urveldunum. Stefna þeirra verði því enn óútreiknanlegri og hættulegri fyrir vikið. Kveikjan að þessari grein er eink- um sú að ný ríkisstjórn Juha Sipilä í Finnlandi lætur nú kanna kosti þess og galla að Finnar hverfi frá hlut- leysistefnu sinni og gangi í NATO. Og í Svíþjóð hafa kannanir sýnt að fylgi við NATO- aðild jókst í fyrra úr 28% í 33%. Ástæðan er álitin vera árásarstefna Rússa síðustu ár- in. Vinstrisinnar gagnrýndu ný- lega að banda- rískar B52-sprengjuvélar skyldu æfa árás á sænskt landsvæði í tengslum við æfinguna Arctic Chal- lenge Exercise sem Svíar tóku þátt í. kjon@mbl.is Finnska stjórnin íhugar NATO-aðild Juha Sipilä
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.