Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 71

Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 71
UMRÆÐAN 71 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Marimekko bolur 10,900,- 9.265,- til í mörgum litum Marimekko taska 18,900,- 16.065,- Karhu Múmín hlaupaskór 18.900,- 16.065,- Múmín sumarkrús 3.500,- 2.975,- FINNSKA BÚÐIN, Laugavegi 27 (bakhús), #finnskabudin, 519 6688 FINNSKA BÚÐIN er 3ára! Afmælistilboð 8. - 14. júni Viltu vinna frábærar vörur ? Taktu þátt í afmælisleiknu m okkar á Facebook Allar vörur -15% Iittala Mariskál 120 mm frá 4.390,- frá 3.732,- Í Morgunblaðinu 20. maí 2015 birtist opið bréf mitt til Skattrann- sóknarstjóra þar sem ég fer fram á upplýs- ingar um hvort emb- ættið hafi óskað eftir gögnum frá Ríkisskatt- stjóra um þá sem talið hafa fram ferða- dagpeninga og fært kostnað til frádráttar á móti síðastliðin ár. Ástæða þess að ég fer fram á svör við þessu er að þeir sem þekkja hvernig þessum málum er háttað og þá sérstaklega varðandi embættismenn og aðra op- inbera starfsmenn sem og flugliða vita með vissu að í langflestum til- vikum er fært mun meira til frá- dráttar á móti fengnum dagpen- ingum en sannanlega hefur verið varið til greiðslu ferðakostnaðar og þar með greiða viðkomandi aðilar ekki tekjuskatt af þeim hluta dag- peninganna sem í raun eru ekki ann- að en dulbúin laun sem greiða á tekjuskatt af lögum samkvæmt. Skattyfirvöld leggja sig í framkróka um að sjá ekki þau gríðarlegu und- anskot sem hér eiga sér stað enda hafa starfsmenn þeirra mikla per- sónulega hagsmuni af því að við þessu skattsvikakerfi sé viðhaldið sem lengst. Ríkisskattstjóri telur sig þess þó umkominn að setja sér- stakar reglur varðandi þessa hluti fyrir þá sem starfa við eigin atvinnu- rekstur og þá sem tengjast þeim fjöl- skylduböndum. Þing- menn missa bæði sjón og heyrn þegar þessa hluti ber á góma enda njóta þeir þessa fyr- irkomulags því meira sem þeir ná að spóka sig erlendis í svoköll- uðum opinberum er- indagjörðum. Af þeim 63 þingmönnum sem ég hef sent tölvupóst til varðandi þessa hluti hefur ekki einn einasti þeirra séð ástæðu til að svara mér og verður það að teljast alveg ótrúleg samheldni meðal fólks sem opinberlega þrátt fyrir mismun- andi skoðanir kemur fram undir því yfirskini að vinna við að bæta hag alls almennings og tryggja jafnræði þegnanna. Fjármálaráðherra hefur ekki séð ástæðu til að svara tilboði mínu um frítt vinnuframlag mitt við að yfirfara skattframtöl þingmanna og starfsmanna skattyfirvalda hvað þetta varðar þrátt fyrir að umrætt tilboð til hans hafi verið margítrek- að. Hvað varðar opið bréf mitt til Skattrannsóknarstjóra í Morgun- blaðinu 20. maí 2015 þá hefur því enn ekki verið svarað á sama vettvangi. Hins vegar hefur mér borist svar í tölvupósti frá Skattrannsókn- arstjóra þar sem upplýst er að ekki hafi verið tekin ákvörðun um að embættið taki að eigin frumkvæði meint skattsvik til rannsóknar sem ég hef bent á. Í raun held ég að rétt- ara hefði verið að segja að ákvörðun hafi verið tekin um þetta en að sú ákvörðun feli í raun í sér að skoða þessi mál alls ekki. Það er löngu tímabært að Ríkisskattstjóri breyti verklagi sínu hvað þessa hluti varðar og kalli eftir öllum viðeigandi gögn- um til sönnunar þess að hver og einn framteljandi færi í raun aðeins til frádráttar það sem sannanlega er út- lagður ferðakostnaður og að end- urálagning fari síðan fram í sam- ræmi við þau gögn. Ég beini því þeirri fyrirspurn minni til Ríkis- skattstjóra hví skatteftirlit með þessum hlutum er svo slakt sem raun ber vitni og hvenær vænta megi þess að kallað verði eftir því að umræddir aðilar verðir krafðir gagna um sannanlegan ferðakostnað sem færður hefur verið til frádrátt- ar. Þá óska ég einnig eftir upplýs- ingum frá Ríkisskattstjóra um hvar í lögum sé að finna heimild fyrir því að gera ríkari kröfur til aðila í eigin rekstri um gögn til staðfestingar á útlögðum kostnaði en aðila sem starfa hjá hinu opinbera og ótengdra aðila. Ég beini einnig þeirri spurn- ingu til Ríkisskattstjóra hvort ekki sé kominn tími til þess að gyrða sig í brók og uppræta þessi skattsvik í eitt skipti fyrir öll óháð því hverjir eiga í hlut. Leynigögnin – opið bréf til ríkisskattstjóra Eftir Örn Gunnlaugsson »Er ekki kominn tími til að gyrða sig í brók og uppræta þessi skattsvik í eitt skipti fyrir öll óháð því hver á í hlut? Örn Gunnlaugsson Höfundur er atvinnurekandi. Samhjálp félaga- samtök hafa rekið gistiskýli fyrir utan- garðsmenn í áratugi með góðum og farsæl- um árangri. Þjónusta Samhjálpar byggir á persónulegum tengslum og miklum kærleik og umhyggju gagnvart skjólstæð- ingum félagsins. Öll þau ár sem Samhjálp sá um rekstur Gistiskýlisins komu aldrei upp áföll eða erfiðleikar í samskiptum Sam- hjálpar við Þjónustumiðstöð Mið- borgar og Hlíða, sem heyrir undir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Samningur Samhjálpar og Þjón- ustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða um rekstur Gistskýlisins rann út 28. febrúar 2015. Þjónustumiðstöðin auglýsti eftir áhugasömum aðilum til að reka Gistiskýlið. Aðeins tveir aðilar skil- uðu inn umsókn og rekstraráætlun, en það voru Samhjálp og Hjálpræð- isherinn í Reykjavík. Lítill munur var á þessum tveimur tilboðum. Það var síðan pólitísk ákvörðun meirihluta Velferðarráðs Reykja- víkur að borgin sjálf myndi reka Gistiskýlið, enda er það yfirlýst stefna Vinstri grænna að borgin annist sjálf rekstur allra úrræða sem borgin er með á velferðarsviði. Tíminn mun svo leiða í ljós hvort þessi ákvörðun er farsæl fyrir hlut- aðeigandi aðila. Nú þegar borgin hefur tekið við rekstri Gistiskýlisins þakkar Sam- hjálp öllum stuðningsaðilum, hvort heldur er einstaklingum eða fyrirtækjum sem hafa lagt málinu lið og staðið að baki félaginu við rekstur Gistiskýl- isins. Samhjálp mun halda áfram því mik- ilvæga starfi sem félag- ið vinnur að. Samhjálp rekur meðferðarheim- ilið Hlaðgerðarkot, þar sem að jafnaði eru um 30 manns í meðferð og 60 til 70 á biðlista, Kaffistofuna í Borgartúni 1, þar sem um 60.000 máltíðir voru gefnar skjólstæðingum félagsins á síðasta ári, áfangaheimilin Brú, Spor og M18 og Markaðinn í Ármúla 11. Á vegum Samhjálpar gista um 80 manns í uppábúnum rúmum á hverri nóttu. Samhjálp óskar nýjum rekstr- araðila Gistiskýlisins velfarnaðar og óskar starfsmönnum og skjólstæð- ingum Guðs blessunar í vandasömu starfi. Það má aldrei gleymast að kærleikur, væntumþykja og hlýja hefur mikið að segja fyrir þá sem leita skjóls í Gistiskýlinu. Með kærri kveðju. Samhjálp þakkar áratuga langa sam- ferð Gistiskýlisins Eftir Vörð Leví Traustason Vörður Leví Traustason » Það var síðan póli- tísk ákvörðun meiri- hluta Velferðarráðs Reykjavíkur að borgin sjálf myndi reka Gisti- skýlið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samhjálpar. Mörgum manninum virðist gleymast það í dagsins önn, að lífið er stutt til eilífðar litið. Venjulega gera menn sér það ekki ljóst fyrr en á seinni helmingi ævinnar, þegar þeir vilja margir orðið halda í hverja vikuna og skynja að þær líða hraðar með hverju ári á einhvern óskiljanlegan hátt. Þetta er eitt af undrum og ráðgátum efri ára. Hjarta manns slær ekki að eilífu. Því er afmarkaður tími. Það slær rúmlega hundrað þúsund slög á dag, sem gerir tæplega fjörutíu milljónir slaga á ári. Ef við gefum okkur að maðurinn lifi í áttatíu ár, slær hjarta hans tæplega fjóra milljarða slaga á mannsævi. Lítum á þetta í krónum talið. Til eru menn, sem þykir fjórir milljarðar ekki miklir peningar. Þeir vilja meira. Aðrir vinna sér aldrei inn svo mikið alla ævi. Fjórir millj- arðar er álíka upphæð og menn teldu eina krónu fyrir hvert hjarta- slag dag og nótt án hvíldar í áttatíu ár, svona rétt til þess að átta sig á því hversu gríðarlega fjárhæð er um að ræða, þ.e. króna á hjartaslag. Tíminn er peningar, segja þeir miskunnarlaust, sem væru þeir hjartalausir. Maðurinn á í kapphlaupi við tím- ann, jafnvel þó hann sé kominn á hraðskreiðari bíl, ferðist heimsálfa á milli samdægurs, sé með farsímann við höndina og geti komist í samband við menn hin- um megin á hnettinum og gert samninga við þá á örfáum mínútum. Peningasöfnun manna eru engin tak- mörk sett. Ég veit að þeir geta metið hvert hjartaslag á meira en krónu og gera það hik- laust, en þeir geta þó ekki ávaxtað hjartaslög sín á sama hátt og krónurnar. Þó þeir geti verðlagt þau fyrir hærri upphæðir, því svo sannarlega er hvert hjartaslag dýrmætt, er það ekki í þeirra valdi að kaupa æviárin fyrir peningana sína og framlengja þau út í hið óendanlega. Þar ráða önnur öfl. Þau öfl, sem stjórna hin- um stórkostlegu fyrirbærum náttúr- unnar eftir settum reglum, svo sem gangi himintungla, sólaruppkomu og sólsetri, flóði og fjöru, sumri og vetri og ævidögum mannsins á jörðu. Hjartaslag á krónu er há upphæð fyrir margan manninn, en fyrir aðra er það og meira ekki nóg. Allir menn eru þó hjartaslögum sínum háðir, hvort sem þau eru metin á fleiri eða færri krónur. Hjartaslag á krónu Eftir Einar Ingva Magnússon Einar Ingvi Magnússon »Hjarta manns slær ekki að eilífu. Því er afmarkaður tími. Höfundur er áhugamaður um mannlífið. Aukablað alla þriðjudaga
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.