Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 72

Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 72
72 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Ég er þakklát. Lífið er sjaldnast fullkomið ferli. Það er mótlætið sem þroskar en það er atlætið sem ég hef fengið í lífinu sem ég er þakklát fyrir. Ég veiktist af erfiðum sjúkdómum fyrir 26 árum. Veikindin hafa markað líf mitt og mótað skoðanir mínar, ekki síst um samfélagið sem ég bý í. Og ég er þakklát fyrir að vera fædd og uppalin á Íslandi, að þetta land hafi fóstrað mig. Ég hef lært að stundum biður maður um of mikið. Maður vill breyta og bylta en ekki líta í eigin barm. Stundum verður maður að lækka kröfurnar en hafa metnað engu að síður. Í tísku að níða Ísland niður Ég kvaka oft um Íslands heilaga nafn og langar jafnvel að hnýta því krans úr sólkerfum himnanna eins og segir í þjóðsöngnum. Því þetta land og þessi þjóð hefur gefið mér mikið og ég ætla aldrei að gleyma því eða halda að lífið sé mikið betra annars staðar. Og ég er ekki að drepast úr þjóðerniskennd. En það er eins og það sé í tísku að níða nið- ur Ísland. Sumt er ef til vill betra annars staðar en sumt er verra. Eins og þegar glæpamenn fleyta kerlingar með mannslíf á Miðjarð- arhafinu, fólk sem á þá eina ósk að fá að lifa betra lífi og í friði. Eins og þegar 24% spænsku þjóðarinnar eru atvinnulaus. Eins og þegar sýr- lensk börn upplifa gríðarlegt umrót og skelfingu í stríðinu þar og þurfa að leggja á flótta frá heimalandi sínu. Eins og þegar þjóðir eins og Kúrdar, sem eru stærsta ríkislausa þjóðarbrot heims, berjast fyrir stofnun ríkis. Svona gæti ég lengi talið upp. Mikil þróun hjá fámennri þjóð Ísland er ekki gallalaust en það er gott land. Það eru ekki nema 71 ár síðan við urðum lýð- veldi og kusum að hér skyldi lýðræði vera stjórnskipunin og við þurfum að þróa það frekar. Jafnvel þótt við lítum til rúmlega 1100 ára sögu Íslands þá er hún stutt. Menning- arríki voru til í mörg þúsund ár fyrir tímatal Krists. Hér varð vissu- lega hrun, í tengslum við alþjóðlegt fjár- málahrun þótt fjár- málalæsi Íslendinga hafi reyndar ekki verið upp á sitt besta. En það er langt í frá eina efnahagslega hrunið eða kreppan sem orðið hef- ur í sögu Ísland. Móðuramma mín komst ekki í skólann um tíma þeg- ar hún var 12 ára því hún átti enga skó. Hún var fædd árið 1925. Föðuramma mín fékk mænuveik- ina og lamaðist árið 1955, þá 34 ára. Það var ekkert velferðarkerfi sem tók á móti henni eftir að hún var komin í hjólastól. Ég hef hins vegar fengið mjög mikla aðstoð frá hinu opinbera. Vissulega er heilbrigðiskerfið okkar í kreppu eins og er en þar með er ekki sagt að við höfum ekki metnað til að gera betur. Menntakerfið hefur tekið stór stökk fram á við á einni öld, sérstaklega þegar hugsað er til þess að fræðsluskylda var ekki inn- leidd fyrr en 1907. Enn erum við minnt á það hvað við erum ung þjóð – og oft óþolinmóð. Við sem þjóð erum álíka fjölmenn og íbúar í borginni Malmö í Svíþjóð. Ísland er ekki og verður ekki best í heimi en það er engu að síður gott land til þess að búa á og við skorum hátt á mörgum sviðum á alþjóðlegum vettvangi. Við megum ekki gleyma því. Hins vegar þurfum við, af því að við erum nútímasamfélag, ávallt að huga að hinum smæstu og styðja við, eins og t.d. öryrkja sem hafa litla eða enga framfærslugetu, og þeim sem lægstar hafa tekjurnar í gegnum heilbrigt jöfnunarkerfi. Það voru utanaðkomandi að- stæður sem urðu til þess að við ris- um upp úr öldudal margra alda. Við byggðum okkar fjárfestingar í atvinnulífi og í velferðarkerfi eink- um á tveimur stoðum eftir stríð. Fisksölu til Evrópu, einkum Bret- lands, í stríðinu og Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna, sem veitt var til að styrkja lýðræði og markaðskerfi ríkja í Evrópu. Við eigum að halda því áfram, bæði á innanlandsmark- aði en einnig með innflutningi og sterkum samskiptum og viðskipta- samningum við önnur ríki þangað sem við gætum flutt út okkar vörur, þjónustu og hugvit. Við eig- um að stuðla að nýsköpun í at- vinnuvegum landsins sem orðnir eru fjölbreyttari en áður og skipu- leggja til framtíðar, en með vernd- un náttúrunnar og jarðarinnar að leiðarljósi. Til þess verðum við að nota hyggjuvitið og skynsemina. Fæ örugglega meira til baka en ég greiði í skatta Ríkið er bara við – ekki ég eins og margir virðast halda. Sjóðurinn okkar sem við köllum ríkissjóð er takmörkuð lind. Verkefnin eru mörg hjá lítilli þjóð í dreifbýlu landi og við þurfum að velja vel í hvað við setjum fjármagnið. En það veit ég að miðað við þá skatta sem ég greiði þá eru þeir örugg- lega minni en það sem samfélagið hefur gefið mér og fjölskyldu minni til baka. Góða menntun sem ég sjálf greiddi lítið fyrir, heilbrigð- isþjónustu sem ég hefði aldrei haft efni á að greiða sjálf úr eigin vasa auk annarrar aðstoðar velferð- arkerfisins, sem væri langt um- fram mín efni. Við verðum áfram að styrkja þessa innviði íslensks samfélags og jöfnuðar en um leið gæta þess að hvatar til fram- kvæmda og atvinnusköpunar verði eðlilegir. Sá sem er reiður hugsar oft ekki rökrétt. Það verður að rýna til gagns. Horfum í kringum okkur og spyrjum: Ef horft er til þeirra 193 þjóða sem eru í Sameinuðu þjóð- unum, höfum við það almennt svo slæmt? Þurfum við meira eða vilj- um við meira? Að þurfa meira eða vilja meira? Eftir Unni H. Jóhannsdóttir Unnur H. Jóhannsdóttir » Ísland er ekki og verður ekki best í heimi en það er engu að síður gott land til þess að búa á og við skorum víða hátt á sviðum á alþjóðavett- vangi. Höfundur er kennari, blaðamaður og diploma í fötlunarfræði. ER KOMINN TÍMI Á SJÓNMÆLINGU? Hamraborg 10 – Sími: 554 3200 – Opið: Virka daga 9.30-18 Laugardaga 11–14 Traust og góð þjónusta í 19 ár Úrval af nýjum umgjörðum frá Vélstjóri óskast Vélstjóri óskast á farþegabáta frá Reykjavík í sumar. Unnið er á vöktum 2-3-2, 9 til 13 tíma vaktir. Viðkomandi þarf að hafa réttindi á farþegabáta <750kW og hafa lokið STCW grunn- námskeið ásamt hóp- og neyðarstjórnunar námskeiði í Slysavarnarskóla sjómanna. Áhugasamir sendið umsókn með ferilskrá á storf@elding.is Öll leitum við ham- ingjunnar og þráum að fá að njóta hennar. Stundum leitum við reyndar langt yfir skammt. Ætlum yfir lækinn til að sækja vatnið eða finnst grasið grænna í görð- um nágrannans. Hamingjan felst í því að leitast við að lifa í kærleika, friði og sátt. Lifa í meðvituðu þakklæti og með fyr- irgefandi hugarfari. Hún felst í því að gefa en einnig því að rækta með sér þá list að kunna að þiggja. Í því að vera auðmjúkur, með já- kvæðu hugarfari, skilningsríkur, uppörvandi og hvetjandi. Þannig og aðeins þannig náum við áttum og raunverulegum sáttum við okk- ur sjálf og umhverfi okkar. Með vorið vistað í sálinni Þótt á móti kunni að blása og kuldi og trekkur taki völdin um stund svo það næðir um, hafðu þá hugfast að það mun birta til og vora á ný. Því er svo nauðsynlegt að vera með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Myrkrið, kuldinn og óttinn draga nefnilega úr okkur kjark. Gera okkur dofin, huglaus og máttlaus og ræna okkur gleðinni. En trúnni, voninni og kærleik- anum fylgir líf, styrkur, þrek og baráttugleði. Varpaðu hamingjunni ekki frá þér Varpaðu hamingjunni ekki frá þér vegna vanlíðunar, vantrúar og vonleysis eða vegna neikvæðni, þröngsýni eða skilningsleysis. Njóttu þess að veita af örlæti hinum fegurstu gjöfum úr sál- arsjóði hjartans svo straumur hins lífgefandi anda finni sér farveg og berist frá hjarta til hjarta. Ef allir spyrðu sig stöðugt, hvað get ég gert til að fólkinu í kringum mig geti liðið sem best og gengju með þá hugsjón út í daginn að hafa það hreinlega að markmiði að gleðja náungann, fólkið sitt og þau sem á veginum verða þá yrðu allir hamingju- samari og tilveran tæki að fyllast tilgangi og gleði. Tölum saman og knúsumst þótt ólík séum og ósammála um svo margt. Við erum öll á sömu leið og þurfum á hvert öðru að halda. Samgleðjumst og verum uppörvandi og hvetjandi. Leitumst við að laða það besta fram í eigin fari og samferða- manna okkar. Verum ekki feimin við framtíðina Verum því ekki feimin við fram- tíðina. Guð gefi okkur hugrekki til að stíga inn í hana. Látum um okkur muna náunganum, sjálfum okkur og samfélaginu til góðs. Látum hamingjuna ekki vera eitt- hvert marklaust hugtak. Opnum augun fyrir henni svo henni verði ekki kalt og einmana á óræðum slóðum. Hamingjan þarf á þér að halda og þú á henni. Elskum á meðan við lifum. Elsk- um fólkið okkar á meðan það lifir. Því þegar það er farið er of seint að sýna því virðingu og umhyggju, kærleika og ást svo það fái notið þess. Hamingjan þarf á þér að halda Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Verum uppörvandi og hvetjandi. Leit- umst við að laða það besta fram í eigin fari og samferðamanna okkar. Elskum á meðan við lif- um! Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og áhugamaður um lífið. Mikið finnst mér skrítið að það komi sérstakur sumartími á akst- ur strætó. Minn vinnutími breytist ekki þótt það komi sumar? En ykkar? Farþegi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Strætó Strætó Biðin eftir strætó getur stundum verið frekar löng.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.