Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 76
BÆJARHÁTÍÐIR76 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is „Áherslan á þetta í ár er að þetta verði fyrst og fremst fjölskylduhá- tíð með nóg um að vera fyrir krakka og fullorðna. Þetta er stílað nokkuð inn á að fjölskyldan njóti hátíðarinnar saman,“ segir Hallgrímur Ólafsson, verk- efnastjóri Írskra daga, viðburða- ríkrar hátíðar sem haldin verð- ur á Akranesi 3. til 5. júlí næst- komandi. Þetta verður 16. árið í röð sem hátíðin er haldin á Skaganum en upphaf hennar er það, að Akurnes- ingar vildu minnast hins írska upp- runa síns og héldu fjögurra daga hátíð sem kölluð var „Írskir dagar“ í maí árið 2000. Hallgrímur segir að hátíðin í ár verði með nokkuð hefðbundnu sniði og verið sé að móta hana og slípa saman. „Við byrjum reyndar fimmtudaginn 2. júlí með dagskrá þar sem lögð er áhersla á ungt listafólk á Akranesi, alveg frá leik- skólaaldri og upp að tvítugu. Á föstudeginum hefst svo þessi hefðbundna bæjarhátíð með tívolí- tækjum og fleiri viðburðum og götugrilli um kvöldið. Stórtónleikar fara svo fram þetta kvöld á hafnar- svæðinu. Þar koma fram stór nöfn, helstu söngvarar okkar og má segja rjóminn af íslensku tónlistar- fólki, en þar sem ekki hefur verið gengið endanlega frá samningum get ég ekki tjáð mig öllu meira um tónleikana,“ segir Hallgrímur. Á laugardeginum verður svo nóg um að vera úti um allan bæ. Fer þá meðal annars fram dorgveiði- keppni við höfnina og ungt fólk á öllum aldri keppir um að byggja sem flottasta sandkastala á Langa- sandi. „Svo er alltaf kosinn rauð- hærðasti Íslendingurinn á Írskum dögum. Sú keppni er alltaf spenn- andi og hörð og við förum að aug- lýsa eftir keppendum en þátttak- endur tilnefna sig yfirleitt sjálfir,“ segir Hallgrímur. Hið sívinsæla Lopapeysuball á Akranesi fer fram á laugardags- kvöldið en þótt það sé sérstakur viðburður og tilheyri ekki hátíðinni sem slíkri tengja allir lopapeysuna við írska daga og írska daga við lopapeysuna, að sögn. Hallgrímur sagði svo að á sunnu- deginum yrði aðalskemmtunin í Skógrækt Akraness, í Garðalundi. Þar treður leikhópurinn Lotta upp, en auk hans verður þar í boði alls konar skemmtiefni annað. Rjómablíðu spáð Minntur á að vetrarlægðir hafi gengið yfir Skagann hátíðardagana bæði í fyrra og hittiðfyrra með sín- um áhrifum á aðsókn að hátíðinni varð Hallgrímur fljótur til svars og sagði að á því yrði engin endur- tekning í ár. „Nei, það er búið að spá rjómablíðu á hátíðinni í ár. Það er enginn annar en hinn trausti sjónvarpsveðurfræðingur af Skag- anum, Theodór Freyr Hervarsson, sem því spáir. Því má búast við fjölmenni á Akranesi hátíðardag- ana, að bærinn fyllist af fólki,“ sagði Hallgrímur. Á vefsetri Akranesskaupstaðar segir að það fari ekki á milli mála að Skagamenn séu af írskum upp- runa. „Þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna, eru lífsglaðir og skemmtilegir heim að sækja og miklir baráttujaxlar, ekki síst á fót- boltavellinum! Írar námu land á Skaga á fyrstu árum Íslands- byggðar en nafnið Akranes kom til síðar og er dregið af kornrækt og akuryrkju sem þótti heppileg á hinu frjósama landi sem er á nes- inu.“ Keltnesk arfleifð Í byrjun júlí ár hvert minnast Skagamenn hinnar keltnesku arf- leifðar sinnar og gera sér glaðan dag um leið. Brott fluttir Skaga- menn eru kallaðir heim og á Írsk- um dögum er fjölskyldufólk sér- staklega boðið velkomið í heimsókn á Akranes. „Fólk sækir að úr öllum áttum til að drekka í sig írsk- íslenska menningarblöndu, sýna sig og sjá aðra eða hitta vini og ætt- ingja. Á Írskum dögum fer Akra- nes í sparibúninginn sem er að sjálfsögðu í írsku fánalitunum. Alls staðar eru fánar og flögg, borðar og skraut sem minnir á Írland,“ segir ennfremur á heimasíðu Akra- ness. Um landnám Íra á Skaganum segir svo í bókinni Akranes – saga og samtíð: „Litlu eftir 880 komu af Írlandi tveir bræður, þá talsvert fullorðnir, ásamt uppkomnum börn- um og öðru fólki. Eiginkvenna þeirra er eigi getið. Þessir bræður voru Þormóður og Ketill Bresasyn- ir, bornir og barnfæddir á Írlandi, en af norskum ættum. Bresasynir námu Akranes allt, Þormóður sunnan Akrafjalls og Ketill norðan. Fyrir í landnáminu voru Hrosskell nokkur Þorsteins- son og sonur hans Hallkell, sem numið höfðu land á Akranesi og ráku Bresasynir þá brott. Þor- móður reisti sér bæ á Innra-Hólmi, en óvíst er um bústað Ketils, þótt álíta megi að hann hafi búið á Ytra- Hólmi. Á Innra-Hólmi bjó síðan dótt- ursonur hans, Ásólfur alskik Ko- nálsson, munkur og sennilega prestvígður. En af honum er nokk- ur saga. Sonur Ketils var Jörundur hinn kristni og reisti hann bú í Jör- undarholti þar sem síðar heitir í Görðum. Einn afkomenda hans var Þorgeir Hávarsson, ein kunnasta sögupersónan í Fóstbræðrasögu og Halldór Laxness túlkar á eft- irminnilegan hátt í skáldverki sínu Gerplu. Þá er ógetið tveggja írskra manna er fengu land í landnámi Bresasona. Annar var Bekan og byggði hann bæ sinn á Bekan- stöðum. Hinn var Kalman er bjó í Katanesi og Kalmansá er við kennd. Hann hafði þó skamma við- dvöl, því við það að tveir synir hans drukknuðu í Hvalfirði flutti hann búferlum að Kalmanstungu og drukknaði síðan sjálfur í Hvítá á leið til fundar við frillu sína.“ Nóg um að vera fyrir krakka og fullorðna  Írskir dagar fara fram á Akranesi 3. til 5. júlí Ljósmynd/Af vef Akranesbæjar Ljósmynd/Af vef Akranesbæjar Hópskemmtun Aðalskemmtunin á sunnudeginum verður í Garðalundi á svæði Skógræktar Akraness. Búið er að spá rjómablíðu á hátíðinni í ár og því má búast við fjölmenni á Akranesi hátíðardagana, að bærinn fyllist af fólki. Fjölskylduskemmtun Allir hafa eitthvað til að glíma við á Írskum dögum á Akranesi, meðal annars dorgveiðikeppni og sandkastalagerð á Langasandi. Hallgrímur Ólafsson Fjölmenni Þrátt fyrir slagviðri fjölmenntu Skagamenn við setningu Írskra daga í fyrra. Gleðiglaumur Írar eru annálaðir gleðimenn á góðri stundu og í anda þeirra er sungið mjög á Skaganum frá morgni og fram á nótt á Írskum dögum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.