Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 76
BÆJARHÁTÍÐIR76
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
„Áherslan á þetta í ár er að þetta
verði fyrst og fremst fjölskylduhá-
tíð með nóg um að vera fyrir
krakka og fullorðna. Þetta er stílað
nokkuð inn á að
fjölskyldan njóti
hátíðarinnar
saman,“ segir
Hallgrímur
Ólafsson, verk-
efnastjóri Írskra
daga, viðburða-
ríkrar hátíðar
sem haldin verð-
ur á Akranesi 3.
til 5. júlí næst-
komandi.
Þetta verður 16. árið í röð sem
hátíðin er haldin á Skaganum en
upphaf hennar er það, að Akurnes-
ingar vildu minnast hins írska upp-
runa síns og héldu fjögurra daga
hátíð sem kölluð var „Írskir dagar“
í maí árið 2000.
Hallgrímur segir að hátíðin í ár
verði með nokkuð hefðbundnu sniði
og verið sé að móta hana og slípa
saman. „Við byrjum reyndar
fimmtudaginn 2. júlí með dagskrá
þar sem lögð er áhersla á ungt
listafólk á Akranesi, alveg frá leik-
skólaaldri og upp að tvítugu.
Á föstudeginum hefst svo þessi
hefðbundna bæjarhátíð með tívolí-
tækjum og fleiri viðburðum og
götugrilli um kvöldið. Stórtónleikar
fara svo fram þetta kvöld á hafnar-
svæðinu. Þar koma fram stór nöfn,
helstu söngvarar okkar og má
segja rjóminn af íslensku tónlistar-
fólki, en þar sem ekki hefur verið
gengið endanlega frá samningum
get ég ekki tjáð mig öllu meira um
tónleikana,“ segir Hallgrímur.
Á laugardeginum verður svo nóg
um að vera úti um allan bæ. Fer
þá meðal annars fram dorgveiði-
keppni við höfnina og ungt fólk á
öllum aldri keppir um að byggja
sem flottasta sandkastala á Langa-
sandi. „Svo er alltaf kosinn rauð-
hærðasti Íslendingurinn á Írskum
dögum. Sú keppni er alltaf spenn-
andi og hörð og við förum að aug-
lýsa eftir keppendum en þátttak-
endur tilnefna sig yfirleitt sjálfir,“
segir Hallgrímur.
Hið sívinsæla Lopapeysuball á
Akranesi fer fram á laugardags-
kvöldið en þótt það sé sérstakur
viðburður og tilheyri ekki hátíðinni
sem slíkri tengja allir lopapeysuna
við írska daga og írska daga við
lopapeysuna, að sögn.
Hallgrímur sagði svo að á sunnu-
deginum yrði aðalskemmtunin í
Skógrækt Akraness, í Garðalundi.
Þar treður leikhópurinn Lotta upp,
en auk hans verður þar í boði alls
konar skemmtiefni annað.
Rjómablíðu spáð
Minntur á að vetrarlægðir hafi
gengið yfir Skagann hátíðardagana
bæði í fyrra og hittiðfyrra með sín-
um áhrifum á aðsókn að hátíðinni
varð Hallgrímur fljótur til svars og
sagði að á því yrði engin endur-
tekning í ár. „Nei, það er búið að
spá rjómablíðu á hátíðinni í ár. Það
er enginn annar en hinn trausti
sjónvarpsveðurfræðingur af Skag-
anum, Theodór Freyr Hervarsson,
sem því spáir. Því má búast við
fjölmenni á Akranesi hátíðardag-
ana, að bærinn fyllist af fólki,“
sagði Hallgrímur.
Á vefsetri Akranesskaupstaðar
segir að það fari ekki á milli mála
að Skagamenn séu af írskum upp-
runa. „Þeir láta sér fátt fyrir
brjósti brenna, eru lífsglaðir og
skemmtilegir heim að sækja og
miklir baráttujaxlar, ekki síst á fót-
boltavellinum! Írar námu land á
Skaga á fyrstu árum Íslands-
byggðar en nafnið Akranes kom til
síðar og er dregið af kornrækt og
akuryrkju sem þótti heppileg á
hinu frjósama landi sem er á nes-
inu.“
Keltnesk arfleifð
Í byrjun júlí ár hvert minnast
Skagamenn hinnar keltnesku arf-
leifðar sinnar og gera sér glaðan
dag um leið. Brott fluttir Skaga-
menn eru kallaðir heim og á Írsk-
um dögum er fjölskyldufólk sér-
staklega boðið velkomið í heimsókn
á Akranes. „Fólk sækir að úr öllum
áttum til að drekka í sig írsk-
íslenska menningarblöndu, sýna sig
og sjá aðra eða hitta vini og ætt-
ingja. Á Írskum dögum fer Akra-
nes í sparibúninginn sem er að
sjálfsögðu í írsku fánalitunum. Alls
staðar eru fánar og flögg, borðar
og skraut sem minnir á Írland,“
segir ennfremur á heimasíðu Akra-
ness.
Um landnám Íra á Skaganum
segir svo í bókinni Akranes – saga
og samtíð: „Litlu eftir 880 komu af
Írlandi tveir bræður, þá talsvert
fullorðnir, ásamt uppkomnum börn-
um og öðru fólki. Eiginkvenna
þeirra er eigi getið. Þessir bræður
voru Þormóður og Ketill Bresasyn-
ir, bornir og barnfæddir á Írlandi,
en af norskum ættum.
Bresasynir námu Akranes allt,
Þormóður sunnan Akrafjalls og
Ketill norðan. Fyrir í landnáminu
voru Hrosskell nokkur Þorsteins-
son og sonur hans Hallkell, sem
numið höfðu land á Akranesi og
ráku Bresasynir þá brott. Þor-
móður reisti sér bæ á Innra-Hólmi,
en óvíst er um bústað Ketils, þótt
álíta megi að hann hafi búið á Ytra-
Hólmi.
Á Innra-Hólmi bjó síðan dótt-
ursonur hans, Ásólfur alskik Ko-
nálsson, munkur og sennilega
prestvígður. En af honum er nokk-
ur saga. Sonur Ketils var Jörundur
hinn kristni og reisti hann bú í Jör-
undarholti þar sem síðar heitir í
Görðum. Einn afkomenda hans var
Þorgeir Hávarsson, ein kunnasta
sögupersónan í Fóstbræðrasögu og
Halldór Laxness túlkar á eft-
irminnilegan hátt í skáldverki sínu
Gerplu. Þá er ógetið tveggja írskra
manna er fengu land í landnámi
Bresasona. Annar var Bekan og
byggði hann bæ sinn á Bekan-
stöðum. Hinn var Kalman er bjó í
Katanesi og Kalmansá er við
kennd. Hann hafði þó skamma við-
dvöl, því við það að tveir synir hans
drukknuðu í Hvalfirði flutti hann
búferlum að Kalmanstungu og
drukknaði síðan sjálfur í Hvítá á
leið til fundar við frillu sína.“
Nóg um að vera fyrir krakka og fullorðna
Írskir dagar fara
fram á Akranesi
3. til 5. júlí
Ljósmynd/Af vef Akranesbæjar
Ljósmynd/Af vef Akranesbæjar
Hópskemmtun Aðalskemmtunin á sunnudeginum verður í Garðalundi á svæði Skógræktar Akraness. Búið er að
spá rjómablíðu á hátíðinni í ár og því má búast við fjölmenni á Akranesi hátíðardagana, að bærinn fyllist af fólki.
Fjölskylduskemmtun Allir hafa eitthvað til að glíma við á Írskum dögum á
Akranesi, meðal annars dorgveiðikeppni og sandkastalagerð á Langasandi.
Hallgrímur
Ólafsson
Fjölmenni Þrátt fyrir
slagviðri fjölmenntu
Skagamenn við setningu
Írskra daga í fyrra.
Gleðiglaumur Írar eru annálaðir gleðimenn á góðri stundu og í anda þeirra
er sungið mjög á Skaganum frá morgni og fram á nótt á Írskum dögum.