Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 79

Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 79
79 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 VIÐKVÆM HÚÐ? PRÓFAÐU ALLA LÍNUNA… ÞVOTTAEFNI | HREINLÆTISVÖRUR | HÚÐVÖRUR | ANDLITSLÍNA | BARNAVÖRUR ASTMA- OG OFNÆMISFÉLAG ÍSLANDS MÆLIR MEÐ VÖRUM FRÁ NEUTRAL …fyrir heimilið, fjölskylduna og þig. Neutral er sérstaklega þróað fyrir viðkvæma húð og inniheldur engin ilmefni, litarefni eða paraben – þannig hjálpar Neutral þér að vernda húð allra í fjölskyldunni. Skoðaðu allar Neutral vörurnar í næstu verslun eða kíktu á Neutral.is ÍS L E N SK A SI A .I S N A T 71 68 2 02 /1 5 skapalega ánægð að tekist hafi að tryggja komu Sirkus Íslands til bæjarins á meðan á hátíðinni stend- ur. „Þau verða með tjaldið sitt í miðju bæjarins og munu setja sterkan svip á hátíðahöldin. Er líka mjög við hæfi að hafa sirkus á Frönskum dögum enda eiga frakk- ar sterka sirkushefð.“ Þegar Fáskrúðsfirðingar ákváðu að efna til bæjarhátíðar blasti við að nýta frönsku tenginguna. Í þrjú hundruð ár veiddu franskir sjó- menn hér við land. Þeir höfðu bæki- stöðvar sínar á Fáskrúðsfirði um langt skeið og byggðu þar meðal annars spítala. Spítalahúsið var ný- lega gert upp og er þar í dag rekið Fosshótel Austfirðir og veitinga- staðurinn L’Abri, auk vandaðs safns um sögu franskra sjómanna á Ís- landsmiðum. Tour de Fáskrúðsfjörður Ekki skemmir fyrir að Frakkland er skemmtilegt þema að vinna með, enda land ríkt af menningu og þekkt fyrir ljúffengan mat. „Meðal árlegra viðburða á frönskum dögum má nefna Tour de Fáskrúðsfjörður sem er hjólreiðakeppni áhuga- manna um fjörðinn. Einnig höldum við Íslandsmeistaramót í pétanque, frönsku kúluspili sem er ekki ósvip- að botsía. Þá er Kennderísgangan einn vinsælasti dagskrárliðurinn og þessi skemmtilegi göngutúr um bæjarfélagið farinn að laða að sér hundruð gesta,“ segir Guðbjörg Kennderísgangan er, eins og nafnið gefur til kynna, ætluð full- orðnum og þurfa börn yngri en 18 ára að vera í fylgd forráðamanna því búast má við að einstaka þátt- takandi hafi gripið með sér dós af svalandi drykk í gönguna. „Gengið er um bæinn og segja leiðsögumenn frá sögu og sérkennum helstu áfangastaða. Reglulega er svo gengið fram á stoppistöðvar þar sem smakka má ljúfmeti eins og franska lauksúpu eða rabarbarapæ. Skapast sérlega gott andrúmsloft í göngunni og oft að þar hittir fólk brott flutta Fáskrúðsfirðinga sem komið hafa til bæjarins í tilefni há- tíðarinnar. Verða þar fagnaðar- fundir milli vina og ættingja og góð stemningin farin að laða að fólk úr næstu fjörðum.“ Harmonikkur og töframenn Vitaskuld er margt í boði fyrir börnin og nefnir Guðbjörg hann Lalla töframann og íþrótta- hetjurnar úr Latabæ. Leiktækin mun ekki vanta, tónlistaratriðin eru fjöldamörg og listatriði á götum úti. Af tónlistaratriðum má telja til tónleika Harmonikkufélags brott fluttra Fáskrúðsfirðinga tónleika Jónasar Sigurðssonar og hljóm- sveitar, og sveitaballa þar sem Rokkabillíbandið og Matti Matt halda uppi fjörinu. Bjartmar og Bergrisarnir ætla líka að leika hressilega tónlist fyrir gesti og sjálfur Árni Johnsen stýrir söng við bjarmann af varðeldi þegar hátíðin er formlega sett. „Götuleikhúsnámskeið verða haldin fyrir börn og unglinga vik- urnar tvær í aðdraganda hátíð- arinnar og sýna krakkarnir listir sínar á götum bæjarins. Er öruggt að þar á meðal má finna ekta lát- bragðsleikara af þeirri gerð sem Frakkar eru þekktir fyrir.“ Upplifun Svipmyndir frá Frönskum dögum undan- farin ár. Hefð er fyrir því að leggja blómsveig að minn- isvarða um frönsku sjó- mennina, látbragðsmenn eru með uppátæki úti á götu, og siglingasögu bæjarins gerð góð skil. Heimamenn hika ekki við að klæða sig í litríkan fatnað til að gera til- efnið hátíðlegra og sum skemmtiatriðin fá hárin til að rísa af spenningi. Má reikna með að þetta árið verði hátíðin óvenju vegleg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.