Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 80

Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 80
BÆJARHÁTÍÐIR80 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is Verkfæralagerinn Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Bílavörur í miklu úrvali frá 795 Hjólkoppar 12/13/14/15/16” frá 5.995 Kerruljósabretti Gorma- þvingur Mótorstandur 19.995 Jeppatjakkur 2.25T 52CM Vélagálgar Hleðslutæki margar gerðir frá 4.995 5.995 5.995 2T tjakkur í tösku frá 14.995 Mössunarvélar frá 2.995 Bílaþvotta- kústar 4.995 Sonax vörur í miklu úrvali á frábæru verði Hjólastandur á kúlu Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hornfirðingar eru svo heppnir að búa nálægt gjöfulum humar- veiðislóðum. Valdemar Einarsson segir að reyndar spili humarveið- arnar ekki jafnstórt hlutverk í at- vinnulífinu og áður, en þó sé nóg af humri og þessi ljúffengi matur skipti bæjarfélagið miklu. Er því ekki að furða að haldin er Humarhátíð á Höfn hvert sum- ar. Í ár lendir há- tíðin á helginni 26. til 28. júní en byrjar með óformlegum hætti degi fyrr, fimmtudaginn 25. júní. Valde- mar er meðlimur hátíðarnefndar. Fyrir gesti og heimamenn „Það var árið 1993 að hátíðin var fyrst haldin og markmiðið þá bæði að laða ferðamenn til bæj- arins og skapa tilefni fyrir brott- flutta Hornfirðinga að heimsækja sinn gamla heimabæ. Nokkrir röskir einstaklingar stóðu að baki þessu framtaki og færðu svo í hendur sveitarfélaginu. Festist há- tíðin endanlega í sessi árið 1997 þegar 100 ára byggðarafmæli á Höfn var fagnað með veglegum hætti.“ Dagskráin er fjölbreytt og er blandað saman fjölskydluvænni skemmtun, listviðburðum og dans- leikjum. Inn í dagskrána fléttast síðan humartengdar uppákomur sem sælkerar ættu ekki að missa af. „Einn af föstum liðum hátíðar- innar er að 7-8 heimili í bænum bjóða upp á humarsúpu að hætti heimilismeðlima. Gestir og gang- andi geta fengið að smakka og borið saman mismunandi útfærslur á þessum ljúffenga rétti,“ segir Valdemar. „Á laugardeginum bú- um við svo til heimsins stærstu humarloku. Á hverri hátíð lengist humarsamlokan og slegið er nýtt met en gestir Humardaga samein- ast um að borða samlokuna upp til agna þegar metið hefur verið stað- fest.“ Um allan bæ eru humarréttir í boði, frá bryggju og inn í byggð, stundum ókeypis en í öðrum til- vikum gegn sanngjörnu gjaldi. Valdemar grunar að þessi ríka áhersla á góðan mat útskýri hvers vegna það skapast svona góður andi á hátíðinni. „Fólk vappar um bæinn sælt og friðsamt með mett- an maga,“ segir hann. Þjóðakvöld kvennakórsins Einn dagksrárliður er haldinn í félagsheimilinu Mánagarði sem er í um 7 km fjarlægð frá þéttbýlinu. Eru þá skipulagðar sætaferðir frá bensínstöð N1. Í Mánagarði heldur kvennakórinn sitt árlega Þjóða- kvöld á fimmtudeginum. Þar reiða kórfélagar fram veislurétti og bjóða upp á skemmtiatriði í anda tiltekins lands og verður ný þjóð fyrir valinu í hvert skipti. Í ár er þemað enskt en var sænskt í fyrra. Hornfirðingar eiga einnig fé- lagsheimilið Sindrabæ sem verður einkum vettvangur skemmtiefnis fyrir yngstu kynslóðirnar. Þar, og annars staðar í bænum, má finna hoppukastala og leiktæki, og hlýða á skemmtikrafta eins og Audda og Steinda að ógleymdum Einari Mikael töframanni. Humar, humar og enn meiri humar  Humarsúpa af öllum toga og heimsins stærsta humarloka verður í boði á Höfn í Hornafirði  Skemmtikraftar, listamenn og tónlistarfólk fjölmenna  Heimsmeistara- mót Hornafjarðarmanna  Kúadellulottó Valdemar Einarsson Velkominn Glatt er á hjalla um bæinn all- an og tekið vel á móti bæði gömlum vinum og ókunnugum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.