Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 80
BÆJARHÁTÍÐIR80
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Bílavörur í miklu úrvali
frá 795
Hjólkoppar
12/13/14/15/16”
frá 5.995
Kerruljósabretti
Gorma-
þvingur
Mótorstandur
19.995
Jeppatjakkur
2.25T 52CM
Vélagálgar
Hleðslutæki
margar gerðir
frá 4.995
5.995
5.995
2T tjakkur
í tösku
frá 14.995
Mössunarvélar
frá 2.995
Bílaþvotta-
kústar
4.995
Sonax vörur í miklu
úrvali á frábæru verði
Hjólastandur
á kúlu
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Hornfirðingar eru svo heppnir að
búa nálægt gjöfulum humar-
veiðislóðum. Valdemar Einarsson
segir að reyndar spili humarveið-
arnar ekki jafnstórt hlutverk í at-
vinnulífinu og
áður, en þó sé
nóg af humri og
þessi ljúffengi
matur skipti
bæjarfélagið
miklu.
Er því ekki að
furða að haldin
er Humarhátíð á
Höfn hvert sum-
ar.
Í ár lendir há-
tíðin á helginni 26. til 28. júní en
byrjar með óformlegum hætti degi
fyrr, fimmtudaginn 25. júní. Valde-
mar er meðlimur hátíðarnefndar.
Fyrir gesti og heimamenn
„Það var árið 1993 að hátíðin
var fyrst haldin og markmiðið þá
bæði að laða ferðamenn til bæj-
arins og skapa tilefni fyrir brott-
flutta Hornfirðinga að heimsækja
sinn gamla heimabæ. Nokkrir
röskir einstaklingar stóðu að baki
þessu framtaki og færðu svo í
hendur sveitarfélaginu. Festist há-
tíðin endanlega í sessi árið 1997
þegar 100 ára byggðarafmæli á
Höfn var fagnað með veglegum
hætti.“
Dagskráin er fjölbreytt og er
blandað saman fjölskydluvænni
skemmtun, listviðburðum og dans-
leikjum. Inn í dagskrána fléttast
síðan humartengdar uppákomur
sem sælkerar ættu ekki að missa
af.
„Einn af föstum liðum hátíðar-
innar er að 7-8 heimili í bænum
bjóða upp á humarsúpu að hætti
heimilismeðlima. Gestir og gang-
andi geta fengið að smakka og
borið saman mismunandi útfærslur
á þessum ljúffenga rétti,“ segir
Valdemar. „Á laugardeginum bú-
um við svo til heimsins stærstu
humarloku. Á hverri hátíð lengist
humarsamlokan og slegið er nýtt
met en gestir Humardaga samein-
ast um að borða samlokuna upp til
agna þegar metið hefur verið stað-
fest.“
Um allan bæ eru humarréttir í
boði, frá bryggju og inn í byggð,
stundum ókeypis en í öðrum til-
vikum gegn sanngjörnu gjaldi.
Valdemar grunar að þessi ríka
áhersla á góðan mat útskýri hvers
vegna það skapast svona góður
andi á hátíðinni. „Fólk vappar um
bæinn sælt og friðsamt með mett-
an maga,“ segir hann.
Þjóðakvöld kvennakórsins
Einn dagksrárliður er haldinn í
félagsheimilinu Mánagarði sem er
í um 7 km fjarlægð frá þéttbýlinu.
Eru þá skipulagðar sætaferðir frá
bensínstöð N1. Í Mánagarði heldur
kvennakórinn sitt árlega Þjóða-
kvöld á fimmtudeginum. Þar reiða
kórfélagar fram veislurétti og
bjóða upp á skemmtiatriði í anda
tiltekins lands og verður ný þjóð
fyrir valinu í hvert skipti. Í ár er
þemað enskt en var sænskt í
fyrra.
Hornfirðingar eiga einnig fé-
lagsheimilið Sindrabæ sem verður
einkum vettvangur skemmtiefnis
fyrir yngstu kynslóðirnar. Þar, og
annars staðar í bænum, má finna
hoppukastala og leiktæki, og hlýða
á skemmtikrafta eins og Audda og
Steinda að ógleymdum Einari
Mikael töframanni.
Humar, humar
og enn meiri
humar
Humarsúpa af öllum toga og heimsins
stærsta humarloka verður í boði á Höfn í
Hornafirði Skemmtikraftar, listamenn og
tónlistarfólk fjölmenna Heimsmeistara-
mót Hornafjarðarmanna Kúadellulottó
Valdemar
Einarsson
Velkominn Glatt er á
hjalla um bæinn all-
an og tekið vel á móti
bæði gömlum vinum
og ókunnugum.