Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 88

Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 88
88 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 ✝ Pétur Eggerts-son fæddist í Rifgirðingum á Breiðafirði 3. ágúst 1926. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Skjóli 27. maí 2015. Foreldrar Pét- urs voru hjónin Sigríður Eggerts- dóttir, f. 1904, d. 1994, og Eggert B. Pétursson póst- og símstöðv- arstjóri á Hellissandi og póst- afgreiðslumaður í Reykjavík, f. 1901, d. 1991. Pétur kvæntist Ingiríði Hall- dórsdóttur, f. 1926, d. 2001, hinn 1. janúar 1952. Ingiríður var dóttir hjónanna Katrínar Sigurðardóttur, f. 1906, d. 1998, og Halldórs Sölvasonar kenn- ara, f. 1897, d. 1971. Auk hús- móðurstarfa starfaði hún við Pétur ólst upp í Rifgirð- ingum til þriggja ára aldurs og síðan á Hellissandi til ferm- ingar. Eftir það nam hann við Flensborgarskólann í Hafn- arfirði og lauk þaðan gagn- fræðaprófi. 1945 hóf hann störf á Pósthúsinu í Reykjavík og starfaði þar til 1995, í 50 ár. Síðustu árin á Pósthúsinu starf- aði hann sem yfirdeildarstjóri. Hann sat í stjórn Póstmanna- félagsins og starfaði í fjölda nefnda á vegum félagsins auk þess að taka þátt í starfi BSRB. Pétur unni náttúru og útivist og á yngri árum var hann virkur í Farfuglunum. Pétur og Ingiríð- ur hófu sinn búskap í Klepps- holtinu, en lengst af var heimili þeirra á Laugalæk 13 í Laug- arneshverfi. 1999 fluttu þau á Fornhaga 15. Frá því í janúar 2013 og allt til dauðadags dval- di Pétur á Hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útför Péturs fer fram frá Ás- kirkju í dag, 10. júní 2015, og hefst athöfnin kl. 13. skrifstofustörf hjá Happdrætti Há- skóla Íslands. Synir Péturs og Ingiríðar eru: 1) Halldór Grétar jarðfræð- ingur, f. 1953, kvæntur Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur sveppafræðingi, f. 1959. Þau eiga a) Ingiríði, f. 1996. 2) Eggert myndlistar- maður, f. 1956, kvæntur Huldu Hjartardóttur lækni, f. 1962. Börn þeirra eru: a) Eyvindur, f. 1981, kvæntur Bergrós Hjálm- arsdóttur, f. 1988. Sonur henn- ar er Hjálmar Alexander, f. 2006, og sonur þeirra er Frosti, f. 2015. b) Pétur, f. 1985, dóttir hans og Maríu Þórólfsdóttur er Þórhalla Lóa, f. 2011. c) Guðrún Inga, f. 1995. d) Hjörtur Páll, f. 1998. Í dag kveð ég tengdaföður minn, Pétur Eggertsson, eftir 35 ára kynni. Mér reiknast til að hann hafi verið á svipuðum aldri og ég er nú þegar við Eggert fór- um að vera saman. Hann tók mér afskaplega vel og get ég svo sann- arlega sagt að aldrei hafi skugga borið á samskipti okkar. Hann var svo skemmtilega ófeiminn og ræð- inn og átti auðvelt með að um- gangast alla í kringum sig. Hann vann í miðbæ Reykjavíkur á sjálfu Pósthúsinu stærstan hluta starfs- ævinnar og þar þekkti hann alla fastakúnnana. Hann spjallaði við fólk þegar hann beið eftir strætó, afgreiðslufólk í búðum, nágrann- ana, bæði stóra og smáa. Allir þekktu Pétur. Lífsmátinn einkenndist af nægjusemi og aðgætni. Hann og Inga vildu hafa mátulega mikið fyrir sig og synina, ekki berast á og ekki eyða um efni fram. Samt var hann einhver gjafmildasti maður sem ég hef kynnst og nut- um við fjölskyldan þess öll. Pétur tók mikinn þátt í heimilishaldi þeirra hjóna og þó að hann væri ekki mikið að stússa í elda- mennsku þótti honum sjálfsagt að ganga í öll önnur verk. Honum fannst gott að hreyfa sig, hafði alltaf verið góður til gangs, léttur á fæti. Var í Farfuglunum og hljóp upp um fjöll og renndi sér á skíð- um sem ungur maður. Sagði mér að hann hefði gengið á sjö fjöll einn daginn þegar hann var ung- ur. Hljóp með símskeytin fyrir pabba sinn langar leiðir frá Hellis- sandi þegar hann var lítill gutti, það var fyrsta vinnan hans. Helsta áhugamál hans og Ingu var að komast út í náttúruna, í sumar- bústaðinn sem þau byggðu og ferðast um landið með strákana sína. Síðar ferðuðust þau mikið með systrum Ingu og mágum og fannst ævintýri að komast til út- landa. Eftir að Inga féll frá ferðað- ist hann með eldri borgurum og í einni slíkri ferð hitti hann Ernu Magnúsdóttur sem varð honum góður félagi þar til hún lést. Hann hafði óskaplega gaman af börnum og þau hændust að hon- um. Barnabörnin voru hans uppá- haldsfólk og hann var óþreytandi að leika við þau í bílaleik og púsla eða labba með þau út á róló með viðkomu í sjoppunni eða ísbúðinni. Þegar við komum til hans nýlega í Skjól var hann ekki vel upplagður en var ekki lengi að rísa úr rekkju þegar hann sá að litla langafas- telpan var með í för. Hann var handlaginn og ólst upp við smíðar og útskurð og mamma hans kenndi honum að sauma. Útskurðinn tók hann aftur til við á efri árum og síðan útsaum- inn. Þeir skipta tugum púðarnir sem hann saumaði en í saumspor- unum má greina þá hægu afturför sem einkenndi hann síðustu ár. Minnissjúkdómur ágerðist og gerði honum erfitt fyrir að búa einn. Nú um hvítasunnuna lauk hann við síðasta púðann sinn. Þeg- ar Eggert bauð honum að byrja á nýjum vildi hann það ekki og sagði að þetta væri orðið gott. Næsta dag var hann allur. Gott líf á enda, margt verkið unnið, sáttur við að kveðja. Hulda Hjartardóttir. Pétur Eggertsson, mágur minn til margra ára, hefur lokið lífs- göngu sinni. Hann var kvæntur elstu systur minni, Ingu, sem lést fyrir 14 árum. Ótal minningabrot líða um hug- ann við fráfall hans. Ég var ung- lingur er hann tók að venja komur sínar á heimili okkar til þess að hitta elstu systurina. Þennan vetur var ég svo óhepp- in að fótbrjóta mig og þurfti að liggja í rúminu nokkurn tíma. Þá færði Pétur mér bækur Guðrúnar frá Lundi og kenndi mér ólsen ól- sen til þess að stytta mér stundir. Að lesa námsbækurnar allan dag- inn hefur honum þótt lítt fýsilegt fyrir unglinginn. Mér finnst það alltaf hafa einkennt Pétur að reyna að gleðja þá sem hann hélt að ættu erfitt. En fyrst og fremst átti fjöl- skyldan hug hans allan. Hann var iðinn við að dytta að, bæta og breyta íbúðunum þeirra. Lengst af bjuggu þau hjón á Laugalæk 13. Þangað var gott að koma og gest- risni í fyrirrúmi. Ef meðlimir stór- fjölskyldunnar þurftu að fara í miðbæinn var ferðin dapurleg ef ekki var komið við á Laugalækn- um á heimleið. Pétur hafði gaman af að ferðast. Hann hafði ferðast þó- nokkuð um landið með „Farfugl- um“ áður en hann kom í fjölskyld- una. Er hann hafði tekið bílpróf, þá kominn með fjölskyldu, fjárfesti hann í „Bjöllu“ og lagði land undir fót. Seinna ferðuðust þau Inga til útlanda og fyrstu utanlandsferð- ina fóru þau með okkur Birgi til Spánar. Einnig fóru þau í ferðir með okkur innanlands á húsbíln- um. Þau voru góðir ferðafélagar og sögðu skemmtilega frá og það brást ekki að Pétur keypti eitt- hvað gott á grillið. Skömmu fyrir aldamótin 2000 fluttu þau Inga á Fornhaga 15. Eftir að hún lést bjó Pétur þar áfram skammt frá Eggerti yngri syni sínum, sem annaðist hann ásamt fjölskyldu er árin færðust yfir og heilsu hans hrakaði. Pétur var mjög stoltur af son- um sínum, tengdadætrum og barnabörnum enda hæfileikaríkt fólk. Við Birgir sendum aðstandend- um Péturs innilegar samúðar- kveðjur. Far þú í friði, kæri mágur. Sigrún Halldórsdóttir. Við viljum í fáeinum orðum minnast Péturs frænda, eins og við kölluðum hann. Pétur var maður Ingu móðursystur og var mikill samgangur milli fjöl- skyldna okkar. Inga og Pétur byggðu sumarbústað með for- eldrum okkar þar sem við dvöld- um flest sumur. Þetta var dá- semdarstaður og var það ekki síst Pétri að þakka því hann var iðinn við að snyrta og gera fallegt á lóð- inni. Hann hlóð skjólveggi, hlóðir og falleg gróðurbeð. Hann smíð- aði hús fyrir krakkahópinn sem nýttist til margvíslegra leikja. Pétur var ótrúlega hugmyndarík- ur og duglegur að fá okkur krakk- ana til að hjálpa til. Sumar- bústaðaárin eru meðal okkar bestu æskuminninga og leikur Pétur þar stórt hlutverk. Við erum þakklát fyrir það. Við sendum samúðarkveðjur til Halldórs, Eggerts og fjölskyldna þeirra. Katrín, Sigrún, Sólveig og Halldór Sölvi. Pétur Eggertsson ✝ Guðrún Rann-veig Péturs- dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 10. desember 1939. Hún lést 19. maí 2015 á Hrafnistu í Reykjanesbæ. Foreldrar henn- ar voru hjónin Pét- ur Guðjónsson frá Oddstöðum í Vest- mannaeyjum, f. 1902, d. 1982, og Lilja Sigfús- dóttir frá Egilsstaðakoti í Flóa, f. 1917, d. 1990. Guðrún átti átta systkini, þar af fimm hálfsystk- ini samfeðra. Móðir þeirra hét Guðrún Rannveig, sem Bíbí var síðan skírð eftir. Systkinin eru: Jónína Ósk, f. 1926, Guðlaug, f. 1928, Guðlaugur Magnús, f. 1931, Jóna Halldóra, f. 1933, og Guðjón, f. 1935, d. 1985. Alsystk- ini Bíbíar eru Árni, f. 1941, d. 1996, Brynja, f. 1946, og Herbjört, f. 1951, d. 1999. Hinn 10. október 1958 giftist hún Jó- el Guðmundssyni frá Háagarði í Vestmannaeyjum, f. 1936, d. 4.3. 1981. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur Eyjólf- ur, f. 1958, maki hans er Riduan. 2) Sævar Ingi, f. 1963. 3) Lilja, f. 1965, maki hennar Guðjón Vilm- ar Reynisson, þau eiga þrjú börn og eitt barnabarn. 4) Sigrún, f. 1969, maki hennar er Baldvin Vilhjálmsson, þau eiga samtals fimm börn og eitt barnabarn. Útför Guðrúnar fór fram frá Útskálakirkju í Garði 26. maí 2015. Ég vil fyrir hönd okkar fé- lagskvenna í Slysavarnadeildinni Unu í Garði skrifa nokkur minn- ingarorð um Guðrúnu R. Péturs- dóttur, fyrrverandi formann deildarinnar til 30 ára. Guðrún gekk í slysavarnadeild- ina stuttu eftir að hún flutti í Garðinn ásamt stórum hópi Vest- mannaeyinga eftir gosið í Eyjum. Stjórn deildarinnar hafði boðið henni ásamt fleiri konum frá Vestmannaeyjum á fund í deild- inni og var það gæfuspor fyrir okkur, því margar þeirra áttu eft- ir að starfa af krafti að slysa- varnamálum í byggðarlaginu allt fram á þennan dag. Guðrún tók fljótlega við for- mannsembættinu af Ásdísi Kára- dóttur og sinnti því starfi af mik- illi röggsemi og hugsjón. Ég starfaði með Guðrúnu í stjórninni í 24 ár og fylgdist með krafti hennar og dugnaði. Hún hélt allt- af stjórnarfundina á fallega heim- ilinu sínu og bar fram veitingar með kaffinu. Alltaf var glatt á hjalla í návist Guðrúnar, hún var létt í lund, glæsileg, hafði fallega framkomu og var góð fyrirmynd okkar fé- lagskvenna. Undir stjórn Guðrúnar stóð slysavarnadeildin ásamt öðrum félögum í Garðinum að góðum málum sem efldu félagsandann og stuðluðu að góðu mannlífi í bæn- um. Þar má nefna samstarf deild- arinnar, kvenfélagsins Gefnar og verkalýðs- og sjómannafélagsins í hátíðarhöldum sjómannadagsins. Öll félög í Garðinum stóðu til margra ára saman að hátíðar- höldum 17. júní og þrettánda- gleði. Ég minnist dugnaðar henn- ar og Brynju systur hennar við uppbyggingu leikvallar við Sæ- borgu sem sjómannadagsráð Garðs byggði upp af mikilli hug- sjón árið 1991. Þar unnu félagar við að tyrfa, smíða og helluleggja. Leikvöllurinn var síðan afhentur bænum við hátíðlega athöfn á sjó- mannadaginn og var það Guðrún sem afhenti völlinn með fallegri ræðu. Við Garðbúar eigum Guðrúnu mikið að þakka, hún lét svo margt gott af sér leiða í bænum okkar. Við sendum fjölskyldu Guðrúnar okkar innilegustu samúðarkveðj- ur og þökkum henni gefandi og gott samstarf að slysavarnamál- um. Kristjana H. Kjartansdóttir. Eftir eldgosið í Vestmannaeyj- um fluttist í Garðinn margt af Kirkjubæjarfólkinu. Þetta var allt sómafólk sem hefur sett sinn svip á bæinn, þar á meðal voru Guðrún og hennar fjölskylda. Ég minnist Lilju og Péturs, foreldra Guðrún- ar, með hlýju, þau voru prýðis- hjón, Pétur hafði húmorinn í lagi. Við Guðrún unnum saman í tæp 30 ár á Pósti og síma í Garði. Guðrún var dugleg og áreiðanleg og skilaði öllu vel sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var virk í fé- lagsmálum hér í Garðinum. Við samstarfskonurnar á póst- húsinu fórum stundum saman í leikhús og út að borða og einu sinni fórum við í ógleymanlega dagsferð til Grænlands. Þetta voru góðar samverustundir. Síðustu ár Guðrúnar hafa verið henni erfið vegna veikinda, þó átti hún góðan tíma á Garðvangi og naut félagsskapar Rúnars vinar síns, þar gátu þau farið saman út að ganga og nutu þess vel. Mér er efst í huga þakklæti fyr- ir okkar góða samstarf. Ástvinum Guðrúnar votta ég mína innilegustu samúð. Kristjana Þ. Vilhjálmsdóttir. Guðrún Rannveig Pétursdóttir Móðir mín, tengdamóðir og amma, KRISTÍN ÞORLEIFSDÓTTIR, Grandavegi 47, Reykjavík, lést 4. júní á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Grund. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. . Auður Guðjónsdóttir, Helgi Þorláksson, Kári Magnússon, Kristín Halla Helgadóttir. Hjartans þakkir fyrir samúð, kveðjur og hlýhug við andlát og útför okkar àstkæra HJÁLMARS STEFÁNSSONAR fyrrverandi útibússtjóra, sem jarðsunginn var frá Fossvogskirkju 4. júní. . Halla Haraldsdóttir, Haraldur Gunnar Hjálmarsson, Þórarinn Hjálmarsson, Bára Alexandersdóttir, Stefán Hjálmarsson, Unnur Stefansdóttir, Halla, Bjarki,Trausti, Tinna Mjöll, Hjálmar, Margrét, Trausti Snær og Hilmar Logi. Lokað verður eftir hádegi í dag, miðvikudag, vegnar útfarar Völu Ingimarsdóttur. Höfðatorgi, 15. hæð | 105 Rvk. Innilegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar systur minnar, HREFNU S. KARLSDÓTTUR, áður Stigahlíð 81, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sóltúns fyrir frábæra umönnun og hlýju. Fyrir hönd fjölskyldunnar, . Kristinn Karlsson. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hlýhug og samúð við fráfall okkar elskulegu GUÐRÚNAR BERGÞÓRSDÓTTUR vefnaðarkennara, Gullsmára 10, Kópavogi. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu í Brákarhlíð í Borgarnesi fyrir frábæra umönnun og hlýju undanfarin fimm ár. . Bjarni Johansen, Sigurlaug Halldórsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Anna Björk Bjarnadóttir, Tómas Holton, Guðrún Harpa Bjarnadóttir, Erlendur Pálsson, Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir, Halldór Heiðar Bjarnason, Lilián Pineda, Guðjón Már Magnússon, Steinunn Árnadóttir, Sigrún Ásta Magnúsdóttir, Steinar Már Sveinsson, Hákon Örn Magnússon, langömmubörn og systkini. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningargreinar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.