Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 93

Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 93
Vesturlandsvegar, og við gerð nokk- urra mislægra gatnamóta. Þá var hann ráðgjafi vegna fyrirhugðrar Sundabrautar í tíu ár. Er Sigurður hóf störf hjá ÍAV var hann verkefnastjóri fyrir byggingu Hörpu á árunum 2006-2011. Hann er nú framkvæmdastjóri yf- ir framkvæmdum ÍAV en meðal þeirra má nefna fangelsi á Hólms- heiði; Álftanesveg, Vaðlaheiðagöng, fjögur verkefni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Kílisverksmiðju í Helguvík, tengivirki á Akranesi, snjóflóðagarð á Ísafirði og jarð- gangaverkefni í Noregi. Sigurður lék handbolta með meistaraflokki Víkings um árabil, varð Íslandsmeistari 1986 og 1987, og bikarmeistari 1985 og 1986. Sigurður sat í stjórn Forverks og var framkvæmdastjóri þess 1997- 2001, sat í stjórn Reksturs og ráð- gjafar, Umsýnar, var stjórnarfor- maður Idega, í stjórn Línuhönnunar 2001-2006, var stjórnarformaður Káraborgar 2003-2005, í stjórn Fé- lags ráðgjafaverkfræðinga og situr í stjórn Greenland Prime Contractor (GPC) frá 2013. Sigurður var formaður kynning- arnefndar Verkfræðingafélags Ís- lands og Tæknifræðingafélags Ís- lands 1995-96, var fulltrúi í endurmenntunar- og símenntunar- nefnd VFÍ, TFÍ og SV 1996-97, er félagi í VFÍ, BVFÍ, FRV og Verk- efnastjórnunarfélaginu. Hann var formaður Handknattleiksdeildar Víkings 1998-2001. Áhugamál Sigurðar snúast um ferðalög og íþróttir: „Ég hef alltaf ferðast mikið en einungis innanlands á sumrin og vil þá helst liggja í tjaldi. Ég hef farið um allt landið nema Jökulfirði og Hornstrandir. Ég hef einnig farið víða um heim og hef yndi af að kynnast fjarlægum löndum og framandi menningu. Í seinni tíð hef ég svo verið að hjóla með góðum hópum, upp í Heið- mörk og til Þingvalla um helgar og auk þess í skipulegar lengri ferðir. Loks er ég í bridsklúbbi. Okkur fer ekkert fram í spilamennskunni en rækjusalatið verður sífellt betra hjá okkur.“ Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Þórdís Kjartansdóttir, f. 19.6. 1965, lýta- læknir. Dóttir Sigurðar og Þórdísar er Þórdís Lára Sigurðardóttir, f. 19.11. 2013. Barnsmóðir Sigurðar er Kristín Magnúsdóttir, f. 12.6. 1962, við- skiptafræðingur í Reykjavík. Börn Sigurðar og Kristínar eru Bjarki Már Sigurðsson, f. 10.11. 1996, nemi við MS, og Margrét Eva Sigurð- ardóttir, f. 17.10. 1999, að hefja nám við VÍ í haust. Synir Þórdísar eru Hjalti Pálsson, f. 6.6. 1991, nemi í viðskiptafræði í Róm, og Kjartan Pálsson, f. 13.2. 1996, nemi við VÍ. Systkini Sigurðar eru Kristín Vala Ragnarsdóttir, f. 27.3. 1954, prófess- or við HÍ; Halldór Páll Ragnarsson, f. 28.5. 1955, verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri MT Højgaard í Dan- mörku, og Margrét Dóra Ragnars- dóttir, f. 8.4. 1974, sálfræðingur og tölvunarfræðingur í Boston í Banda- ríkjunum. Foreldrar Sigurðar eru Ragnar Stefán Halldórsson, f. 1.9. 1929, verkfræðingur og fyrrv. forstjóri ÍSAL, og k.h., Margrét Kristín Sig- urðardóttir, f. 27.3. 1931, viðskipta- fræðingur. Úr frændgarði Sigurðar R. Ragnarssonar Sigurður R. Ragnarsson Sigríður Kristín Jóhannsdóttir húsfr. í Stóru-Sandvík Hannes Magnússon b. og framkv.stj. í Stóru- Sandvík í Flóa Kristín Hannesdóttir húsfr. í Rvík Sigurður Jónas Þorsteinsson búfr. og stórkaupm. í Rvík Margrét Kristín Sigurðardóttir viðskiptafr. Margrét Oddný Jónasdóttir húsfr. á Eyjólfsstöðum Þorsteinn Konráðsson b., smiður, kennari, oddviti, organisti og fræðim. á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, síðar skrifstofum. í Rvík Vilborg Elísabet Tærgesen saumakona í Rvík Sigfús Gíslason b. á Hofsströnd Halldóra Sigfúsdóttir skrifstofum. í Rvík Halldór Stefánsson alþm. og forstj. í Rvík Ragnar Stefán Halldórsson verkfr. og fyrrv. forstj. ÍSAL Ragnhildur Björg Methúsalemsdóttir húsfr. á Hjaltastað Stefán Pétursson pr. á Hjaltastað Blómarós í blómahafi Sigurður og yngri dóttirin, Þórdís Lára. ÍSLENDINGAR 93 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Ástráður Jón Sigursteindórssonfæddist í Reykjavík fyrir rétt-um hundrað árum. Foreldrar hans voru Sigursteindór Eiríksson verkamaður, og Sigríður Jónsdóttir, bæði ættuð úr Rangárþingi. Eiginkona Ástráðs var Ingibjörg Halldóra Jóelsdóttir sem lést árið 2008 og eignuðust þau þrjú börn, Val- geir sóknarprest, Sigurð rekstrar- stjóra og Herdísi hjúkrunarfræðing. Ástráður lauk stúdentsprófi frá MR 1935, embættisprófi í guðfræði frá HÍ 1939 og sótti auk þess víða nám, hér á landi og erlendis. Ástráður var framkvæmdastjóri KFUM. Hann hóf ungur kennslu, var skólastjóri Gagnfræðaskólans við Vonarstræti 1955-63, Réttarholtsskól- ans 1963-81 og starfsmaður Hins ís- lenska biblíufélags á árunum 1981-96. Ástráður sat í stjórn Skólastjóra- félags Reykjavíkur og var prófdómari við Kennaraháskóla Íslands, ritstjóri barnablaðsins Ljósberinn og meðrit- stjóri Bjarma um skeið. Ástráður beitti sér mjög að mál- efnum kristni og kirkju í landinu. Hann var formaður Skógarmanna KFUM, var forstöðumaður sunnu- dagaskóla KFUM um áratugaskeið, einn af stofnendum Kristilegs stúd- entafélags og stjórnarmaður þar um árabil. Þá sat hann lengi í stjórn KFUM í Reykjavík og var fyrsti for- maður Landssambands KFUM og KFUK, einn af stofnendum og stjórn- endum Bókagerðarinnar Lilju, sat í sóknarnefnd Laugarneskirkju um áratugaskeið og var lengi í stjórn Hins íslenska biblíufélags auk þess sem hann átti lengi sæti á Kirkju- þingi. Eftir Ástráð liggja umtalsverð ritstörf og greinar. Hann var kunnur og vinsæll fyrirlesari, hér heima og erlendis. Ástráður var sæmdur heiðurs- merki Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að kristindómsmálum og æskulýðsstörfum. Ástráður lést 20.7. 2003. Merkir íslendingar Ástráður Jón Sigursteindórsson 90 ára Anna Júlíusdóttir Helga Hermóðsdóttir 80 ára Hrafn Þórisson Jóhann B. Sigurgeirsson Kjartan Konráð Úlfarsson 75 ára Jónas Gestsson Kristín María Þorvaldsdóttir Páll Trausti Jörundsson 70 ára Aldís Gústafs Hermann Kristján Jónsson Ingi Magnfreðsson Jóhanna Guðnadóttir Sigrún Sigurðardóttir Sigurbjörg G. Jóhannesdóttir Sigvaldi Gunnarsson Þorleifur Ófeigur Jónsson Þórarinn Óskarsson Þórður Ólafsson 60 ára Björn Guðbjörnsson Dýrfinna Torfadóttir Ellert Vigfússon Gunnhildur Valgarðsdóttir Haraldur H. Guðmundsson Heiðrún Björk Guðbrandsdóttir Jónas Jónsson Jón Elías Jónsson Kristjana Svanh. Garðarsdóttir Randver Víkingur Rafnsson Sigurbjörg Halldórsdóttir Tryggvi Gunnarsson Wilhelm Steinarsson 50 ára Anna Þóra Bragadóttir Baldvin Örn Arnarson Benedikt Sigurðsson Guðrún Jóna Bragadóttir Herdís H. Ingimundardóttir Hjalti Dagsson Magnús Magnússon Malín Sirimekha Marianna Plodowska Nongnart Lue-U-Kosakul Ragna Ársælsdóttir Svandís Tryggvadóttir 40 ára Anna María Bjarnadóttir Arndís Th. Friðriksdóttir Einar Guðmar Halldórsson Gunnar Smári Steinþórsson Haddur Áslaugsson Jón Birgir Einarsson Jón Guðmundur Benediktsson Jón Hjörtur Harðarson Sigrún Eiríksdóttir Símon Bergsson Hjaltalín Stuart Fraser 30 ára Berglind Ósk Magnúsdóttir Guðrún Björg Ellertsdóttir Heiða Björk Árnadóttir Hjalti Axel Yngvason Hrafnhildur Guðmundsdóttir Malvina Elísabet Momuntjuk Til hamingju með daginn 30 ára Þorsteinn ólst upp á Borðeyri, býr í Reykja- vík, lauk stúdentsprófi frá Tækiniskólanum og starf- ar við Landsbankann. Unnusta: Brynja Ingi- marsdóttir, 1986, starfs- maður hjá VÍS. Sonur: Breki Snær, f. 2011. Foreldrar: Sveinn Karls- son, f. 1957, bifvélavirki með eigin verkstæði, og Guðný Þorsteinsdóttir, f. 1953, skrifstofumaður. Þorsteinn Ingi Sveinsson 30 ára Linda býr í Kópa- vogi og er fjármálastjóri hjá Einar P og Kó. Maki: Sigurður Rúnar Guðmundsson, f. 1982, byggingatæknifræðingur hjá Já – Verk. Börn: Amelía Ísól, f. 2010, og Tristan Styff, f. 2011. Foreldrar: Jónína Sess- elja Gísladóttir, f. 1969, nemi við HÍ, og Sigurður Styff, f. 1969, fyrrv. fram- kvæmdastjóri. Linda Marín Styff 30 ára Kristrún býr á Tálknafirði, lauk BA-prófi í félagsfræði og stundar nú MEd-nám í kennslufræð- um grunnskóla við HÍ. Maki: Arilíus Marteins- son, f. 1984, fangavörður við Litla-Hraun. Börn: Erla Maren, f. 2008; Ragna Evey, f. 2011, og Elmar Ottó, f. 2013. Foreldrar: Freyja Magn- úsdóttir, f. 1959, og Mar- inó Bjarnason, f. 1953. Kristrún Helga Marinósdóttir Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Hljóðeinangrandi glerveggir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.