Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 98

Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 98
98 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Kvikmyndin United Passions sem fjallar um sögu Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins (FIFA) var frumsýnd um liðna helgi í Banda- ríkjunum við litla hrifningu. Aðeins höfðu forsvarsmenn tíu kvik- myndahúsa áhuga á að sýna mynd- ina og heildarinnkoman fyrir liðna helgi var 80 þúsund ísl. kr. FIFA lagði alls rúmlega tvo milljarða kr. í gerð myndarinnar, sem hlotið hef- ur afleita umsögn gagnrýnenda. Meðal leikara eru Tim Roth, Sam Neill og Gerald Depardieu. Pínlegt sjálfsmark Óvinsæll Tim Roth sem Blatter. Óperan La Bohéme eftir Giacomo Puccini verður sýnd í beinni útsend- ingu frá The Royal Opera House í Há- skólabíói í dag kl. 18.15. „Óperan sló í gegn um leið og hún var frumsýnd í Torino á Ítalíu árið 1896 og fór eins og eldur í sinu um allan heim í kjöl- farið. Vinsældir óperunnar hafa síst dvínað þessi tæpu hundrað og tuttugu ár síðan hún var frumsýnd, því hún skipar enn fjórða sætið á lista yfir þær óperur sem eru oftast settar á svið,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá Senu sem stendur fyrir við- burðinum. Með hlutverk elskendanna Mímí- ar og Rodolfos fara Anna Netrebko og Joseph Calleja. Leikstjóri er John Copley og hljómsveitinni stýr- ir Dan Ettinger. La Bohéme sýnd í bíói Anna Netrebko AF LISTUM Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Jú, hann er alveg með’a ennþáhann Tom karlinn Jones, þaðsannaði hann heldur betur á tónleikum hér á landi á mánudags- kvöld. Hann er í fantaformi, bæði sem söngmaður og að líkams- burðum. Þeir eru ekki margir jafn- aldrar hans, 75 ára, sem halda hárri söngrödd svo lengi eða bera með sér þá reisn og þokka sem enn fylgir goðsögninni Tom Jones. Spengilegur og beinn í baki, sjálfs- öruggur en auðmjúkur, gekk hann inn á sviðið í stappfullri Laug- ardalshöll og fólk fagnaði innkomu goðsins gríðarlega. Ég hafði búist við að á þessum tónleikum yrði eng- inn undir 50 ára, en það var nú öðru nær, þarna var hellingur af yngra fólki sem greinilega tengdi vel við tónlist þessa síunga meistara.    Ég vissi ekki alveg hverjumætti eiga von á, óttaðist að þetta yrði eitthvað vandræðalegt, kannski væri hann tinandi gamal- menni sem væri búið að tapa því sem gerði það að stjörnu forðum, og hvað ef gamli maðurinn reyndi kannski að framkalla mjaðma- hnykkina sem hann var frægur fyr- ir? En strax við fyrsta lag kom í ljós að þessi ótti var algerlega ástæðu- laus. Hann hefur sko engu gleymt, gamla brýnið. Og hann er dásam- lega laus við hroka eða stjörnu- stæla, hann er algerlega hann sjálf- ur og nýtur þess greinilega að gera það sem honum finnst skemmtileg- ast, að eigin sögn, að syngja. Og það skilaði sér sannarlega til tónleika- gesta. Í fyrsta laginu var hann umluk- inn rauðum logum sem léku um stórt tjald í bakgrunni, enda söng hann um „burning hell“. Því næst renndi hann sér átakalaust í söng um viskí í röddinni og átti það vel við, því hún hefur bara batnað rödd- in hans með aldrinum þegar kemur að djúpu tónunum, algerlega ómót- stæðilegur víbringur. Og enga aukvisa var hann með á sviðinu, tíu manna þaulæft og þétt Eins og hjá góðum elskhuga Morgunblaðið/Eggert Engu gleymt Sir Tom Jones gaf ekkert eftir á tónleikunum í Laugardalshöll og heillaði gesti upp úr skónum. band þar sem hver hljóðfæraleikar- inn var öðrum liprari, hvort sem það var við að blása í saxófón, lemja húðir, fara fingrum um hljómborð eða plokka bassa og gítar. Nikka, munnharpa og risa túba komu einn- ig við sögu og nýjar útsetningar á gömlu lögunum komu virkilega vel út. Þetta var því sannkölluð tóna- veisla þar sem Tom Jones leyfði hljómsveitarmeðlimum að njóta sín, þeir tóku sóló þegar við átti.    Eftir fjögur lög spjallaði höfð-inginn lítillega við gesti sína, sagðist glaður að vera kominn aftur til Íslands, sem honum finnst dásamlegur staður, en hingað kom hann fyrir 25 árum og hélt þá líka tónleika. Hann tjáði okkur að laga- valið yrði bland af nýju efni á nýjum diski og gömlu góðu lögunum. Og í framhaldinu tók hann fantagott lag af nýja diskinum, sem hentaði radd- sviði hans einstaklega vel, og sagði þar frá blíðum vörum og hröðum hjartslætti. Jú, hann er klárlega maður ástarsöngvanna. Næstu tónar ærðu salinn þegar upphafsstefið í „Delilah“ hljómaði, en hljóðnaði svo óvænt og sá gamli sagði stríðnislega: „Þið munuð fá allt sem þið viljið, bara ekki strax,“ og svo skellti hann í kynbombuna, „Sex Bomb“ og þá gátu nú sumir ekki lengur setið kyrrir og fólk stóð upp og fór að dansa þar sem þess var kostur. Hann var allur að hitna karlinn og sama mátti segja um sal- inn. Hann byggði upp þessa tón- leika eins og góður elskhugi, byrj- aði með sterkri innkomu, hægði svo aðeins á sér, gaf í skyn hvers mætti vænta og stríddi svolítið, óx og efld- ist með hverju lagi. Það var stöðugt ris og hann endaði á sprengju. Mig hafði ekki órað fyrir þessum krafti í gamla manninum. Þetta er allt þarna ennþá, ástríðan, einlægnin og hjartahlýjan.    Persónulega fannst mér lang-flottasti „performansinn“ hjá honum þetta kvöld þegar hann söng lagið um Elvis vin sinn. Kannski af því ég las rétt fyrir tónleika gamalt viðtal við hann þar sem hann segir frá góðri vináttu þeirra félaga. Það var einhver einstök einlægni í þessu lagi og færri hljóðfæraleikarar voru með honum á sviðinu en í mörgum hinum lögunum. Hann naut sín til fullnustu, og söngurinn og túlkunin var frá dýpstu hjarta- rótum. Eins og við var að búast ærðist salurinn í hvert sinn sem gömlu góðu lögin komu, „Green green grass of home“, „It’s not unusual“, „You can leave your hat on“, o.s.frv. Hann söng sleitulaust í rúmlega einn og hálfan tíma, tók svo þrjú uppklappslög, James Bond-lagið „Thunderball“, Prince-lagið „Kiss“ og að lokum á fullu blasti gospel-, blús- og búgílagið „Strange things happening every day“. Þá voru allir löngu staðnir upp og fólk dansaði og dillaði sér af miklum móð. Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna en að lokum hneigði goðið sig í auðmýkt ásamt hljómsveit- armeðlimunum tíu, bauð góða nótt og bað Guð að blessa okkur. Ég gekk út í bjart sumar- kvöldið, upptendurð. Hafði bara ekki átt von á þessari dásemd. » Það var stöðugt risog hann endaði á sprengju. Mig hafði ekki órað fyrir þessum krafti í gamla manninum. Önnur breiðskífu hinnar farsælu og víðfrægu íslensku hljómsveitar Of Monsters and Men (OMAM), Beneath The Skin, er komin út hér á landi og inniheldur íslenska útgáfan lögin „Backyard“ og „Winter Sound“ sem eru ekki á erlendu útgáfunni en eru þó á viðhafnarútgáfu plötunnar. Upptökustjórinn Rich Costey vann með hljómsveitinni að plötunni en hann hefur m.a. unnið með hljóm- sveitum á borð við Muse, Death Cab for Cutie, Foster The People og Int- erpol. OMAM er þessa dagana á tón- leikaferðalagi og leikur m.a. á tveimur tónleikum í Hörpu í ágúst og er uppselt á báða. Fyrsta breið- skífa OMAM, My Head is an Animal, kom út árið 2011 og hefur selst í tveimur milljónum eintaka á heims- vísu. Dómar eru farnir að birtast um plötuna nýju í erlendum miðlum og hlýtur hún meðaltalseinkunnina 60 af 100 á vefnum Metacritic. Meðal hinna jákvæðu eru rýnar DIY, The Line of Best Fit og Entertainment Weekly en rýnar Q og Consequences of Sound eru öllu neikvæðari. Þess ber þó að geta að dómarnir eru að- eins sjö talsins. Velgengni OMAM sló í gegn erlendis vorið 2012 þegar fyrsta plata sveitarinnar náði sjötta sæti á bandaríska breiðskífulistanum Billboard. Beneath The Skin gefin út á Íslandi Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími: 551-3033 Flottir í fötum Frábært úrval af útskriftar jakkafötum frá Bertoni og JAY-PI herraskór Oban Tanton Taddley
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.