Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 104

Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 104
104 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta er mikil og dramatísk efnis- skrá með áhugaverðri uppbygg- ingu,“ segir Kristín Mjöll Jakobs- dóttir, einn aðstandenda Klassík í Vatnsmýrinni, en aðrir tónleikar í tónleikaröðinni verða haldnir í kvöld, miðvikudaginn 10. júní, klukkan 20 í Norræna húsinu. Þar munu Finn- arnir Marko Ylö- nen, sem kemur til með að leika á selló, og píanó- leikarinn Martti Rautio stíga á svið. Hafa unnið mikið saman „Tvímenning- arnir eru báðir í fremstu röð. Ylö- nen er staddur hér á landi til að kenna við Al- þjóðlegu tónlist- arakademíuna í Hörpu en tónleik- arnir eru haldnir í samstarfi við hana. Heima fyrir starfar hann sem prófessor við Síbelíusar-akadem- íuna. Ylönen hefur leikið mikið í gegnum tíðina og verið mikið í kammermúsík auk þess sem hann hefur átt flottan sólóferil. Síbelíusar- akademían er mjög virt og það tekur langan tíma að komast þar að, það segir nokkuð um hans ágæti,“ segir Kristín Mjöll. Martti Rautio, sem starfar einnig við Síbelíusar-akademíuna sem fyr- irlesari í kammertónlist, heldur yfir fimmtíu tónleika á hverju ári um all- an heim. Tvímenningarnir hafa starf- að mikið saman undanfarin ár og gef- ið út hljómdiska með fjölbreyttri tónlist fyrir selló og píanó. Tónverkin sem þeir flytja eru samin rétt fyrir og um fyrri heimstyrjöld, eða frá ár- unum 1912 til 1915, og eru eftir tón- skáldin Síbelíus, Prokofiev, Kodaly, Janacek, Webern og Debussy. Starfsárið helgað söngkonum Klassík í Vatnsmýrinni er tón- leikaröð Félags íslenskra tónlistar- manna – klassískrar deildar FÍH í samvinnu við Norræna húsið. Tón- leikaröðin leggur áherslu á norrænt og alþjóðlegt samstarf. Markmiðið með tónleikaröðinni er að gefa áheyrendum tækifæri til að hlýða á fyrsta flokks innlenda og erlenda listamenn með áherslu á einleik- arann annars vegar og kamm- ertónlist hins vegar. „Tónleikaröðin leggur áherslu á einleikara, þá sérstaklega á alþjóð- lega vísu. Að því leyti eru tónleikar finnsku tvímenninganna í samræmi við það sem við höfum verið að leggja upp með og það sem koma skal. Við verðum þó með nokkrar söngkonur síðar á árinu, tónleikarnir að þessu sinni gefa kannski ekki tóninn fyrir restina á árinu þegar litið er til þess,“ segir hún en starfsárið 2015 verður að hluta til helgað söngkonum í til- efni af því að hundrað ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Nokkrir tónleikar á döfinni „Þetta er því kannsi hálfgert kvennaár hjá okkur. Við stillum þessum finnsku körlum þó upp á móti konunum,“ segir Kristín Mjöll. Í september mun sænska sópran- söngkonan Gitta-Maria Sjöberg og danski píanóleikarinn Irene Hasager halda tónleika á vegum tónleikarað- arinnar. Jón Sigurðsson leikur síðan heila dagskrá með verkum eftir hið merka píanótónskáld Alexander Scriabin í október en hundrað ár eru liðin frá því að hann lést. Starfsárinu kemur síðan til með að ljúka í nóv- ember með því að Auður Gunn- arsdóttir sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari flytja óp- eruna Mannsröddin eftir Francis Poulenc. Miðar á tónleika kvöldsins eru seldir við innganginn. Sellóleikari Ylönen starfar líka sem prófessor við Síbelíusar-akademíuna. Dramatík í dag- skrá tvímenninga  Marko Ylönen og Martti Rautio með tónleika í Norræna húsinu í kvöld Martti Rautio Kristín Mjöll Jakobsdóttir Stórfyrirtækið Apple hefur kynnt til sögunnar nýtt „app“, þ.e. smá- forrit, sem nefnist Apple Music og mun keppa við tónlistarstreymis- veitur á borð við Spotify og Tidal. Með Apple Music mun fólk geta streymt lögum og tónlistarmynd- böndum, hlustað á netútvarpsstöð- ina Beats 1 sem stýrt verður af þekktum plötusnúðum og þátta- gerðarmönnum úr útvarpi og tón- listarmenn munu geta deilt óút- gefnum lögum sínum og öðru efni með notendum. Þá geta notendur notið þeirrar þjónustu að láta mæla með tónlist fyrir sig og þá bæði af starfsmönnum Apple og þar til gerðum forritum. Apple Music verður hleypt af stokkunum 30. júní í yfir 100 löndum og mun mán- aðaráskrift kosta það sama og að Spotify, 9,99 dollara og 14,99 doll- ara fyrir allt að sex manna fjöl- skyldu, tæpar 2.000 krónur. Tónlist Tim Cook, forstjóri Apple, kynnti Apple Music í fyrradag. Apple keppir við Spotify og Tidal AFP San Andreas 12 Jarðskjálfti ríður yfir Kaliforníuríki og þarf þyrlu- flugmaðurinn Ray að bjarga dóttur sinni. Metacritic 43/100 IMDB 6,7/10 Laugarásbíó 20.00 Sambíóin Álfabakka 17.30, 17.30, 18.30, 20.00, 20.00, 21.00, 22.30, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 17.30, 20.00, 22.30 Tomorrowland 12 Casey er venjuleg stelpa sem finnur nælu sem leiðir hana í framtíðarheim þar sem gáfaðasta fólk heims reynir að bæta framtíð mannkyns. Metacritic 60/100 IMDB 6,9/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 17.20 Sambíóin Akureyri 17.30 Sambíóin Keflavík 17.20 Spy 12 Susan Cooper er hógvær starfsmaður CIA; hún vinnur í greiningardeildinni en er í rauninni hugmyndasmiður- inn á bak við hættulegustu verkefni stofnunarinnar. Metacritic 84/100 IMDB 7,4/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Smárabíó 17.30, 20.00, 22.40 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Good Kill 16 Herflugmaðurinn Thomas Eg- an hefur þann starfa að ráð- ast gegn óvinum Bandaríkj- anna með drónum sem hann flýgur úr öruggu herstöðv- arskjóli, fjarri átakasvæðinu sjálfu. Metacritic 65/100 IMDB 6,3/10 Sambíóin Álfabakka 22.55 Hot Pursuit 12 Vanhæf lögreglukona þarf að vernda ekkju eiturlyfjasala fyrir glæpamönnum og spilltum löggum. Metacritic 49/100 IMDB 3,2/10 Sambíóin Kringlunni 18.00, 20.00 Avengers: Age of Ultron 12 Þegar Tony Stark reynir að endurvekja gamalt friðar- gæsluverkefni fara hlutirnir úrskeiðis og það er undir Hefnendunum komið að stöðva áætlanir hins illa Ultrons. Morgunblaðið bbbmn IMDB 9,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.00, 20.00. Pitch Perfect 2 12 Stúlkurnar í sönghópnum The Barden Bellas eru mættar aftur. Morgunblaðið bbbmn IMDB 7,2/10 Smárabíó 20.00, 22.30 Child 44 16 Brottrekinn sovéskur herlög- reglumaður rannsakar rað- morð á börnum. Morgunblaðið bmnnn IMDB 5,8/10 Sambíóin Kringlunni 22.00 Loksins heim Geimveran seinheppna Ó kemur til jarðar og hittir hina ráðagóðu Tátilju, sem sjálf leitar móður sinnar sem rænt var af geimverum. Metacritic 48/100 IMDB 6,7/10 Smárabíó 15.30, 17.45 Ástríkur á Goðabakka Júlíus Sesar ákveður að reisa glænýja borg til að um- kringja Gaulverjabæ. IMDB 7,0/10 Smárabíó 15.30 Ópera: La Bohéme Háskólabíó 18.15 Fúsi 10 Fúsi er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og fátt kemur á óvart. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 64/100 IMDB 7,7/10 Bíó Paradís 18.00 Human Capital Bíó Paradís 22.15 Still Alice Bíó Paradís 18.00 The New Girlfriend Bíó Paradís 20.00 Mr. Turner Bíó Paradís 20.00 Wild Tales Bíó Paradís 17.45 What We Do in the Shadows Bíó Paradís 23.00 The Arctic Fox- Still Surviving Bíó Paradís 20.00, 21.00 París Norðursins Bíó Paradís 22.00 Upplýsingar og ábendingar sendist á netfangið bio@mbl.is Kvikmyndir bíóhúsanna Eftir að heimurinn hefur gengið í gegn- um mikla eyðileggingu er hið mannlega ekki lengur mannlegt. Í þessu umhverfi býr Max, fámáll og fáskiptinn bardaga- maður. Morgunblaðið bbbbn Metacritic 88/100 IMDB 9,3/10 Sambíóin Álfabakka 17.20, 20.00, 22.40 Sambíóin Egilshöll 20.00, 22.30 Sambíóin Akureyri 20.00, 22.30 Mad Max: Fury Road 16 Bræðurnir Gummi og Kiddi eru sauð- fjárbændur og hafa ekki talast við áratugum saman. Morgunblaðið bbbbm Metacritic 83/100 IMDB 8,2/10 Laugarásbíó 16.00, 18.00, 20.00 Smárabíó 20.00, 22.10 Borgarbíó Akureyri 17.40 Hrútar 12 Á eyjunni Isla Nublar hefur nú ver- ið opnaður nýr garður, Jurassic World. Viðskiptin ganga vel þang- að til að nýræktuð risaeðlutegund ógnar lífi fleiri hundruð manna. IMDB 8,6/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.35 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00, 22.35 Sambíóin Keflavík 20.00 Smárabíó 15.30, 17.15, 17.15, 20.00, 20.00, 22.40, 22.40 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 Jurassic World 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.