Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 105

Morgunblaðið - 10.06.2015, Page 105
MENNING 105 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 FRÁ FRAMLEIÐANDANUM STEVEN SPIELBERG KEMUR EIN FLOTTASTA MYND SUMARSINS POWERSÝNING KL. 10:35 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is Bindi og pökkunarlausnir Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna fyrir allan iðnað STÁLBORÐAR Ísfell er með margar gerðir bindivéla fyrir stál- og plastborða. Handbindivélar, hálfsjálvirkar og alsjálfvirkar einnig brettavafningsvélar fyrir plastfilmur. HÁLFSJÁLFVIRK BINDIVÉL SJÁLFVIRK BINDIVÉL HANDBINDIVÉLAR BRETTAVAFNINGS- VÉLAR POLYESTER OG PLAST BORÐAR Kvikmyndagagnrýnandi The Guardian, Benjamin Lee, gefur nýj- ustu kvikmynd Benedikts Erlings- sonar, The Greatest Shows on Earth: A Century of Funfairs, Circu- ses and Carnivals, fjórar stjörnur af fimm mögulegum, en myndin var frumsýnd á heimildarmynda- hátíðinni Sheffield Doc/Fest sem lýkur í dag. Lee bendir á að Benedikt sé ásamt listrænu teymi sínu óhræddur við að draga fram hinar myrkari hliðar skemmtanabransans, sem innihaldi m.a. dýraníð, kynferðislega hlut- gervingu kvenna og illa meðferð á börnum. „Heilt yfir er myndin samt lof- söngur um hugvitssamlega list- sköpun, raunverulega skemmtun og gleðina sem felst í því að deila hvoru tveggja með áhorfendum,“ segir Lee og tek- ur fram að áður óbirt myndefnið bjóði upp á meiri spennu en al- mennt sjáist í spennumyndum úr smiðju Holly- wood, enda mun meira í húfi þeg- ar gengið sé á línu. Um tónlist myndarinnar, sem þeir Georg Hólm og Orri Páll Dýrason úr Sigur Rós sömdu í samvinnu við Hilmar Örn Hilmarsson, segir Lee að hún framkalli gæsahúð. Hrósar hann þeim sérstaklega fyrir mikla fjölbreytni í tónlistarsköpun sinni, sem kallist vel á við myndefnið. Lofsöngur um sirkus Benedikt Erlingsson Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta var í raun taktísk ákvörðun,“ segir Andri Már Enoksson, með- limur hljómsveitarinnar Vök, um þá ákvörðun sveitarinnar að gefa út þröngskífuna Circles sem kom út fyrir skemmstu. „Við höfum mikið verið að líta til hátíða er- lendis og verið í samskiptum við umboðsmenn og plötufyrirtæki. Okkur var ráð- lagt að það væri eftirsóknarverðara, t.d. fyrir plötufyrirtæki, ef hljóm- sveitin væri ekki búin að gefa út sína fyrstu breiðskífu. Okkur langaði hins vegar að gefa út efni og við vor- um ekki tilbúin að gera breiðskíf- una,“ segir hann. Gott að vinna með Bigga Veiru Biggi Veira vann með Vök að smá- skífunni og segir Andri Már sam- starfið hafa gengið einkar vel. „Það var frábært að vinna með honum, margt sem maður lærði. Það flæða upp úr honum góðar hug- myndir. Það var líka mjög gaman að sjá það hvernig hann vinnur og hvernig hann semur sitt stöff, góð hugmyndafræði þar að baki. Það væri mjög gaman að vinna áfram með Bigga en það er mikið að gera hjá GusGus svo við verðum eiginlega bara að sjá til hvað gerist,“ segir hann. Andri Már segir Vök hafa þroskast mikið frá því að sveitin vann Músíktilraunir árið 2013. „Ég myndi segja að við værum allt önnur sveit eftir þetta vinnslu- ferli. Í grunnin er þetta náttúrlega sama sveitin en við erum búin að læra svo mikið á svo stuttum tíma. Við vissum ekkert hvernig það var að standa í því að spila á tónleikum, vera í upptökum og slíku, í raun viss- um við ekki neitt. Við þurftum að vera fljót að læra hvernig hlutirnir virkuðu,“ segir hann. Fjöldi hátíða í sumar „Við erum að vinna í breiðskífu um þessar mundir, semja efni og að taka upp. Við erum einnig að und- irbúa tónleika á hátíðum sem við er- um að fara að spila á erlendis í sum- ar, þær eru tæplega tíu. Við munum til að mynda koma fram á Hróars- keldu í Danmörku og á Positivus- hátíðinni í Lettlandi. Síðan verðum við á minni festivölum hér og þar,“ segir hann en sveitin mun einnig koma fram hér á Íslandi í sumar. „Við komum til með að spila með Ásgeiri í Hörpu hinn 16. júní, svo stefnum við að því að halda útgáfu- partý fyrir Circles 24. júní áður en við höldum erlendis,“ Andri Már að lokum. Vök Hefur þroskast mikið frá því hún vann Músíktilraunir árið 2013. Allt önnur sveit en sigraði Músíktilraunir  Vök gefur út þröngskífuna Circles  Leika m.a. á Hróarskeldu í sumar Kvikmyndin Jurassic World verður frumsýnd í bíó í dag, fjórða mynd- in í syrpunni sem hófst með kvik- mynd Steven Spielberg, Jurassic Park, eða Júragarðurinn, árið 1993. Sögusvið Jurassic World er eyjan Isla Nublar, líkt og í fyrstu myndinni. Stóð þar til að opna Júragarð með risaeðlum en sú áætlun fór eftirminnilega út um þúfur þegar eðlurnar sluppu laus- ar. Nýr, stærri og fjölbreyttari garður hefur nú verið opnaður, nefndur Jurassic World, og fer allt friðsamlega fram þar til nýræktuð risaeðlutegund fer að ógna lífi hundraða manna. Öryggisáætlun er hrundið í framkvæmd og felst hún m.a. í því að senda tamdar snareðlur og fleiri eðlur til að berjast við þær nýju. Leikstjóri er Colin Trevorrow og með aðal- hlutverk fara Chris Pratt, Judy Greer og Ty Simpkins. Enga sam- antekt á dómum er að finna um myndina. Risaeðlurnar snúa aftur Júraheimur Úr kvikmyndinni Jurassic World sem verður frumsýnd í dag. Bíófrumsýning
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.