Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 24
Föstudagur 28. nóvember 200824 Fókus u m h e l g i n a Glæpasagan með öllu sem henni til- heyrir; morðum, ofbeldi, spillingu, vændi, dópi og sukki hefur notið gríðarlegrar lýðhylli í gegnum tíðina og hún hefur verið einn af burða- rásum afþreyingarmenningarinn- ar í bíó, bókum og sjónvarpi. Hún hefur þó ekki þótt neitt sérstaklega merkileg bókmenntagrein og þeir höfundar sem leggja sig niður við að skrifa reyfara hafa ýmissa hluta vegna yfirleitt verið settir skörinni neðar en aðrir. Reyfararnir voru líka ekki neitt sérstaklega fínn pappír, í bókstaflegri merkingu, eins og sást best á blómatíma hennar í Banda- ríkjunum í kringum 1940 þegar þeir voru prentaðir á lélegan pappír og voru kenndir við „pulp“. Kiljan var sú umgjörð sem þótti sæma reyf- urunum best og þrátt fyrir ótvíræða hæfileika voru höfuðpáfar greinar- innar, þeir Dashiell Hamett og Ra- ymond Chandler, hálfgerðar horn- kerlingar í bókmenntaheiminum og ætla má að yrkisefnið og almennar vinsældir bókanna hafi ráðið miklu þar um. Bækur sem eru boðlegar sauðsvörtum almúganum geta varla verið bókmenntir. Eða hvað? Í upphafi var morðið en lítill áhugi Íslenskar glæpasögur urðu að tísku- bólu undir lok síðustu aldar og fyr- irferð þeirra á íslenskum bókamark- aði er slík að ýmsum ofbýður. Ekki síst þeim sem telja reyfara í eðli sínu ómerkilegan skáldskap. Uppgangur íslensku glæpasögunnar á síðustu árum er öðrum fremur Arnaldi Ind- riðasyni að þakka en í kjölfar þess að hann rauf múrinn og fór að selj- ast í bílförmum runnu aðrir krimm- ahöfundar á blóðbragðið. Þrauta- ganga íslenska krimmans, sem lauk með ríkulegri uppskeru Arnaldar og fleiri höfunda, er þó býsna löng. Krimminn hefur þó verið að gerjast í íslenskum bókmenntum um ára- tugaskeið. Íslenskur Sherlock Hol- mes skaut til dæmis upp kollinum árið 1910 og árið 1926 kom íslenska leynilögreglusagan Húsið við Norð- urá eftir Guðbrand Jónsson út. Árið 1978 kynnti Gunnar Gunnarsson lögreglumanninn Margeir til sög- unnar í bókinni Gátan leyst og fylgdi henni eftir með Margeiri og spaug- aranum ári síðar. Gunnar hefur nú snúið aftur á refilstigu glæpasög- unnar en hann sendi nýlega frá sér reyfarann Af mér er það helst að frétta... Nennir ekki löggum og bófum „Ég réðst í að skrifa þessa bók vegna fjölda áskorana,“ segir Gunnar. „Meiningin var að þetta yrði hefð- bundinn reyfari en missti áhugann á því þannig að þetta varð að ein- hvers konar leit að glæpamannin- um í mínu eigin hjarta. Sagan fjallar um mann sem er hrakinn út í horn vegna eigin heimsku og skulda og eina leiðin út úr þessu að hans mati er að fremja morð.“ Af mér er það helst að frétta... segir frá fréttamanni sem hefur rót- að sér í slíkar skuldir og vandræði að honum finnst öll sund lokuð. Hálf- bróðir hans bendir honum á auð- velda leið út úr vandanum en til þess að losa sig þurfi hann aðeins að drepa eitt stykki „skíthæl“. Gunn- ar fetar því allt aðrar slóðir í glæpa- skáldskap sínum nú en hann gerði á síðustu öld þegar hann skrifaði hefðbundnar löggusögur. „Arnald- ur og þeir eru flottir en ég er ekki mjög spenntur fyrir löggum og bóf- um. Finnst það eiginlega frekar leið- inlegt,“ segir Gunnar og bætir því við að alvöruglæpir séu nefnilega þess eðlis að þeir komist ekkert endilega alltaf upp. Með því að velja sér sjónarhorn manns sem íhugar að fremja morð fær hann óneitanlega meira svig- rúm en í lögreglusögu þar sem kraf- an um að löggan uppfylli skyldur sínar og leiði málin til lykta í bókar- lok er ekki til staðar. Breyttir tímar Þegar Margeir glímdi við sín saka- mál fyrir þremur áratugum þótti íslenskur raunveruleiki ekki bein- línis renna styrkum stoðum und- ir íslenskar glæpasögur. Þetta þyk- ir hins vegar ekki svo galið lengur enda er sollurinn í Reykjavík kom- inn á heimsmælikvarða með op- inskárri umræðu um klám, vændi, nektardans, dóp, handrukkara, kyn- ferðisafbrotamenn og meinta land- læga spillingu sem gerjast í neðstu lögum samfélagsins og teygir sig upp í hæstu hæðir, eða niður, allt eftir því hvernig á það er litið. Gunn- ar er í þeirri sérstöku stöðu að hafa reynt við reyfarann í saklausri fortíð- inni og ruddalegum samtímanum. Hann segist ekki hafa verið þjakaður af glæpaleysi og sakleysi þjóðarinn- ar þegar Margeir var upp á sitt besta en þó sé hann vissulega að skrifa sig inn í allt annan veruleika núna. „Þetta er gersamlega breytt þjóð- félag og breyttur hugsunarháttur, þess vegna fór ég að fikta við þetta aftur. Í starfi mínu er ég fréttamað- ur og mér finnst það algerlega heill- andi en stundum langar mann að hafa fréttaskýringuna svolítið dýpri og kannski var ég að semja svoleiðis fréttaskýringu. Skoða það sem er að baki fréttunum,“ segir Gunnar sem er einn af umsjónarmönnum Speg- ilsins í Ríkisútvarpinu. „Mér fannst ekkert erfitt að skrifa sögurnar um Margeir en þá var kannski samfélagið ekki alveg mót- tækilegt fyrir svona frásögnum af afbrotum. Almenn hversdagsleg af- brot voru kannski aðallega einhver fyllirísvitleysa en eins og við vit- um nú eru miklu alvarlegri glæpir framdir. Þegar rannsóknarnefndir taka til starfa eftir þetta bankahrun mun til dæmis margt sérkennilegt koma í ljós.“ Margeir ekki dauður úr öllum æðum Þegar Gunnar er spurður hvort hann hafi ekki viljað tefla Margeiri fram á nýjan leik segir hann það vissulega hafa kitlað. „Hann er nú eiginlega lifnaður við og honum bregður aðeins fyrir í þessari bók. Hann er kominn á eftirlaun og er orðinn veiðivörður. Mig langar að hafa hann áfram í næstu bók,“ segir Gunnar sem er þegar farinn að huga að framhaldinu. „Þetta er einhvers konar ávani og það er ekki hægt að hætta,“ segir Gunnar og bætir við að hann geri ráð fyrir að fara í aðrar átt- Picasso ræddur Helgi Þorgils Friðjónsson, myndlistarmaður og sýningarstjóri sýningarinnar Picasso á Íslandi í listasaFni Árnesinga í Hveragerði, ræðir við gesti um sýninguna og skapar umræður meðal þeirra um verkin og markmið sýningarinnar á sunnudaginn. spjallið hefst klukkan 15. Hinn heimsfrægi píanóleikari, Philip Jenkins, leikur sem gest- ur Tríós Reykjavíkur, ásamt Guð- nýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Sigurgeiri Agnarssyni selló- leikara, á tónleikum í Hafnarborg á sunnudaginn. Yfirskrift tónleik- anna er Klassík við kertaljós og á efnisskránni verður dúett fyrir fiðlu og selló eftir Joseph Haydn, són- ata fyrir fiðlu og píanó eftir Robert Schumann og píanótríó í B-dúr eft- ir Franz Schubert. Philip Jenkins er mörgum Ís- lendingum að góðu kunnur en hann starfaði á Akureyri um tíma snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Seinna varð hann prófessor við Royal Academy of Music í Lond- on og yfirmaður píanódeildar við Royal Scottish Academy of Music í Glasgow, en kennir nú við hinn virta Guildhall School of Music í Lundúnum. Philip er mjög eftir- sóttur kennari og heldur reglulega mastersnámskeið í Evrópu, Banda- ríkjunum og Austurlöndum fjær. Tríó Reykjavíkur kemur nú fram nítjánda árið í röð í samvinnu við Hafnarborg, menningar- og lista- miðstöð Hafnarfjarðar. Á þessum tíma hefur tríóið haldið marga tugi tónleika í Hafnarborg, frumflutt fjölda nýrra verka auk þess að gefa áheyrendum sínum ávallt kost á að heyra hin hefðbundnu verk gömlu meistaranna. Tríóið var stofnað árið 1988 af Halldóri Haraldssyni píanóleikara, Guðnýju Guðmunds- dóttur og Gunnari Kvaran sellóleik- ara. Seinna tók Peter Maté píanó- leikari við af Halldóri. Á ferli sínum hefur tríóið komið fram á fjölmörg- um tónleikum víða. Hljóðritanir með leik tríósins hafa verið leiknar víða á evrópskum útvarpsstöðvum. Góður gestur spilar með Tríói Reykjavíkur um helgina: Heimsfrægur píanóleikari í Hafnarborg Fjölskyldu- Friður Opin listsmiðja og notaleg samveru- stund fyrir börn og fullorðna verð- ur í Viðeyjarstofu á sunnudaginn frá klukkan 14 til 17. Í smiðjunni er unnið út frá friðarsúlu Yoko Ono og orðunum „Hugsa sér frið“ sem áletr- uð eru á 24 tungumálum á súluna. Þátttakendur velja sér setninguna á einu tungumáli og festa hana á hvít kerti sem verða á staðnum. Umsjón með listsmiðjunni hefur Alma Dís Kristinsdóttir hjá Listasafni Reykja- víkur og um þrjúleytið mun Gunnar Hersveinn heimspekingur mæta í smiðjuna og fjalla um hugtak- ið „Imagine Peace“. Ferjutollur og þátttökugjald er 800 krónur fyrir full- orðna og 400 krónur fyrir börn. inn og út með hlyni Hlynur Hallsson skoðar sýninguna Út / Inn með gestum, segir frá til- urð hennar og fyrri verkum sínum í Hafnarhúsinu á sunnudaginn klukkan 15. Síðan verður gengið í verslanir og þjónustufyrirtæki sem taka þátt í verkefninu. Sýning Hlyns felur í sér að sýna verk úr safneign Listasafns Reykjavíkur í nýju og óhefðbundnu umhverfi og á sama tíma að varpa nýju ljósi á viðtekna hluti allt í kring- um okkur og stilla þeim upp sem safngripum innan veggja safnsins. Verkin sem Hlynur hefur valið úr safneigninni eru fjölbreytt; allt frá öndverðri síðustu öld til okkar daga og eru eftir listamenn allt frá Gunnlaugi Blöndal til Gjörninga- klúbbsins. með börnin á saFnið Rakel Pétursdóttir safnafræðing- ur verður með leiðsögn fyrir alla fjölskylduna um sýninguna Ást við fyrstu sýn í Listasafni Íslands á sunnudaginn. Hér geta því bæði börn og fullorðnir komist í kynni við einstök verk eftir marga helstu listamenn Vesturlanda á 20. og 21. öld. Í tilefni aðventunnar mun Rakel skoða sérstaklega verk franska mál- arans Georges Rouault og þýska myndhöggvarans Stephans Balken- hol. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna til að fá útrás fyrir sköp- unarþörfina og búa til jólakort eða jólaskraut á jólatréð á Vinnustofu barna á jarðhæð. Leiðsögnin hefst klukkan 14. Meistari að störfum Philip Jenkins á glæsilegan feril sem píanóleikari. MYND SigtrYggur Ari Fréttamaðurinn gunnar gunnarsson úr Spegli Ríkisútvarpsins skrifaði tvær glæpasögur um lögreglumanninn Mar- geir fyrir þremur áratugum, löngu áður en glæpasögur úr íslenskum veruleika þóttu gjaldgengar á bókamarkaði. Hann snýr nú aftur á fornar glæpaslóðir í ger- breyttu umhverfi. Glæpasagan er orðin að tískufyrirbæri á Íslandi og raunveru- leikinn er orðinn harðari og grimmari þannig að ekki skortir reyfarahöfunda yrkisefnin ólíkt því sem var þegar Mar- geir fór á stúfana. Gunnar hafði þó ekki áhuga á því að skrifa lögreglusögu og segir í bókinni Af mér er það helst að frétta... frá fréttamanni sem hyggst leysa öll sín vandamál með því að fremja morð. Samtímaspegill glæpasögunnargunnar gunnarsson nýtir sér vinnu sína sem fréttamaður til þess að kryfja samtímann í glæpasögu sem hann segir að megi kalla dýpri fréttaskýringu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.