Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Page 34
34 Föstudagur 28. nóvember 2008 Jólablað auðvelt að gera kreppukransinn „Það þarf oft ekki nema einhvern einn hlut til að gera kransinn há- tíðlegri,“ segir Hilda Allans, starfs- maður hjá Blómavali, en hún sýndi ásamt fleiri, áhugasömum konum hvernig nýta má það sem til er heima í aðventukrans á jólaskreytinganám- skeiði Bómavals sem haldið var fyrir stuttu. AðventukrAnsinn Ef fólk á undirlagið á aðventukransi þá er um að gera að nýta það. „Það þarf bara að klippa gamla grenið frá og kaupa nýtt. Svo er hægt að leika sér mað skreytinguna, hvort sem maður notar sama og í fyrra eða maður bætir einhverju nýju við. Eins og til dæmis nýjum kúlum eða slauf- um, epli, könglum eða jólasnjó,“ seg- ir Hilda sem sjálf hefur notað sama kransinn í mörg ár með ýmsum út- færslum. Til að lífga upp á gamla kransinn bendir Hilda á að svokall- að Elephant-sprei geti dugað. Það er eins konar lakksprei sem er ætl- að blómum og greni og getur lífgað mikið upp á. Grenið endist þá betur og þornar ekki eins fljótt. Ef fólk vill kaupa sér eitthvað nýtt en ekki eyða miklum peningum bendir Hilda á glerhólk sem er til hjá þeim og tekur fjögur sprittkerti. Það sem þarf til skreytinga er smávegis af gömlu jólaskrauti eða jólasnjó. Gler- hólkinn er svo hægt að nýta á öðr- um árstíðum því skrautið er sett inn í hólkinn og auðvelt að taka úr. epli í krAnsinn Aðventukransar þurfa ekki alltaf að vera búnir til úr greni. Epli eru prýðisefniviður í heimagerða kransa og gefa þar auki góða lykt. „Það er óhefðbundið en um leið nátturulegt að nota epli. Það þarf bara að kaupa fjögur epli úti í búð, skera þau út og setja sprittkerti í. Eplin duga í rúmar þrjár vikur og er því sniðugt að hafa aukaepli í skápnum ef það er eitthvað farið að sjá á þeim sem fyrir eru. Svo getur hver skreytt þau að vild.“ Hægt er að kaupa smávegis af skrautlengjum eða perlum sem stungið er í eplin. Eins er mjög fallegt og ódýrt að fara út í garð og ná sér í greni og láta hugmyndaflugið ráða. „Eplin eru líka mjög flott ein og sér á tréplötu eða á skreyttum platta.“ Fersk epli eru ekki bara nýtt sem kerti heldur einnig sem skreyting á aðventukrans. Hilda bendir á litlu eplin sem seld eru í pokum í Bónus en þau má nota í ýmsar skreytingar. „Hægt er að stinga þeim með pinna á kransinn og eins má klippa niður greinar og stinga í miðju eplanna. Ef maður bætir einni glimmergrein við er kransinn orðin helmingi hátíðlegri en áður,.“ segir Hilda. JólAsnJórinn góði „Jólasnjórinn er svo skemmtilegur. Það er hægt að fá poka af honum hérna sem kostar 399 krónur og dug- ar í mörg ár,“ segir Hilda. „Hann er flottur á jólakransinn og líka er flott að nota bara snjóinn til að lífga upp á þreytta kransa. „Maður spreiar smá- límspreii, sem einnig fæst hjá okk- ur, á kransinn og lætur svo smásnjó falla á hann. Það lífgar mikið upp á hann.“ Jólasnjóinn má svo líka nota á jólapakkana. Úti í náttÚrunni „Ef maður gefur sér líka klukkutíma með fjölskyldunni til að fara út í skóg getur maður fundið köngla sem eru líka bráðskemmtilegt skreyting- arefni. Þeir eru ókeypis og fallegir.“ Jólasnjórinn kemur aftur að góðum notum þar en ef maður spreiar botn- inn á könglunum með lími og dýfir þeim svo í snjóinn verða könglarn- ir enn jólalegri. Ef maður stingur vír á toppin á þeim er komið fyrirtaks jólaskraut. Fleira sem hægt er að tína úti í náttúrunni eru greinar af grenitjrám og birkitrjám. „Flestir eru með eitt- hvað svoleiðis í grennd við heim- ili sitt. Það má taka birki og setja í glervasa og hengja dót á. Svo sem epli, skreyttan vír og jólakúlur,“ segir Hilda og er komin á flug. Í síðustu viku var haldið jóla- skreytingarnámskeið hjá Blóma- vali og var fullt út úr dyrum þau tvö kvöld sem námskeiðið var haldið. „Það hefur aldrei verið eins vel sótt, það voru um 250 konur hvort kvöld- ið. Það var líka mikil stemning . Við stóðum á sviði, skreytingakonurn- ar og svo vorum við með aðstoðar- konur sem gengu á milli og sýndu afraksturinn.“ Þemað var hárskraut og var meðal annars sýnt hvernig mætti búa til flottar spangir með efni sem hægt er að fá í Blómavali. Það þarf ekki að örvænta þó að kransinn frá í fyrra sé orðinn lúinn og ekki séu fjárráð til að kaupa glænýjan. Hilda Allans, hjá Blómavali, segir að vel sé hægt að hressa upp á gamla kransinn með því að bæta litlu við. Gamalt jólaskraut, epli, könglar, trjágreinar og ýmislegt fleira dugir fyllilega sem skraut. „Kreppukransinn“ Hilda Allans með kreppukransinn, en vel er hægt að búa til fínan krans fyrir lítinn sem engan pening. Hildur að búa til jólahús Svona hús er hægt að kaupa í Blómavali og skreyta í takt við hverja árstíð. Nú þegar jólin nálgast er tilvalið að setja greni og seríu á það.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.