Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Síða 42
42 Föstudagur 28. nóvember 2008 Jólablað Jólaherbergi barnanna Jólin eru hátíð barnanna og að skreyta heimilið fyrir jólin getur orðið mikið tilhlökkunarefni fyrir þau. Að fá að skreyta sitt eigið herbergi gæti því orðið ævintýralegt þar sem barnið er konungur í eigin höll. DV gefur nokkur ráð um hvernig hægt er að skreyta herbergi barnanna. Börnin hafa jafngaman af því að skreyta eins og fullorðna fólkið. Þó að börn taki jafnmikinn þátt í skreyt- ingum heimilisins finnst þeim æð- islegt að fá að skreyta sitt eigið her- bergi. Oft eru foreldrar og börn ekki sammála um hvernig raða skuli skrautinu og geta börnin fengið út- rás fyrir sköpunargleðina í sínu eig- in herbergi. Það er mismunandi eftir aldri barnsins hversu vel og hvernig skreyta má herbergið. Eftir því sem þau eru eldri er auðveldara að gefa þeim lausan tauminn. Þegar hafist er handa við skreytingar finnst ef- laust eitthvað skraut sem foreldrarn- ir eru hættir að nota eða vilja hætta að nota. Það er því kjörið að endur- nýta skrautið og gefa það til barn- anna í stað þess að henda því. Góð afsökun fyrir húsmæður að eignast nýtt jólaskraut. Fyrst þarf auðvitað að setjast nið- ur með barninu og ræða hvað má og hvað má ekki. Hægt er að vera með leiðandi stjórnhætti með því að gefa barninu hugmyndir og leyfa því svo að fylgja þeim eftir. Það skraut sem á að fara upp þarf að fara yfir með barn- inu. Athuga hvað það vill nota sjálft. Svo má leyfa barninu að spreyta sig. Gott er að fylgjast aðeins með svo hlutirnir fari ekki úr böndunum. Því eldra sem barnið er þarf minna að fylgjast með. Þó að það geti reynt á taugarnar hjá foreldrunum að horfa upp á herbergi barnsins drekkhlað- ið ósamstæðu skrauti getur það ekki verið annað en virði þess að sjá barn- ið sitt gleðjast yfir sjálfstæðinu. DV gefur nokkrar hugmyndir um hvað er hægt að gera í barnaherberg- inu og hvað þarf til. Jólatré Það er eflaust fátt eins spennandi fyrir krakkana en að fá sitt eigið jólatré. Þegar farið er að kaupa eða höggva jólatré er tilvalið að grípa eitt lítið með. Ekki henda gömlu jóla- skrauti heldur notið það á barnajóla- tréð. Einnig er hægt að nota umfram skraut en á svo lítil tré þarf ekki mik- ið til. Gamlir jólatrésfætur eru einnig góðir og gildir. Leyfið svo barninu að skreyta tréð sjálft. Músastigi Músastigar eru eitt helsta skreyting- artæki grunnskólanna svo börnin læra að gera hann mjög snemma. Ef þau koma ekki með einn slíkan heim úr skólanum er tilvalið að eyða einni kvöldstund í að búa til flotta mús- astiga. Það sem þarf er kreppappír, skæri og heftari. Kreppappírinn er klipptur upprúllaður í litla hluta og raðaður saman til skiptis og í kross. Endarnir eru svo heftir saman. Einn- ig er hægt að gera músastiga með því að klippa pappír í litla strimla og búa til hringi sem heftaðir eru sam- an. Börnin þurfa svo aðstoð við að hengja hann upp. JólalJós Börn hafa svo gaman af jólaljósum í gluggann að það er varla hægt að sleppa þeim. Hægt er að leyfa þeim að velja hvernig liti þau vilja hafa. Einnig hvort þau vilji jólaseríu, jóla- stjörnu, jólafígúru eins og snjókarla og jólasveina. Ef eitthvað ákveðið er stílbrot við aðra glugga í húsinu er til fullt af öðrum hugmyndum sem börnin geta stjórnað. Jólaföndur Tilvalið er að nota allt jólaföndrið sem barnið kemur með heim úr skólanum til að skreyta barnaher- berið séu þau búin að gefa mömmu og pabba nóg. Hvort sem það eru englar sem standa, myndir til að hengja á vegginn eða jólakúlur úr myndmenntinni er hægt að nýta það á góðan hátt. ilMur Jólailminn má ekki vanta og þarf ekki annað til en ávexti. Það er þar að auki hættulaust skraut. Af hverju ekki að láta lítil epli og mandarín- ur í skál sem krakkarnir geta fengið sér úr þegar þau vilja? Þótt þau verði stundum södd getur það ekki verið slæmt að fá góðan skammt af vítam- ínum í kroppinn. Eigið jólatré Börnin hafa gaman af því að fá sitt eigið jólatré í herbergið. Jólaskraut barnanna Hafa þarf í huga að jólaskrautið sé að mestu hættulaust
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.