Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 52
52 Föstudagur 28. nóvember 2008 Jólablað Hverjir eru íslensku jólasveinarnir? Eiga þeir eitthvað skylt með hinum rauðklædda Kláusi sem keyrir um á hreindýrasleða og færir börnum gjafir? Baggalútur? Er það ekki hljómsveit eða vefsíða? Segja vil ég sögu af sveinunum þeim, sem brugðu sér hér forðum á bæina heim. Þeir uppi á fjöllum sáust, - eins og margur veit, - í langri halarófu á leið niður í sveit. Grýla var þeirra móðir og gaf þeim tröllamjólk, en pabbinn Leppalúði, - það var leiðindafólk. Þeir jólasveinar nefndust, - um jólin birtust þeir. Og einn og einn þeir komu, en aldrei tveir og tveir. Þeir voru þrettán þessir heiðursmenn, sem ekki vildu ónáða allir í senn. Að dyrunum þeir læddust og drógu lokuna úr. Og einna helzt þeir leituðu í eldhús og búr. Lævísir á svipinn þeir leyndust hér og þar, til óknyttanna vísir, ef enginn nærri var. Og eins, þó einhver sæi, var ekki hikað við að hrekkja fólk og trufla þess heimilisfrið. Stekkjarstaur kom fyrstur, stinnur eins og tré. Hann laumaðist í fjárhúsin og lék á bóndans fé. Hann vildi sjúga ærnar, - þá var þeim ekki um sel, því greyið hafði staurfætur, - það gekk nú ekki vel. Giljagaur var annar, með gráa hausinn sinn. - Hann skreið ofan úr gili og skauzt í fjósið inn. Hann faldi sig í básunum og froðunni stal, meðan fjósakonan átti við fjósamanninn tal. Stúfur hét sá þriðji stubburinn sá. Hann krækti sér í pönnu, þegar kostur var á. Hann hljóp með hana í burtu og hirti agnirnar, sem brunnu stundum fastar við barminn hér og þar. Sá fjórði, Þvörusleikir, var fjarskalega mjór. Og ósköp varð hann glaður, þegar eldabuskan fór. Þá þaut hann eins og elding og þvöruna greip, og hélt með báðum höndum, því hún var stundum sleip. Sá fimmti, Pottaskefill, var skrítið kuldastrá. - Þegar börnin fengu skófir hann barði dyrnar á. Þau ruku upp, til að gá að hvort gestur væri á ferð. Þá flýtti’ ann sér að pottinum og fékk sér góðan verð. Sá sjötti, Askasleikir, var alveg dæmalaus. - Hann fram undan rúmunum rak sinn ljóta haus. Jólasveinarnir eftir Jóhannes úr Kötlum Eftirvænting og gleði skín einatt úr augum íslenskra barna þegar jóla- sveinar birtast hver af öðrum í borg og bæ í desember. Oft á tíðum eru þó skelfing og grátur viðbrögð þeirra yngstu, sem þá grúfa sig í hálsakot og skjól hinna fullorðnu, því þessir karl- ar eru ekki alltaf góðsemdin uppmál- uð og ásýnd þeirra ófrýnileg. Kannski skynja þau börn hið rétta eðli þessara íslensku huldu- vera, því þannig eru þeir Grýlusynir gerðir – aldir á tröllamjólk, þjófóttir og stríðnir óknyttadrengir sem ekki hika við að ræna mat frá fátækum heimilum eða hrifsa kerti úr hönd- um lítilla barna. Þótt þeir virðist „óhræddir við að hrekkja fólk og trufla þess heim- ilisfrið“ vilja þeir helst fela sig fyrir okkur mönnunum, undir rúmi eða uppi í rjáfri og laumast síðan þegar enginn sér til, skella hurðum, gægj- ast á glugga eða krækja sér í ætileg- an bita. UpprUni jólasveina Ómögulegt er að segja til um hvenær jólasveinar stungu fyrst upp kollinum á Íslandi en fyrst er getið um þá í rit- uðum heimildum í Grýlukvæði séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi frá 17. öld. Þar er þeim lýst sem jötnum á hæð, illa innrættum og ungbörnum skæðir. Jólasveinar hafa fundist í öll- um landsfjórðungum, bera mismun- andi nöfn en hafa flestir ef ekki allir sama hlutverk; að hræða lítil börn. Þótti dönskum stjórnvöldum þetta ganga svo langt á miðri átjándu öld að í tilskipun um húsaga til handa Íslendingum er bannað að hræða börn með „den såkaldte julesvend eller spögelser“ en í íslenska textan- um er bannað að hræða börn með jólasveinum eður vofum. Lítið var þó hlustað á Dani og jólasveinar áfram notaðir til að hræða börn til hlýðni á íslenskum heimilum. Þegar leið fram á nítjándu öld- ina fer loks að komast skipan á hinn mikla fjölda jólasveina sem finnst um landið. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1864 koma fram tvær hugmynd- ir, önnur styðst við þuluna Jólasvein- ar einn og átta og vísuna Jólasvein- ar ganga um gólf en í henni segir að níu nóttum fyrir jól fari jólasveinar að koma til manna. Hin hugmynd- in um að þeir séu þrettán byggist á því að sá síðasti fari á þrettándanum. Jón Árnason lætur fylgja með þrettán nöfn sem eru Stekkjastaur, Giljagaur, Stúfur, Þvörusleikir, Pottasleikir, Askasleikir, Faldafeykir, Skyrgámur, Bjúgnakrækir, Gluggagægir, Gátta- þefur, Ketkrókur og Kertasníkir. jólin koma Þessi síðari hugmynd festir sig síðan varanlega í sessi meðal þjóðarinn- ar þegar Jóhannes úr Kötlum gefur út bókina Jólin koma árið 1932 með teikningum Tryggva Magnússon- ar listmálara. Jóhannes og Tryggvi komu báðir vestan úr Dölum þar sem rík jólasveinahefð hafði ríkt um aldir. Hér eru notuð nánast sömu nöfn og birtust í þjóðsögunum 70 árum áður. Jóhannes skiptir þó út Faldafeyki fyrir Hurðaskelli og notar afbrigðin Pottaskefil og Skyrjarm fyr- ir Pottasleiki og Skyrgám. Árni Björnsson þjóðháttafræð- ingur lætur leiða að því líkum að „Jó- hannes hafi ekki endilega haft Þjóð- sögur Jóns Árnasonar fyrir framan sig, þegar hann orti vísurnar, held- ur farið eftir því, sem hann lærði við móðurkné vestur í Dölum“. Jólin koma hafði ekki einungis að geyma vísurnar um jólasveinana heldur einnig Grýlukvæði, vísurnar um Jólaköttinn og Jólin koma; kvæð- ið sem hefst á ljóðlínunni „Bráð- um koma blessuð jólin“. Varð bókin brátt eins og helgidómur á íslensk- um heimilum, dregin fram þegar líða tók að jólum, lesin og skoðuð í krók og kring. Má segja að Jóhannesi og Tryggva hafi tekist öðrum fremur að halda lífi í þessum vættum meðal íslensku þjóðarinnar og móta einn- ig hugmyndir hennar um Grýlu, Leppalúða og Jólaköttinn. Til marks um vinsældir þessa gamla kvers sem enn er gefið út í upprunalegri mynd hefur það verið endurprentað 24 sinnum og trónað á toppi bóksölu- lista yfir mest seldu ljóðabækurnar fram til dagsins í dag. nöfn jólasveina Fram kemur í Sögu daganna eftir Árna Björnsson þjóðháttafræðing að allt að 80 jólasveinanöfn eða afbrigði þeirra hafi fundist á Íslandi. Eyja- fjarðarsvæðið og Dalir skera sig þó úr fyrir ríka jólasveinahefð og nöfn þeirra jólasveina sem við þekkjum í dag eru flest ættuð þaðan. Í erindi sem flutt var á fundi í Nafnfræðifé- laginu í Norræna húsinu 6. des. 2003 flokkar Árni jólasveinana niður eftir hlutverkum. (Sjá töflu.) Hinn vestræni jólasveinn Þessir íslensku sveinar eru gerólík- ir þeim jólasveini sem ýmist á sér heimili á norðurpól eða austur í Finnmörk, feitur og pattaralegur, góðlegur og gjafmildur, í hárauðum jakka og brók, og hefur það hlutverk að færa börnum jólagjafir og kemur þá jafnan niður um stromp húsa. Uppruni þessa sveins er fjarri Íslandsströndum, við þurfum að fara alla leið til Myra í Tyrklandi, en á fjórðu öld eftir kristsburð var þar uppi biskup að nafni Nikulás sem þekktur var fyrir guðsótta, gjaf- mildi og hlýjan hug til fátækra. Nik- ulás þessi var seinna meir tekinn í dýrlingatölu og er enn þann dag í dag höfuðdýrlingur Amsterdam og Moskvuborgar. Hollendingar héldu mikið upp á þennan dýrling, kölluðu hann Sinterklaas eða Góða Kláus og innleiddu hann í jólahefðir sínar. Þar færir dýrlingurinn Nikulás, klæddur biskupsskrúða, börnum og fátækum gjafir um jólahátíðina. Tengsl Nikulásar við Amsterdam og Hollendinga bárust síðan til nýja heimsins þar sem hollenskir innflytj- endur í nýlendum Breta í Ameríku héldu áfram sínum upptekna hætti við að halda jól. Á síðari hluta átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu runnu síðan saman siðir þeirra hollensku og bresku nýlendubúa sem bjuggu í borgum og þéttbýli vestanhafs. Bretar höfðu sinn „Father Christ- mas“, góðlátlegan og hvítskeggjað- an öldung, skrýddan síðum grænum frakka með hvítum loðskinnsboð- ungum. „Father Christmas“ er tákn- gervingur hins góða anda jólanna og kemur meðal annars fram í hinni heimsfrægu sögu Charles Dickens: Jólasaga. Á nítjándu öld fara þess- ir tveir góðlátlegu karlar að renna saman, Góði Kláus afklæðist nú biskupsskrúðanum og birtist al- menningi ýmist í grænni eða rauðri yfirhöfn með hvítum loðskinnsboð- bráðum ko a blessuð jólin Jóhannes úr Kötlum Tókst öllum öðrum fremur að halda lífi í þessum vættum í minni þjóðarinnar. mynd úr einKasafni
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.