Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 90

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 90
Náttúrufræðingurinn 90 1947 hafi hann á ný verið orðinn útbreiddur á Héraði.30 Járnframleiðsla og eldsneytis- notkun á Íslandi Því hefur verið haldið fram að Íslendingar hafi verið sjálfum sér nógir um járn frá landnámi og allt fram á 15. öld,31,32 þegar mikill inn- flutningur hófst á ódýru járni frá Svíþjóð.31 Aftur á móti hafa aldurs- greiningar á leifum eftir járngerð sýnt að hún hafi aðeins náð fram á 13. öld.33 Til þessarar framleiðslu þurfti mikið eldsneyti og var notast við viðarkol unnin úr birki. Eldsneyti gegndi mikilvægu hlut- verki í lífi Íslendinga fyrir iðnvæð- ingu. Enda þótt það sé viðurkennd staðreynd að skógar hafi hörfað mikið eftir landnám, þar til lá við útrýmingu (sjá nánar í næsta kafla), eru vísbendingar um að skógar- partar hafi varðveist langt fram eftir miðöldum. Nýtingu þessara skógar- parta var vandlega stýrt og sáu þeir fólki fyrir birki til eldsneytis með- fram nýtingu á öðrum eldsneytis- gjöfum. Því hefur verið haldið fram að á 17. öld hafi orðið breyting á þessu kerfi, mógrafir hafi verið aflagðar og skógar harkalegar nýttir, jafnvel svo að orsakaði endanlega eyðingu þeirra.34 Fyrri frjórannsóknir Þorleifur Einarsson hóf frjórann- sóknir eftir miðja 20. öld og var fremsti vísindamaður Íslendinga á því sviði um árabil. Þorleifur birti árið 1957 frjólínurit frá höfuðborgar- svæðinu og nágrenni Selfoss.35,36 Þar skiptir hann nútíma upp í fjögur tímabil með mismunandi loftslagi. Fyrsta tímabilið, sem einkennist af skorti á birkifrjóum, taldi hann upp- haflega vera síðjökultíma en álykt- aði síðar að það væri hluti af nútíma og nefndi það birkilausa skeiðið. Annað tímabilið byrjar fyrir um 9.000 árum og nefnir Þorleifur það birkiskeiðið fyrra. Þessu tímabili lýkur fyrir um 6.000 árum en þá taldi hann að aukin úrkoma og svalara veðurfar hafi valdið minnk- andi birkifrjói samhliða aukningu í mosagróum. Þetta tímabil kallaði hann mýrarskeiðið fyrra. Næsta tímabil, sem hefst fyrir um 5.000 árum og einkennist af aukningu á birkifrjói, nefndi Þorleifur birki- skeiðið síðara og taldi hann það hafa verið hlýjasta tímabil nútíma.2 Í lok þessa tímabils versnar veðurfarið, það verður kaldara og úrkomu- samara, og fyrir um 2.500 árum hefst mýrarskeiðið síðara. Landnám og sögulegur tími er hluti af þessu síðasta tímabili. Árið 1962 birtir Þorleifur síðan fyrstu stóru greinina um frjórann- sóknir og gróðurfarssögu á Íslandi. Hann segir í greininni að ekki sé hægt að nota frjórannsóknir til að kanna veðurfarsbreytingar eftir landnám þar sem áhrif mannsins á gróðurfar séu miklu meiri en áhrif veðurfarsins.2 Árið 1972 birtir Vasari37 fyrstu niðurstöður frjórannsókna úr stöðu- vatnaseti. Sýnin tók hann úr Hafra- vatni í Austur-Húnavatnssýslu og Lómatjörn í Biskupstungum. Vasari sýndi fram á mikilvægi einis í gróðurfarssögu landsins í upphafi nútíma. Margrét Hallsdóttir birti árið 1982 tvö ítarleg frjólínurit frá Hrafnkels- dal sem gerð voru í tengslum við fornleifafræðirannsóknir í dalnum. Í þessari rannsókn greinir Margrét á milli frjókorna fjalldrapa og birkis en ræðir um vandamál við að þekkja frjókorn ræktaðs korns.38 Í doktors- ritgerð sinni, sem Margrét varði fimm árum síðar, skoðar hún áhrif landnámsins á gróðurfar. Aðalein- kenni landnáms í gróðurfarssögu er brotthvarf birkis. Einn staður í Reykjavík og tveir á Suðurlands- undirlendinu voru skoðaðir. Niður- stöðurnar frá Suðurlandsundirlend- inu sýndu að veðurfar á Íslandi fór að versna fyrir um 2.500 árum með fallandi hitastigi, meiri úrkomu og minna af birkifrjókornum. Skömmu áður en öskulagið þekkta, landnáms- lagið, féll var aftur á móti skamm- vinn aukning í frjókornum birkis. Sú aukning virðist hafa náð hámarki fyrir landnám en eftir landnám féll magn birkifrjókorna mikið.3 Eftir þessar frumrannsóknir á frjó- kornum í mó og vatnaseti á Íslandi, þar sem áhrif landnáms voru aðal- viðfangsefnið, var heldur breytt um stefnu og var síðjökultími og upp- haf nútíma nú til skoðunar. Margrét Hallsdóttir,39 Svante Björck o.fl.40 og Mats Rundgren41,42 fjalla öll um síð- jökultíma og fyrri hluta nútíma. Chris Caseldine birti árið 2001 grein þar sem vandamál við að greina milli frjókorna fjalldrapa og birkis voru rædd. Caseldine er þeirrar skoðunar að uppruni hins íslenska birkis sé ekki þekktur og því sé það sé ekki nothæf aðferð að greina á milli frjókorna birkis og fjalldrapa út frá stærð.43 Egill Erlendsson varði árið 2007 doktorsritgerð þar sem hann kann- aði gróðurfarsbreytingar á tímabilinu 500 til 1500. Þar voru áhrif landnáms skoðuð sérstaklega. Rannsóknin var gerð á gögnum sem safnað var á þremur stöðum, í Mýrdal, undir Eyjafjöllum og í Reykholtsdal, og voru niðurstöðurnar ekki þær sömu fyrir alla þrjá staðina. Í Mýrdalnum var enginn skógur við landnám og hafði landnámið ekki mikil áhrif á gróðurfarið. Á hinum stöðunum var skógur við landnám og hörfaði hann hratt í nágrenni við bæi, en lengra frá bæjum tórði skógurinn fram á síðmiðaldir.4 Síðustu ár hefur uppruni hins íslenska birkis verið kannaður og möguleg blöndun milli birkis og fjalldrapa.44 Sú aðferð að greina á milli frjókorna birkis og fjalldrapa út frá stærð var könnuð, og kom í ljós að erfitt er að benda á ákveðin stærð- armörk til að greina þar á milli. Aðferðir Til þess að afla sýna var tekinn bor- kjarni úr vatnaseti lítillar tjarnar sem nefnist Helgutjörn og er nú innan Hallormsstaðarskógar (3. mynd). Tjörnin er í um 190 m yfir sjávarmáli, í efri hluta framhlaups sem nefnist Hólar og er norð- austan við Hallormsstaðarbæinn. Hin svonefnda Saksunarvatnsaska hefur fundist undir framhlaupinu en hún féll fyrir um 10.200 árum,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.