Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 98
Náttúrufræðingurinn
98
Gunnar Bjarnason og Hreinn Haraldsson
Jarðfræði og vegagerð
Í greininni er birt yfirlit yfir jarðfræðilegar rannsóknir vegna vegagerðar.
Þorleifur Einarsson var frumkvöðull í slíkum rannsóknum hér á landi og
vakti athygli ráðamanna á mikilvægi rannsókna í vegagerð auk þess sem
hann vann mikið starf sem ráðgjafi Vegagerðarinnar á sviði umhverfis-
mála. Fjallað er í stuttu máli um sögu vegagerðar á Íslandi en síðan
um rannsóknir við undirbúning vegagerðar, brúargerðar og jarðganga.
Mismiklar kröfur eru gerðar til steinefna eftir því til hvaða nota þau eru
ætluð og eru þær mestar þegar steinefni í efri lög vegarins og til stein-
steypuframleiðslu eru annars vegar. Hinar ýmsu jarðmyndanir setlaga
og berglaga hafa mismunandi efniseiginleika, m.a. hvað varðar korna-
dreifingu og berggæði, og það er mikilvægt hlutverk jarðfræðinga að
velja þær jarðmyndanir sem henta til framleiðslu steinefna til mismun-
andi nota. Ávallt þarf að hafa í huga að efnistakan og mannvirkjagerðin
valdi sem minnstum umhverfisspjöllum.
Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 98–104, 2012
Ráðgjafarstörf Þorleifs
Einarssonar við mann-
virkjagerð
Eftir heimkomu frá námi starfaði
Þorleifur Einarsson fyrstu árin við
Atvinnudeild Háskólans, sem eftir
það markaði töluvert afstöðu hans
til hagnýtrar jarðfræðiþekkingar í
þágu framfara og úrbóta á ýmsum
sviðum. Hann lagði metnað sinn
í að vekja athygli ýmissa forsvars-
manna í atvinnulífinu á hagnýtu
gildi jarðfræðiþekkingar og skapaði
mörg tækifæri fyrir unga jarðfræð-
inga til að nýta menntun sína í starfi.
Oft leiddi það síðan til þess að sú
starfsstétt varð ómissandi hluti af
sérfræðiþekkingu stofnana og má
nefna Vegagerðina sem gott dæmi
þar um. Þorleifur sýndi vegamálum
og mannvirkjum sem þeim tengj-
ast alla tíð mikinn áhuga. Vegagerð
fylgir hagnýting jarðefna og tölu-
vert jarðrask og um þá þætti veitti
Þorleifur starfsmönnum Vegagerðar-
innar lengi ýmis ráð og leiðbein-
ingar áður en jarðfræðingar urðu
fastir starfsmenn á stofnuninni. Góð
umgengni um náttúruna var honum
hugleikin, jafnframt því sem hann
var talsmaður þess að nýta gæði
hennar og auðlindir. Þorleifur var
lengi fulltrúi og eftirlitsmaður Nátt-
úruverndarráðs við verklegar fram-
kvæmdir og undirbúning mann-
virkjagerðar á stórum hluta lands-
ins. Þá reyndi oft á þetta samspil og
að mati Vegagerðarinnar reyndist
hann þar góður sáttasemjari. Hann
hafði gott auga fyrir því hvernig
fella mætti mannvirki að landslagi
þannig að vel færi og sjónmengun
og náttúruspjöll yrðu í lágmarki.
Þorleifur vann mikið fyrir Vega-
gerðina að jarðfræðirannsóknum
vegna jarðgangagerðar í Strákum
við Siglufjörð og í Oddsskarði
milli Eskifjarðar og Norðfjarðar.
Einnig hóf hann fyrstu athuganir
við undirbúning ganga í Breiðadals-
og Botnsheiði og í Ólafsfjarðar-
múla. Hann sýndi eftir það slíkri
mannvirkjagerð einlægan áhuga
og fylgdist af kostgæfni með undir-
búningi og gerð Vestfjarðaganga og
Hvalfjarðarganga og öðrum hug-
myndum sem upp komu um slík
mannvirki. Einnig vann hann að
skoðun og úttekt á undirstöðum
brúa víða um land, ekki síst þar
sem óvissa var fyrir hendi um jarð-
fræðilegar aðstæður sem gátu haft
veruleg áhrif á mannvirkjagerðina.
Þótt samstarfið við Vegagerðina
hafi minnkað þegar stofnunin hóf
að ráða til sín eigin jarðfræðinga,
ekki síst að tilhlutan hans sjálfs,
fylgdist hann áfram með framgangi
mála og hafði oft samband við
ýmsa starfsmenn.
Vegagerð í árdaga og
fram á okkar daga
Fyrstu frásögn af vegalagningu á
Íslandi er að finna í Eyrbyggju, þar
sem lýst er vegagerð um Berserkja-
hraun á Snæfellsnesi. Fyrstu ákvæði
varðandi slíkar framkvæmdir eru
svo í Jónsbók frá 1281. Eins og gefur
að skilja var fyrstu aldirnar ein-
göngu um reiðvegi að ræða og vega-
gerðin fólst einkum í því að „velta
steini úr götu“ og gera „brýr“ úr
upphlöðnu torfi yfir verstu keldur.
Var þetta einkum gert með skyldu-
vinnu bænda. Í konungsbréfi frá
1776 eru síðan fyrstu tæknilegu
ákvæðin um vegagerð á Íslandi. Þar
segir að sýslumenn skuli sjá um að
árlega séu ruddir vegir um byggðir
og styttri fjallvegir milli byggða
„og skal breidd veganna vera ekki