Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 14
14 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
1,100
1,150
1,200
1,250
1,300
1,350
1,400
2.1
.20
14
2.2
.20
14
2.3
.20
14
2.4
.20
14
2.5
.20
14
2.6
.20
14
2.7
.20
14
2.8
.20
14
2.9
.20
14
2.1
0.2
01
4
2.1
1.2
01
4
2.1
2.2
01
4
Úrvalsvísitalan
Arev verðbréfafyrirtæki hf.
Bankastræti 5
sími 551 2500
www.arev.is
Arev verðbréfafyrirtæki sinnir eignastýringu og ráðgjöf á sviði fjármála
og beins rekstrar fyrir viðskiptavini, bæði fagfjárfesta og félög á smásölumarkaði
og í léttum iðnaði.
Við óskum viðskiptavinum okkar, samstarfsaðilum
og Íslendingum öllum gleðilegrar hátíðarPI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
•
1
33
78
8
G
reiningar um mark
aðinn í heild og einstök
fyrirtæki mátu að vænt
gengi hlutabréfa ís
lenskra fyrirtækja skráð
í Kauphöllinni væri í
kringum markaðsvirði þeirra, þrátt fyrir
að gengi flestra hlutabréfa hefði hækkað
töluvert árin áður. Samkvæmt helstu
stöðl um við verðmælingar hlutabréfa var
hvorki mikið sem benti til þess að þau
væru verðlögð of hátt en að sama skapi
töldu fáir að augljós kauptækifæri væru
fyrir hendi. Það má því segja að þrátt
fyrir að íslensk hlutabréf hefðu hækkað
mikið í virði undanfarin ár ríkti ekki mikil
bjartsýni um að gengi þeirra héldi áfram
að hækka endalaust en að sama skapi voru
raddir um að bóla á hlutabréfamarkaði
væri að myndast ekki minni eða meiri en
gerist almennt á hlutabréfamörkuðum.
Sú umræða kemur til með að vera var
anleg á Íslandi næstu árin vegna þess að
margir töpuðu stórum upphæðum vegna
eignarhluta í hlutabréfum sem urðu verð
laus nánast á augabragði haustið 2008.
Að vissu leyti er slík umræða afar góð
því hún stuðlar að því að hlutabréfabóla
myndist ekki. Í sígildu bókinni The
Great Crash 1929, sem fjallar um bóluna
í Bandaríkjunum á þriðja áratug síðustu
aldar og hrunið og eftirmál þess sem hófst
árið 1929, bendir höfundur bókarinnar,
John Kenneth Galbraith, á að þegar að
almenningur sé ekki lengur á varðbergi
gagnvart fjármálamörkuðum sé voðinn vís.
Eitt í umræðunni, sem gæti flokkast undir
varhugaverða umræðu, var að marg ir bentu
(réttilega) á að gjaldeyrishöft kæmu til með
að styðja við gengi íslenskra hlutabréfa.
Þar sem íslenskar krónur gætu ekki leitað
út fyrir landsteinana þyrftu þær að leita í
íslensk verðbréf, þar með talið hlutabréf.
Slík umræða gerir hins vegar í raun ráð fyrir
að fjárfestar fari að hegða sér óskynsamlega
á verðbréfamörkuðum. Enn sem komið
er hefur slík hegðun ekki komið fram með
skýrum hætti á íslenskum verðbréfamarkaði
í kjölfar hrunsins árið 2008.
Gengi úrvalsvísitölunnar
Þetta endurspeglast ef til vill í gengi ís
lenskra hlutabréfa á árinu 2014. Afkoma
margra félaga olli svolitlum vonbrigðum
á árinu og átti það sérstaklega við um
tryggingafélögin. Þetta endurspeglaðist
í gengi hlutabréfa sem flest sigu niður á
árinu smám saman, eins og sést á mynd
inni sem mælir vísitölu átta fyrirtækja
í Kauphöllinni, þaðan sem gögnin eru
komin. Þessi svokallaða úrvalsvísitala er
samsett af þeim átta félögum sem hafa
mestan seljanleika í Kauphöllinni og ræðst
vægi þeirra af markaðsvirði þeirra (miðað
við þann grunn sem talinn er vera af virk
um viðskiptum bréfanna). Inniheldur gengi
bréfa í Högum, HB Granda, Icelandair,
Marel, N1, TM, VÍS og Sjóvá, en í upphafi
ársins 2015 mun Eimskip koma inn í
vísitöluna en Sjóvá detta út. Það er til
dæmis eftirtektarvert að bréf Össurar eru
ekki með í vísitölunni en markaðsvirði fé
lagsins er langmest af þeim félögum sem
skráð eru í Kauphöllinni og gengi þeirra
hækkaði mikið á árinu. Þessi þróun hélst
í hendur við uppgjör ársins sem voru
framan af aðeins undir væntingum þó að
ekki sé hægt að segja að þau hafi í mörgum
tilvikum verið afar slæm. Munaði helst
um gengi tryggingafélaganna sem veittu
töluvert slakari afkomu en árið áður og
fyrstu árshlutauppgjör Marels ollu einnig
vonbrigðum. Töluverð umskipti urðu aftur
á móti í lok ársins. Tvö atriði höfðu mikil
áhrif á hækkun vísitölunnar. Í fyrsta lagi
lækkaði Seðlabanki Íslands vexti í tvígang
í lok ársins. Almennt hafa vaxtalækkanir
jákvæð áhrif á gengi hluta bréfa, til skemmri
tíma í hið minnsta, því vænt ávöxtun
skuldabréfa lækkar sem gerir hlutabréf
þá að áhugaverðari kosti. Í öðru lagi voru
uppgjör þriðja ársfjórðungs hjá Marel og
Icelandair afar jákvæð og hækkaði gengi
þeirra félaga mikið í kjölfar birtingar
þeirra.
Sé litið til vænts hagnaðar næsta árs
verður ávöxtun íslenskra hlutabréfa svipuð
og sú ávöxtun sem fæst af skuldabréfum.
Báðum þeim tölum svipar til sögulegrar
ávöxtunar bandarískra hluta og skulda
bréfa. Því eru engar blikur á lofti um að
íslensk hlutabréf veiti sérstaklega slæma
Hófleg bjartsýni einkenndi umræðuna um íslensk hlutabréf í upphafi
árs 2014. Flestir greiningaraðilar á fjármálamarkaði töldu íslensk
hlutabréf vera nokkuð skynsamlega verðlögð.
TexTi: Már WolfGanG Mixa / MYndir: Geir ólafSSon oG ýMSir
Íslensk hlutabRéf
áRið 2014
Hlutabréf