Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 115

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 115
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 115 unina var á jákvæðum nótum og tókst vel. Nú er búið að búa til breiðari grunn í tengslum við sjávarútveginn og þá möguleika og tækifæri sem felast í honum.“ Kolbeinn segir að markmiðið með Samtökum fyrirtækja í sjávar útvegi sé að efla ís ­ lensk an sjávarútveg svo sem í tengslum við ábyrga stjórn un á auðlindinni, skýra stefnu í um hverfismálum, skerpa á mark miðum þegar kemur að markaðssetningu á íslensk um sjávarafurðum og greina þarfir sjávarútvegsins í mennta mál ­ um. „Við höfum því reynt að búa til vinnuplan sem miðar að því að við getum búið til skýra stefnu á næsta ári sem leiðir okkur inn í framtíðina með það að markmiði að auka verðmæti sjávarfangsins eins og kostur er fyrir íslenskt samfélag.“ MENNTA­ OG MARKAðS MÁL „Ef við horfum t.d. á mennta ­ mál in þá erum við að fara af stað með vinnuhóp sem er ætlað að skila heildstæðri stefnu í mennta­ og kynningar ­ mál um fyrir næsta vor. Við ætlum að vera þar með opið ferli þar sem við gefum öllum sem hafa áhuga kost á að hitta okkur og fara í gegnum þetta á opnum fundum.“ Kolbeinn segir að hvað mark aðs setningu varðar hafi verið uppi raddir um að það vanti skýrara vörumerki fyrir íslenskar sjávarafurðir þannig að sú ferska, heilnæma og góða vara sem héðan komi njóti sérstöðu á mörkuðum. SAMFéLAGSLEG ÁBYRGð MIKIL Sjávarútvegurinn er undir stöðu ­ atvinnugrein í íslensku samfélagi og skilar beint um 11% af vergri þjóðar fram leiðslu en um 28% ef með eru taldar tengdar greinar svo sem veiðarfæra framleiðsla og flutn ingar. Kolbeinn segir að samfélagsleg ábyrgð sé mjög ofarlega í huga þeirra sem starfa við íslenskan sjávarútveg. „Við þurfum í fyrsta lagi að gera þá kröfu til okkar að reka þessa grein á arðbæran og hagkvæman hátt þannig að hún skili sem allra mestu til íslensks samfélags hvort sem það er í formi skatta eða starfa. Það er óhjákvæmileg afleiðing þess að reka sjávarútveginn á eins hagkvæman hátt og hugsast getur að það verði hag ­ ræð ing í greininni sem kann að koma niður á ákveðnum byggðar lögum; það kann að fækka í greininni og við þurfum að vera tilbúin til að ræða það. Á móti kemur að með þessari hagræðingu hafa sprottið kraftmikil nýsköpunar­ og tæknifyrirtæki og þau eru oft og tíðum staðsett á landsbyggðinni. Í þeim er unnið að sölu lækn ingavara, snyrtivara og hug búnaðar og ótal öðrum þátt um sem fáir hefðu tengt við sjávarútveg fyrir skömmu. Hluti af þró uninni er því þann ­ ig að til verða önnur störf og oft betur launuð en þau sem hverfa. Samfélagslega ábyrgðin er sem sé gagnvart þjóðfélaginu öllu.“ Hvað umhverfisstefnu SFS varðar segir Kolbeinn að um hverfismál hafi lengi verið í öndvegi í íslenskum sjávar út­ vegi því atvinnugreinin byggist á sjálfbærri nýtingu auð lind­ arinnar og langtíma hugsun. „Það þarf þó að huga að fleiri málum, súrnun sjávar er ógn sem þarf að gefa gaum og vinna þarf að því að draga úr notkun á óendurnýjanlegu eldsneyti svo sem með því að endurnýja skipaflotann. Umhverfisstefnan er því einn af hornsteinum stefnu nýrra samtaka.“ HORNSTEINN Segja má að Kolbeinn sé karl ­ inn í brúnni á hinu nýja fleyi. Hver er persónuleg sýn hans og draumur hvað varðar Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi? „Ég held að sýnin hafi verið og sé sú að við getum kannski lagt til hliðar eða vonandi klárað þessi deilumál sem hafa verið uppi í sjávarútvegi. Þetta snýst um svo margt fleira en hver veiðir hvað. Við þurfum kannski að slíðra sverðin og skoða tækifærin og þá vaxtarmöguleika sem sjávarútvegurinn býður upp á. Ég held að við getum aukið þetta verðmæti gríðarlega mikið á næstu árum en til þess þurfum við að geta haft lang ­ tímasýn og markmið. Sýnin er líka sú að við séum að tryggja það að þetta sam ­ félag geti búið við og byggt á sjávarútvegi um ókomna tíð þannig að umhverfisstefna skiptir miklu máli. Sjávarút ­ vegurinn ætti að verða áfram sá hornsteinn sem hann hefur verið hingað til í íslensku samfélagi og standa undir auk inni velferð og velmegun í íslensku samfélagi.“ „Sjávarútvegurinn ætti að verða áfram sá hornsteinn sem hann hefur verið hingað til í íslensku samfélagi og standa undir aukinni velferð og velmegun í íslensku samfélagi.“ Á stofnfundi nýrra samtaka hlau vísindamaðurinn Hrönn Egils- dóttur Hvatningarverðlaun Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi fyrir rannsóknir sínar á súrnun sjávar við Ísland. Öndvegissetrið Oceana um sjálfbæra nýtingu og vernd hafsins var stofnað í nóvember en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi var einn stofnaðilanna. SAMTöK FYRIRTæKJA Í SJÁVARÚTVEGI Fjöldi starfsmanna: 13. Forstjóri: Kolbeinn Árnason. Stefnan: Að búa sjávarútveginum þau skilyrði að hann geti haldið áfram að vera undirstöðuatvinnuvegur, þróast og skapað aukin verðmæti til hagsældar fyrir íslenskt samfélag til framtíðar með sjálfbærni að leiðarljósi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.