Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 80
80 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
Þ
essar 300 milljónir eru
þann ig fundnar að þegar
ég færði þessa fjármuni
heim í gegnum útboðsleið
Seðla bankans tók ég þessa
ákvörðun þegar ég fékk
það sem ég kalla leiðréttinguna á genginu
vegna þess að mat mitt er að gengið hafi
verið rangt skráð af Seðlabankanum og
haldið uppi með handafli. Á sama tíma
voru svokallaðar aflandskrónur á floti
erl end is með allt annað verðgildi og miklu
nær mark aðsvirði krónunnar en svokallað
Seðla bankagengi. Seðlabankinn setti á
þessa útboðsleið þar sem hann bauð mönn
um að koma inn með erlendan gjald eyri
og kaupa íslenskar krónur og þá á hag
stæðara gengi en sá sem kaupir krón ur
af Seðla bankanum. Við ákváðum þarna
á ákveðnum tímapunkti að setja þenn an
mis mun, leiðréttinguna eins og ég kalla
þetta, inn í sjálfseignarfélagið. Gefa sem
sagt mismuninn frá okkur með því hugar
fari að þessar 300 milljónir færu í að styrkja
inn viði samfélagsins með nýjum níu holna
golf velli og endurbættu skíðasvæði.
Golfvöllurinn er hannaður af Edwin
Roald Rögnvaldssyni og er í mínum huga
upp græðsla á Hólsdal, sem var meira og
minna búið að grafa allan út í malarnámi.
Ég er enginn áhugamaður um golf heldur
er ég áhugamaður um afþreyingu til handa
fólk inu sem hér býr og ferðamönnum
ásamt því að geta grætt upp þessi svæði
sem voru leiksvæði okkar krakkanna þegar
við vorum að alast upp. Edwin Roald
hefur tileinkað sér það sem nú er nokkuð
í tísku í golfvallahönnun; að laga golf
völlinn að umhverfinu en ekki um hverfið
að golf vellinum. Þessi golfvöllur verður
mjög sérstakur og skemmtilegur sem úti
vistarsvæði þar sem þú þarft m.a. að slá út í
eyju í miðri á og inn í skógarrjóður í skóg
ræktinni sem þarna er, allt til að gleðja þig
með umhverfi umfram það að vera bara
golfspilari.
Við værum einnig komnir í endurbætur
á skíðasvæðinu ef það hefði ekki gerst að
neðsta skíðalyftan og svæðið kringum hana
var nokkuð óvænt skilgreint sem snjó
flóða hættu svæði. Þetta er nokkuð sér stök
upp lifun, að skyndilega kemur kerfið og
segir að það sé búið að endur meta svæðið
sem snjóflóðahættusvæði og fyrir skipar
að flytja eigi neðstu lyftuna. Þá er spurt
hver á að borga það – og svarið kemur
jafn harðan: Það er ekki okkar vandamál.
Síðan geta sömu aðilar komið og sagst
ætla að setja snjóflóðavarnargarð í hlíðinni
fyrir einhverja milljarða, eiginlega án
þess að spyrja kóng eða prest. Þá vantar
ekki peninga vegna þess að einhver Ofan
flóðasjóður borgar allt á sama tíma og
sveitar félagið sjálft, þó að það sé ekki mjög
skuldsett, hefur ekki yfir neinu lausu fé að
ráða til að fylgja eftir uppbyggingu einka
framtaksins á svæðinu.
Siglufjörður er gamall bær og á eyrinni
eru klóaklagnir gamlar og úr sér gengnar
en endurnýjun þeirra kostar lítið samfélag
þvílíka fjármuni að enginn sér í fljótu
bragði hvernig eigi að ráðast í slíka fram
kvæmd. Þannig að þegar ég kem hér inn
með talsverða fjármuni og ríkisvaldið er
að leggja göng og snjóvarnargarða fyrir
milljarða þá situr sveitarfélagið eftir
fjárvana. Í eina tíð bjuggu hér 3.200 manns
en hér búa nú 1.100 manns auk 800 í Ólafs
firði eftir sameiningu sveitar félaganna,
en sveitar félagið er svo veikt fjárhagslega
að það hefur enga mögu leika til að fylgja
einka framtakinu eftir nema á mjög löngum
tíma. Þetta eru einfaldlega staðreyndir sem
erfitt er að fá stjórnmálamenn til að horfast
í augu við.“
maður ársins
Róbert hefur í samvinnu við bæjaryfirvöld fjárfest í skíðasvæðinu og nýjum golfvelli.
Aflands krónu afslátt ur til
upp bygg ingar útivistar svæða
Þegar Róbert Guðfinnsson ákvað að stofna með sveitarfélaginu Fjallabyggð
sjálfs eignarfélag um uppbyggingu almenningsíþóttasvæða, þ.e. skíðasvæði
sins og golfvallar í Hólsdal, þá verður að teljast athyglisvert hvernig hann
fann til fjár munina, 300 milljónir, til að leggja inn í verkefnið.