Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 40
40 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 Högni Óskarsson segir að eftir öll námskeiðin í sam­talstækni og þátttöku í hópeflisfund um og þjálfunar­ búðum sýni niðurstöður nýrra rannsókna að undirstöðuatriðin skipti mestu máli til að ná mest­ um áhrifum í stuttu viðtali. „Sagðar hafa verið sögur frá því að maðurinn fór að geta tjáð sig í töluðu máli. Sagnamaðurinn hefur alltaf verið í hávegum hafð ur hjá hellisbúunum, á bað ­ stofuloftinu og á nýjum miðlum nútímans; Baltasar og Benni Erlings og allir okkar frábæru rithöfundar en áður Snorri Sturlu­ son og Laxness. Sögur eru líka sagðar í allt öðru samhengi; í at­ vinnuviðtali, til að þjappa saman fólki í kringum flókin verkefni, til að draga fjárfesta að startöppinu og koma hugmynd eða vöru á framfæri. Það nýja í þessu er eftirfarandi: Í aðstæðum eins og að ofan eykst framleiðsla oxítósínhorm­ ónsi ns. Oxítósín er þekktast fyrir að vera mjög virkt hjá mæðrum eftir fæðingu, eins í vel lukkuðu kynlífi, en það eykur á nánd og sælu. Á eftir oxítósíni kemur svo dópamín sem er vellíðunar­ hormón. Samkennd eykst sem löngunin til að taka þátt og hjálpa öðrum og að sýna örlæti. Auglýsendur eru orðnir meðvit­ aðir um þetta. Það er ekki nóg að nota myndskeið af fallegu og frægu fólki í óvenjulegum aðstæðum. Áhrifin margfaldast með góðri sögu. Góð saga nær nefnilega til hjartans en ekki upp­ lýsingar úr excel­skjali. Oxítósín fær okkur ekki bara til að vera opnari við að eyða peningum, það umbreytir neikvæðum við ­ horfum í jákvæð. Þetta gildir í atvinnuviðtalinu, í stjórnun og til að bæta traust og skapa gleði: Persónulegar, hnitmiðaðar og fyndnar sögur með boðskap.“ HöGNI ÓSKARSSON – geðlæknir og stjórnendaþjálfari SKIPULAGIÐ Í vINNUNNI Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jó úin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Góðar sögur, betri árangur álitsgjafar PÁLL STEFÁNSSON – ljósmyndari GRæJUR Til hamingju Ég sendi kollega mínum hjá Frjálsri verslun hér á neðri hæðinni kveðju. Hún var svona: Til hamingju með að eiga bestu myndavél í heimi, Nikon D750. Ég á allavega þá næstbestu, Sony A7R, samkvæmt splunku ­ nýrri úttekt dpreview. En er eitthvað að marka svona úttektir? Ef ég væri spurður segði ég að Sony RX1R væri besta myndavél í heimi. Ragnar Axelsson ljósmyndari, RAX, kæmi með allt annað svar. Það jafnast ekkert á við Leica Mono­ chrome að hans mati. Ekkert. Nafni minn Kjartansson trúir á að Sigma og Samsung muni jarða alla myndavélaframleið ­ end ur; helst fyrir páska, með mynda vélum af óþekktum gæðum. Ég hef enga trú á því. Það sem vantar í þessa upp ­ talningu er risinn Canon, lang ­ stærsti framleiðandi mynda véla í heimi. Mér finnst hann einhvern veginn ekki hafa fært okkur fagmönnum nægilega spennu undanfarin þrjú ár; þessa sem skilur á milli og hefur þetta extra handa okkur. Að vísu eru sögusagnir um að Canon komi á næsta ári með eitt hvað nýtt og spennandi ásamt Sony, sem hefur verið á ótrúlegri siglingu síðustu tvö árin. Sony hefur markað sér ákveðna sérstöðu með tiltölulega ódýrum spegil lausum FF­myndavélum (Full Frame) fyrir krefjandi ljós­ myndara. Ég get til dæmis ekki beðið eftir Sony A9 pró­vélinni sem væntanleg er á næstunni, líklega í febrúar, eða ofurvélinni frá Canon. Það stefnir þess vegna í slag um hvaða vél sé fremst meðal jafningja og kolleginn á neðri hæðinni, sem fékk hamingjuóskirnar frá mér á dögunum, hefur þá bara átt bestu myndavél í heimi, Nikon D750, í tvo mánuði. Ég á allavega þá næstbestu, Sony A7R, samkvæmt nýrri úttekt dpreview.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.