Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 99
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 99
Brú Venture Capital og Brú
II Venture Capital Fund sem
fjárfesta helst í fyrirtækjum sem
hafa þróað vöru eða þjónustu
sem er tilbúin til markaðs setn
ingar og hafa möguleika á að
nýta fjármuni til þess að vaxa
hratt.“
Gísli segir að árið 2014 hafi
gengið vel. „Mér finnst hlut
irnir almennt vera að hreyfast
í rétta og jákvæðari átt; hrun
draug unum fækkar, nýir fram
takssjóðir að komast á fót og
jafnvel fyrirheit um afnám
gjald eyrishafta.“
ÁHERSLA Á GAGNAVER
Verkefnin eru valin með tilliti
til áherslna Thule Investments
og segir Gísli að að undanförnu
hafi verið lögð áhersla á verk
efni sem starfsmenn fyrir tæki
sins telji að verði mikilvæg
fyrir Ísland til lengri tíma. Tvö
verkefni standi þar upp úr.
„Annars vegar er um að ræða
sæstreng – fjarskiptastreng til
Íslands – sem er eitt af okkar
stóru verkefnum. Hins vegar
höfum við verið að vinna í
gagnaverum og tengjumst beint
einu slíku verkefni, Borealis
Data Center. Við erum spennt
yfir því sem er að gerast í
gagna verum á Íslandi og höld
um að það sé stækkandi grein
og mikil væg fyrir Ísland.
Markmið Borealis Data
Center er að byggja upp og
eiga innviði fyrir gagna ver
í samstarfi við rekstrar og
þjónustuveitur. Þannig er
Borealis ekki að selja viðskipta
vinum gagnavers þjón ustu
en frekar að reyna að ná til
landsins aðilum sem eru með
við skiptavini og hjálpa þeim að
setja upp starfsemi á Íslandi.“
NÝSKÖPUN MIKILVæG
Aðspurður um samfélagslega
ábyrgð Thule Investments segir
Gísli að engin grein fjár festinga
sé eins mikil væg fyrir samfélagið
og þjóðina og nýsköpun og sú
tilraunastarf semi sem á sér stað
hjá nýjum fyrirtækjum við það
að reyna að láta nýja hluti verða
að veruleika. „Þeir fjármunir
sem fara í þessi fyrirtæki fara
fyrst og fremst í það að borga
áræðnu ungu fólki laun til þess
að láta drauma sína rætast.
Börn okkar verða að geta
fundið þau tækifæri sem þau
leita á Íslandi; ekki bara mjög
góð laun, heldur krefjandi störf
sem hæfa menntun þeirra og
hæfi leikum. Að öðrum kosti
flytur þetta áræðna fólk úr
landi. Þetta á ekki bara við
um lækna – tölvunarfræðingar,
verkfræðingar, lyfjafræðingar,
jafnvel bankamenn. Erlendis
er fjöldi tækifæra fyrir áræðið,
vel menntað fólk – ef við vilj um
að þau kjósi að búa á Íslandi
verðum við að búa þeim tæki
færi hér.“
Gísli segir að annars hafi
Thule Investments verið að
færast meira yfir í að þróa til
tölulega færri og stærri verkefni
en áður. „Það segir sig sjálft
að fjárfestingarstarfsemi yfir
landamærin er mjög erfið eftir
að höftin voru sett á. Áhersla
okkar á þessu og síðasta ári
hefur verið meira á tiltölulega
fá verkefni sem við tökum
ennþá virkari þátt í, s.s. hvað
varðar viðskiptaþróun, en við
gerðum oft áður.“
HÁTæKNIFYRIRTæKI
Thule Investments hefur
úthýst meira af starfseminni
en áður og eru í dag þrír
fastir starfsmenn hjá Thule
Investments. „Starfsemi okkar
er mest í hátæknifyrirtækjum
sem eru í nýrri tækni og
nýjum greinum og við leit
um að samstarfsmönnum og
starfsmönnum inn í fyrir tækin
beint frekar en sem starfs
mönn um Thule Investments.
Dæmigerðir starfsmenn eru
í senn hæfileikaríkir, vel
menntaðir og áræðnir og hafa
gaman af því að vinna í hópi og
glíma við krefjandi verkefni.
Starfsemi Thule Investments
er í raun og veru einföld og
breytingar eiga sér stað í litl
um skrefum. Við erum með
fjárfest ingargetu sem dugar
fyrir þau verkefni sem við
förum í. Við leitum samfjárfesta
og sam starfsfyrirtækja sem
hjálpa við að bæta fyrirtækin og
koma þeim á næsta stig.“
FRÍVERSLUNARSVæðI
Gísli segist bjartsýnn á næsta
ár. „Við Íslendingar erum búin
að skrapa botninn í nokkur ár
en ég trúi að við séum á leið
inni upp úr öldudalnum. Ég
held að ef það verður einhver
raunverulegur árang ur í átt
ina að því létta á gjaldeyris
höftunum, sem eru að kreista
súrefnið úr atvinnulífinu, þá
hljóti hlutir að fara að gerast.
Ég er tiltölulega bjartsýnn á
næstu ár.“
Ein af nýjum hugmyndum
sem Thule Investments er að
vinna í er að á Íslandi verði til
nokkurs konar fríverslunar
svæði fyrir nýsköpunar fyrir
tæki, til að auðvelda erlendum
aðilum að koma að þeim.
„Hugmyndin er að þau yrðu
undanþegin gjaldeyrishöftunum
og ekki bara það heldur fengju
þau að gera upp í erlendum
gjaldmiðli; þau fengju í raun
inni að nota jafnvel erlend lög
og erlenda dómstóla jafnvel
þótt þau væru með heimilisfesti
á Íslandi og borguðu hér skatta.
Þannig losnuðu þau við krónu
áhættuna og þennan pólitíska
óstöðug leika sem truflar í dag
erlenda aðila sem horfa til
Íslands.“
„Við vinnum með
fyrirtækjum frá því
þau eru lítil og þang
að til þau eru komin
á legg. Við komum
að fyrirtækjum með
tvennum hætti, annars
vegar með fjármögn
un og hins vegar
með beinni aðkomu
að stefnumörkun og
viðskiptaþróun.“
THuLE INVESTMENTS
Fjöldi starfsmanna: Þrír.
Framkvæmdastjóri: Gísli Hjálmtýsson.
Stefnan: Nýsköpun borgar sig.
Starfsmenn og samstarfsmenn. Björn Brynjúlfsson, framkvæm-
dastjóri Borelis, Skúli Valberg Ólafsson, Gísli Hjálmtýsson og Linda
Metúsalemsdóttir.
Úr gagnaveri Borealis Data Center á Ásbrú.