Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 124

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 124
124 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 Gleðilegt nýtt númer! – er svarið Spegill, spegill herm þú mér? Það er mikill fjársjóður fólginn í því að geta fengið virka endur­ gjöf frá öðrum ef hún er veitt á einlægan og heiðarlegan hátt og án fordóma. Margir stjórn­ endur eiga þess vegna góða bakhjarla utan fyrirtækisins sem þeir leita til, mentora eða þjálfara sem veita leiðbeiningar, ráð og endurgjöf. En hver er það innan fyrirtækisins, í þínum starfsmannahópi, sem upplifir reglulega hvernig þú kemur fram, hver þinn raunverulegi stjórnunarstíll er og hvernig þú hagar þér? Er einhver slíkur í þínum hópi sem þú berð traust til og treystir þér og getur gefið þér endur­ gjöf á einlægan og fordóma­ lausan hátt? Að byggja upp tengsl og hefð fyrir endurgjöf af þessu tagi, frá undirmönnum sem næst þér standa, getur verið ómetanlegur fjársjóður. Einhverjum kann að finnast þetta kjánalegt. En það þarf ekki að vera það og getur verið eins einfalt og að spyrja bara undir fjögur augu á þessum nótum: „Ég met álit þitt mikils, hvaða ráð vilt þú gefa mér til að ég geti bætt frammistöðu mína og orðið betri stjórnandi?“ Eða: „Hvað gæti ég gert til að auð velda okkur að ná meiri árangri?“ Kannski er ekki hægt að bú ast við að allir opni sig með þetta strax, en almennt fagnar fólk þessu tækifæri ef rétt er að staðið og ef trúnaður er ekki brotinn. Skapa þarf réttan vett ­ vang og ef það er gert reglu­ lega, að óska eftir endurgjöf af þessu tagi og samræður eiga sér stað, þá skapast hefð fyrir því að fólk geti tjáð sig, traustið vex og einlægari ábendingar fara að berast. Bæði stjórnand­ inn og starfsfólkið þurfa að fá tíma til að venjast og tileinka sér nýjar leiðir í samskiptum. Flestir stjórnendur eru mjög faglega færir en suma skortir samskiptahæfni. Eiga það til að þjóta áfram á ljóshraða en gleyma að upplýsa fólkið sitt eða hlusta á hvað það hefur fram að færa. Samtöl af þessu tagi geta verið mjög dýrmæt í slíkum tilfellum. Starfsfólk upp­ lifir það almennt jákvætt að vera spurt álits, að það fái að hafa áhrif á umhverfi sitt og verkefni og því er með þessu móti líka verið að efla og hvetja starfsfólk og auka ánægju þess í starfi. Að byrja með autt blað Jafnvel þó að góð hefð sé komin á samræður milli stjórn enda og undirmanna um ár angur og leiðir geta komið upp aðstæður þar sem mál eru sér staklega viðkvæm, snerta marga og fólk á erfitt með að tjá sig. Annað gott ráð er nefnt í þessu sambandi sem auðveld ­ ar okkur að sækja endurgjöf og það er að byrja frá grunni með autt blað og spyrja: „Hvað myndum við gera ef við værum að stofna fyrirtækið í dag?“ Eða: „Ef ekkert væri hér fyrir, hvað myndum við gera þá?“ Á þennan hátt er hægt að sleppa því að leggja dóm á ákvarðanir eða aðstæður í fortíðinni og fyrst og fremst huga að núinu og framtíðinni. Þessar upplýsingar eru stjórn ­ endum oft mjög mikilvægar til að meta hverju er æskilegt að þeir breyti eða geri öðruvísi héðan í frá. Jafnframt er það mjög árangursríkt að fá fram með þessum hætti allan þann auð sem býr í reynslu, þrótti og sköpunarkrafti mannauðsins. Skuldbinding hópsins verður meiri ef hugmyndirnar fá hljóm­ grunn og áhugi á verkefninu og árangrinum vex. Æfing sem þessi getur þannig reynst mikil vítamínsprauta fyrir liðsheildir til að vinna að saman og ætti tvímælalaust að endurtaka öðru hvoru. Báðar þessar leiðir, þ.e. reglu­ leg endurgjöf frá starfsfólki og samræður um árangur og þessi æfing að hugsa frá grunni með autt blað, eiga með tímanum að geta aukið umtalsvert á viðbragðsflýti í fyrirtækinu. Ef þetta er gert á árangurs ­ rík an hátt mun fyrirtækið eiga auðveldara með að bregðast við breytingum í umhverfinu, takast á við samkeppni og hafa forskot varðandi nýjungar á markaði. Það er þess vegna ekki bara stjórnandinn sem uppsker persónulega, heldur allir hagsmunaaðilar, starfsfólk, eigendur, viðskiptavinir, birgjar og samfélagið allt, þegar rekst­ urinn gengur betur. Stjórnendur geta orðið margs vísari þegar leitað er til starfsmanna eftir endurgjöf. Mögu lega vaknar í kjölfarið áhugi á að sækja sér aukna fræðslu og þjálfun til að eflast í stjórn enda hlutverkinu. Slík þjálfun getur tekið tíma og henni fylgir gjarnan kostnaður. Þess vegna er mikilvægt að huga að því að velja leiðir sem skila raun verulegum árangri. Samhengið – Ekkert er til sem heitir „ein stærð fyrir alla“. Það er mikilvægt að hafa skýrt markmið um hvaða hæfni stjórnandinn vill bæta. Kynna sér vel hvað námið felur í sér og átta sig á hvaða tvö eða þrjú atriði stjórnandinn gæti unnið með í kjölfarið. Ekki einblína á of marga þætti í einu. Það þarf að huga mjög vel að því hversu vel námið eða þjálfunin fellur að markmiðum og hæfni stjórnandans og því umhverfi þar sem hann starfar. Tengsl við raunveruleikann – Oft eiga stjórnendur erfitt með að tengja efni sem farið er yfir í námi eða á námskeiðum við raunveru­ legar aðstæður. Þess vegna er mikilvægt að tengja fræðsluna með raunverkefnum við aðstæður hvers og eins og fylgja vel eftir. Gagn­ legt getur verið að hluti námskeiðs eða þjálfunar fari fram innan húss, t.d. með aðstoð leiðbeinanda eða þjálfara samhliða fræðslu eða þá alfarið. Eins er mikilvægt að velja námskeið þar sem mikil áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda, umræður og æfingar. Hugarfar – Til að stjórnendaþjálfun skili árangri er mikilvægt að stjórn andinn hafi raunverulegan áhuga á að gera breytingar og til­ einka sér nýja hæfni. Hann þarf einnig að gera sér ljóst að breyting­ um fylgir oftast tímabundin vanlíðan. Nokkurs konar „harðsperrur“ eins og þegar við erum að koma okkur í betra form líkamlega. Van­ líðanin getur t.d. falist í að horfast í augu við og viðurkenna veikleika sem okkur voru huldir eða að sýna sjálfsaga. Ef stjórnandinn er ekki tilbúinn í þessa vinnu er lítils árangurs að vænta. Árangursmat – Allt of oft vanrækjum við að fylgja eftir fjárfestingu í fræðslu og þjálfun með mælingum og mati á árangri. Það er engu að síður mjög mikilvægt, bæði fyrir stjórnandann til að fylgjast með framförum og líka fyrir fyrirtækið til að meta arðsemi fjárfestingar­ innar. Sýnt hefur verið fram á að auka má virði fjárfestingar í fræðslu og þjálfun umtalsvert með eftirfylgni t.d. með aðstoð frá þjálfara (e. coach) eða leiðbeinanda (e. mentor). Árangursmat getur farið fram með 360°stjórnendamati eða öðrum tegundum af könnunum og svo má líka fylgjast með og vænta breytinga á rekstrarniðurstöðu til góðs. Svo nú er bara að bretta upp ermarnar og eyrun og leggja við hlustir. Hvað þætti okkur gott að fá að vita frá okkar fólki sem hjálpar okkur að ná auknum árangri og gera árið 2015 framúrskarandi gott? Gleðilegt árangursríkt ár! Algengustu mistökin við val á stjórnendaþjálfun stjÓrnun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.