Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 52
52 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 1. Alls kyns dómsdagsspár og bölsýni eru jafnan í mikilli tísku og jafn an vísað í hlýnun jarðar, losun loft meng unar og tak markaðan hagvöxt vegna tak mark ­ aðra auðlinda á tímum ört vaxandi mann fjölda. Er loksins komið að því að taka eigi mark á þessum dómsdagsspám? Dómsdags­ og heimsendaspár hafa alla tíð fylgt mannkyninu og tengjast líklega þeirri vitneskju sem vakir innra með okkur, að eitt sinn skal hver deyja, að lífið „á snöggu augabragði/ af skorið verður fljótt“ eins og Hallgrímur orðaði það. Hinum döpru spám fylgir oft hugljómun um framhald í paradís fyrir þá sem breyta rétt í þessu lífi. Áður fyrr frelsuðust menn ef þeir trúðu á viðeigandi guði en á síðari árum ef þeir eru grænir og flokka sorp. Dómsdagsspár voru einkum tengdar trúarbrögðum en á 19. og 20. öld varð algengt að stjórnmál kæmu í stað trúarbragða, ekki síst meðal menntamanna. Karl Marx var kominn af gyðingaprestum og boðaði stéttabaráttu og dómsdag kapítalismans og síðan para ­ dís allsnægta í sameignarbúskapnum. Einlægar væntingar um allsnægtir voru algengar í Ráðstjórnarríkjunum á fyrstu áratugunum eftir byltinguna 1918, eins og Francis Spufford segir frá í bók sinni Red Plenty (2012). Nýja hagkerfinu var líkt við allsnægtaborð þar sem maturinn birtist sjálfkrafa, eins og í ævintýri. Á síðustu áratugum 20. aldar skiptu heims endaspár um lit og urðu grænar, ekki rauðar eða fjólubláar eins og áður. Árið 1972, um svipað leyti og ég lauk námi, kom út bók sem vakti uppnám. Hún nefndist Limits to Growth (Endimörk vaxtarins) og var kennd við Rómarklúbbinn. Þar var því spáð að ýmsar helstu auðlindir jarðar yrðu fullnýttar um og eftir aldamótin 2000. Það reyndist orðum aukið, en dóms ­ dagsspámenn gefast ekki upp. Fals spámenn skjóta oft aftur upp kollinum, kvarta undan mistúlkun og endurtaka leikinn. Limits to Growth: The Thirty-Year Update, aukin og endurbætt, var gefin út aftur árið 2004 með lúðrablæstri og söng. 2. Þú skrifaðir nýlega um bókina Heimur batnandi fer og hældir henni. Hvað er það í þessari bók sem þér finnst eiga mest erindi inn í þjóðmálumræðuna? Þegar menn ræða hörmungar sem vofa yfir eru þeir oft daprir, jafnvel klökkir. Heimsendaspámenn eru yfirleitt upprifnir, eins og í trúarlegri gleðivímu, og eiga það einnig til að vera árásargjarnir – eins og vísindamenn komast að ef þeir leyfa sér á einhvern máta að velta vöngum yfir hlýnun jarðar. Matt Ridley segir frá því í bókinni sem þú nefndir, Heimur batnandi fer, hvernig upplýsingaöldin og breska iðnbyltingin breyttu lífskjörum almennings á betri veg. Frá því á 19. öld höfum við notið sífelldra framfara – þótt hægt gangi í fátækustu þróunarlöndunum. Þarna eru tímamót. Á rúmlega 200 árum hafa lifnaðarhættir breyst meira til batnaðar en á 5000 árum þar á undan. Í bókinni er um áramÓt Þriðju áramótin í röð leitar Frjáls verslun til Þráins Eggertssonar hagfræðiprófessors um horfur og stöðuna í efnahagsmálum heimsins. Þráinn er ásamt Ragnari Árnasyni, Þorvaldi Gylfasyni og Gylfa Zoëga kunnur víða um heim innan starfsstéttarinnar. Hann hefur kennt við nokkra kunna erlenda háskóla í Bandaríkjnum. Hann svarar hér spurningum Jóns G. Haukssonar, ritstjóra Frjálsrar verslunar, og líkt og í fyrri viðtölum koma þeir víða við. kÍnveRskiR kommaR eRu seiGiR kaRlaR Umræðuefnið að þessu sinni: Dómsdagsspár. Bókin Heimur batnandi fer. Hin kolgræna kirkja umhverfissinna. Hagvöxtur og hlýnun jarðar. Er Kína að brotlenda? Þurfa Bandaríkjamenn að óttast styrk Kínverja? Brothættur heimsfriður. Verðhjöðnunin í Evrópu. Er efnahagsstyrkur Þjóðverja ofmetinn? Þarf neikvæða raunvexti til að ná fullri atvinnu? Nýtt kalt stríð. Hagkerfi Rússlands stendur tæpt. Ráðabrugg Pútíns. Er önnur fjármálakollsteypa í vændum? Landbúnaðarstyrkir á Vesturlöndum. Eru íslenskir viðskiptanemar áhugalausir? Tengslanetin í þekktustu viðskiptaháskólunum. Afnám fjármagnshafta á Íslandi. Er ferðaþjónustufasteignabólan sprungin? Styrkleikar íslensks atvinnulífs. Veikleikar íslensks atvinnulífs. Mestu hættur íslensks atvinnulífs. viðTal: Jón G. HaukSSon / MYndir: Geir ólafSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.