Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 38
38 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 Árin í kjölfar fjármála ­hrun sins 2008 voru íslenskum efnahag erfið,“ segir Ragnar Árnason. „Fjármálaáfallið hlaut auðvitað að minnka íslenska þjóðarframleiðslu tímabundið. Efnahagsstefna sú, sem fylgt var frá árinu 2009, gerði hins vegar illt verra. Hinar stórkostlegu skatta hækkanir, gjaldeyrishöftin og fjandsamleg stefna stjórn­ valda í garð atvinnuveganna drógu bæði mátt og vilja úr at­ vinnulífinu með þeim afleiðingum að dýpt og lengd kreppunnar urðu miklu meiri en efni stóðu til. Peningastefna Seðlabankans, sem í aðalatriðum var sú sama og fyrir hrun, bætti ekki úr skák. Gríðarleg skuldsöfnun ríkisins, sú langmesta í Íslandssögunni, hélt áfram óslitið allt fram til ársins 2013 og mun veikja efna­ hag þjóðarinnar og hagstjórnar­ svigrúmið til frambúðar. Með nýrri ríkisstjórn frá árinu 2013 var að nokkru leyti breytt um efnahagsstefnu. Skiptir þar mestu að hin fjandsam­ lega afstaða til atvinnuvega og fyrirtækja var aflögð, hallarekstri ríkissjóðs hætt og skattar lækk­ aðir lítillega og fyrirheit gefin um áframhaldandi lækkanir. Hins vegar var ekki hróflað við gjaldeyrishöftunum og peninga­ stefna Seðlabankans hélt áfram óbreytt.“ Ragnar segir að þegar á heild ina er litið sé ekki unnt að segja að þáttaskil hafi orðið í efnahagsstefnunni. „Enn er í aðalatriðum fylgt efnahagsstefnu hárra skatta, gjaldeyrishafta, miðstýringar og óviðeigandi peningastefnu sem fyrri ríkis­ stjórn mótaði. Breytingar hafa verið gerðar til batnaðar en þær eru enn of fáar og smáar. Engu að síður varð góður hagvaxtarkippur á árinu 2013. Afar líklegt er að hann hafi að hluta stafað af aukinni bjartsýni fyrirtækja og heimila vegna kosn inganna og nýrrar ríkisstjórn­ ar. Þvert ofan í opinberar spár virðist hafa dregið úr þessum hagvexti á árinu 2014. Kemur þar ugglaust margt til, þ.á m. erfitt efnahagsástand í Evrópu.“ Það sem ræður þó úrslitum að áliti Ragnars er að hag stjórn­ ar mistökin hafa haldið áfram. „Seðla bankinn fylgir enn rangri peningastefnu. Hann hefur haldið stýrivöxtum sínum langt yfir verðbólgu, þannig að raun­ vextir hafa verið mjög pósitífir og mörgum sinnum hærri en hjá erlendum keppinautum íslenskra fyrirtækja, og hann hefur leyft gengi krónunnar að styrkjast án innistæðu í utanríkisviðskiptun­ um alveg eins og á árunum fyrir 2008. Þessi stefna hefur minnk­ að fjárfestingar í atvinnulífinu, dregið úr útflutningi, aukið innflutning og minnkað hagvöxt. Þá eru skattar enn skaðlega háir og gjaldeyrishöftin halda áfram að sjúga máttinn úr atvinnulífinu. Fyllsta ástæða er til að hafa í huga að gjaldeyrishöftin brengla uppbyggingu atvinnulífsins þann­ ig að áhrif þeirra safnast upp og valda vaxandi tjóni eftir því sem lengra líður. Segja má að Seðlabankinn hafi sjálfur þegar viðurkennt mistökin í peningastefnunni. Vaxtastefna sú sem hann hefur fylgt byggðist á spá hans um nær 3% hagvöxt árinu 2014. Gangi það eftir sem nú eru horfur á, að hagvöxturinn á árinu 2014 verði aðeins 1­2%, er því ljóst að peningastefna bankans hefur verið alltof að ­ halds söm að hans eigin mati. Ísland er harðbýlt land. Það er nógu erfitt að halda uppi góðum lífskjörum í landinu þótt vand­ inn sé ekki margfaldaður með síendurteknum og nánast kerfis­ bundnum hagstjórnarmistökum. Ástæða er til að grafast fyrir um orsök þessara mistaka svo að þau verði unnt að leiðrétta svo þau verði okkur ekki til trafala í framtíðinni.“ TexTi: Svava JónSdóTTir RAGNAR ÁRNASON – prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands EFNAHAGSMÁL Áframhaldandi mistök í efnahagsstjórn „Enn er í aðalatriðum fylgt efnahagsstefnu hárra skatta, gjaldeyris ­ hafta, miðstýringar og óviðeigandi peninga ­ stefnu sem fyrri ríkis ­ stjórn mótaði. Breyting ­ ar hafa verið gerðar til batnaðar en þær eru enn of fáar og smáar. álitsgjafar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.