Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 113
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 113
HEILDARTEKJUR MEDIS
40 MILLJARðAR KRóNA
Medis ehf. er dótturfyrirtæki
Actavis og annast sölu og
mark aðssetningu á fram leiðslu
vörum og lyfjahugviti Actavis
til annarra lyfjafyrirtækja.
Medis selur fullbúin lyf til flestra
Evrópulanda og hefur feng ið
markaðsleyfi fyrir vörur Actavis
í flestum löndum heims.
„Starfsemi Medis er mjög
um fangsmikil og er mikilvægur
hlekkur í starfsemi Actavis,“
segir Valur. „Sem forstjóri
Medis er ég mjög stoltur af því
góða starfi sem mitt fólk vinnur.
Við sjáum mjög góðan vöxt milli
ára og sem dæmi má nefna að
söluverðmæti nýrra vara á árinu
er um 3,5 milljarð ar króna. Þessi
árangur næst með samstilltum
mark miðum og vinnubrögðum
og ekki síst í öflugu samstarfi
við mismunandi einingar innan
Actavis, bæði hér á Íslandi og
erlendis.“
MIKILVæG ALÞJóðLEG
VERKEFNI Á ÍSLANDI
„Að mínu mati er það mikill
styrkur fyrir íslenskt atvinnulíf
að hér á landi skuli vera starf
rækt öflug alþjóðleg þekk
ingar fyrirtæki eins og Actavis,“
segir Valur. „Við bjóðum
tæki færi fyrir sérfræðinga á
ýmsum sviðum til að starfa á
alþjóðavettvangi.“ Valur nefnir
dæmi um nýlegt alþjóðlegt
verkefni – mark aðs setningu á
nýju samheitalyfi, Pregabaline,
í Þýskalandi. Um er að ræða
samheitalyf stærsta einstaka
lyfs lyfjafyrirtækisins Pfizer
sem er notað til að meðhöndla
flogaveiki og kvíðaraskanir.
Actavis hóf skráningu lyfsins
daginn sem einkaleyfastaða
leyfði og verður það sett á
markað fyrir lok ársins. „Þetta
er dæmi um verkefni sem náði
yfir mörg svið starfseminnar
á Íslandi en lyfið var þróað af
sérfræðingum okkar hér á landi,
skráningarsvið Actavis á Íslandi
sá um skráningarferlið og Medis
um söluferlið,“ segir Valur.
„Skráningarferlið tók einungis
fjóra mánuði en almennt tekur
1218 mánuði að fá samheitalyf
samþykkt á Evrópumarkað.
Þetta sýnir enn og aftur hvað
við búum yfir framúrskarandi
starfsfólki hér á landi.“
STERK STAðA Á
ÍSLANDS MARKAðI
Actavis er stærsta lyfjafyrirtæki
landsins með um 30% mark
aðs hlutdeild þegar kemur að
fjölda seldra pakkninga. „Við
bjóðum mjög breitt vöruúrval
hér á landi og njótum góðs af
þeirri þróun sem er að eiga sér
stað hjá fyrirtækinu al þjóð
lega,“ segir Valur. Hann segir
að Actavis muni halda áfram að
leggja áherslu á samheitalyf hér
á landi en á sama tíma bjóða
mun breiðara vöruúrval með
auknu framboði af frum lyfjum.
„Fyrirtækið er til að mynda í
fararbroddi í heilsu kvenna á
alþjóðamarkaði og hefur Actavis
á Íslandi sett fjölmargar vörur á
markað hér úr Actavis Woman
vöru línunni, eins og nokkrar
teg undir getn aðarvarna, bein
þynn ingar yfja og fleira.“
Actavis framleiðir og sel ur
einnig ýmsar húð og heilsu vörur
eins og Decubalhúð vöru línuna
og Fluxtann vernd ar vörur.
MIKILVæGI STERKRAR
FYRIR TæKJA MENN
INGAR OG SAMFéLAGS
ÁBYRGðAR
„Við lítum á samfélagsábyrgð í
víðtækri merkingu hugtaksins,
það er hvað varðar ábyrgð
okkar gagnvart öllum okkar
helstu hagsmunaaðilum,“ segir
Valur. Hann nefnir þar fyrst og
fremst starfsfólk, viðskiptavini,
samstarfsaðila og hluthafa.
„Þá leggjum við áherslu á að
lágmarka áhrif fyrir tæki sins
á umhverfið og að taka þátt í
samfélagsverkefnum til dæmis
á sviði heilbrigðismála og for
varna. “
Valur segist líta svo á að
mikilvægt sé að byggja fyrir
tækjamenningu upp innan
frá og leggja fyrst og fremst
áherslu á að styrkja innviðina,
sérstaklega þegar fyrirtæki
eru að ganga í gegnum miklar
breytingar eins og Actavis
hefur gert að undanförnu. „Við
styðjumst við þrjú gildi sem
einkenna alla okkar vinnu – að
vera áræðin, tengd og ábyrg,
eða Á TÁ eins og við köllum
það.“
Valur telur breytingarnar
á fyrirtækinu hafa tekist vel.
„Að sjálfsögðu er það þannig
að í okkar rekstri og umhverfi
er mikið af áskorunum en við
horfum björtum augum til
framtíðar.“
Actavis er stoltur styrktaraðili Forvarnardagsins. Alþjóðlegt rannsóknar- og þróunarsetur er starfrækt í Hafnarfirði.
Actavis verður eitt af stærstu lyfjafyrirtækjum heims þegar kaupin á
Allergan ganga í gegn á fyrri hluta næsta árs.