Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 146
146 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
Það ÞRenGiR að PúTÍn
Pútín Rússlandsforseti er umdeildasti maður ársins 2014:
Úti í hinni villtu náttúru andspænis villtum dýrum, jafnvel villidýrum. Þetta er ímyndin sem Pútín Rússlandsforseti hefur
sjálfur látið búa til. Karlmennska. Pútín hefur átt sviðið á árinu 2014 og er umdeildasti maður ársins. Nú þrengir að honum
bæði í alþjóðastjórnmálum og á olíumörkuðunum og hvað vaknar þá í eðli aðþrengra manna.
erlend fréTTaSkýrinG: GíSli kriSTJánSSon
O
lía og gas fell ur
í verði. Rúbl
an fylgir með
í fallinu. 10
prósent fall,
20 prósent, 30 prósent. Hvar
endar þetta?
Fallið kom sérfræðingum
ekki á óvart því þeir voru löngu
bún ir að segja að verð vel yfir
100 dölum á olíutunnuna væri
„bóla“. Og eins og í öllum ból
um skildu þeir að lokum ekki
hvað hélt lofti í blöðrunni. Það
var aðeins spurning um tíma
hvenær loftið tæki að leka út
og nú hefur það gerst. Það er
offramboð á olíu og gasi og
verðfall.
Það eru raunar ekki nema
tæp fjörutíu ár síðan sömu
spámenn sögðu að verð mikið
yfir 25 dölum á tunnuna gæti
ekki haldist til langframa. En
mikið hefur gerst síðan þá og
nú gera títtnefndir spámenn
sér vonir um að verðið haldist
nærri 75 dölum en það er ef til
vill ofurbjartsýni.
Breytt staða
Og hvað kemur þetta Vladimír
Pútín Rússlandsforseta og villi
dýrunum við? Jú, þetta er lægra
verð en efnahagur Rússlands
hefur vanist síðustu ár.
Fjárfestar tapa, ríkið tapar og
Pútín tapar. Fjárlagafrumvarpið
var lagt fram hallalaust miðað
við 110 dali á tunnuna en verð
ið er núna bara 70 dalir. Ríkið
verður að skera niður á versta
tíma þegar þörf var á auknum
útgjöldum til hermála.
Ef til vill verður verðið svo
lágt á heimsmarkaði að jafn
vel Úkraínumenn ráða við að
borga orkureikninginn. Þá eru
þeir sloppnir úr tví peða töng
inni hjá Pútín. Hann hefur
allt af getað skrúfað fyrir gasið
vegna ógreiddra reikninga.
Og Evrópusambandið
getur „vílað og dílað“ í sínum
gaskaupum því það er offram
boð á góðgætinu. Pútín hefur
meira að segja orðið að hætta
við nýja umdeilda gasleiðslu til
ESBríkja framhjá Úkraínu.
Við þetta bætist svo að Pútín
hefur verið í nokkru uppáhaldi
hjá góðum hópi ólígarka sem
grætt hafa á háu olíu og gas
verði. Þeir missa nú spón úr
sín um aski. Það þrengir að Pútín
frá mörgum áttum sam tímis.
Vekur það villidýrið í hon um?
Fer hann í útrás til að losa um
stöðuna? Sagan geym ir dæmi
um slík viðbrögð valds manna.
Útrás úr lokuðu sundi
Það er að vísu engin ástæða
til að líkja Pútín við Hitler en
samt má spyrja einnar spurn
ing ar. Af hverju fór Hitler í sína
útrás, fyrst hægum skrefum til
næstu nágranna – Austurríkis
og Tékkóslóvakíu? Hvað gerði
hann þegar til nágrannanna var
komið? Hann tók gullforðann.
Útrásin, sem réttlætt var með
fögrum orðum um þjóðerni og
samstöðu, var eiginlega ekkert
annað er ránsferð.
Um þetta hafa verið skrifaðar
bækur: Þegar hagvöxturinn,
sem hlaust af hervæðingu nas
ismans, var að fjara út fór for
inginn ránshendi um hirslur
ná grannanna og allt endaði
með ósköpum. Villidýrið braust
út úr búrinu. Þetta var foringi
í fjárþröng en með mikinn
stuðn ing heima. Þar með lýkur
samlíkingunni.
stjÓrnmál
„Fjárlagafrumvarpið
var lagt fram hallalaust
miðað við 110 dali á
tunnuna en verðið er
núna bara 70 dalir.“
Pútín fór snemma heim af fundi 20 helstu iðnríkja heims í Bris
bane í Ástralíu. Honum varð ekkert ágengt þar.