Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 70
70 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
maður ársins
eins og skíðasvæðinu og nýja golfsvæðinu
sem við höfum lagt peninga í. Þetta er ekki
bara hugsað fyrir ferðamenn heldur til að
styrkja innviði samfélagsins og tryggja að
unga fólkið vilji vera hérna. Síðan eru hér
góðar undirstöður í samfélaginu í ferða
þjónustu á borð við Síldarminjasafnið, sem
undir styrkri forystu Örlygs Kristfinnssonar
verður að teljast ótrúlegt afrek, og Þjóð
laga safnið, sem er hér líka, en hvort tveggja
veitti okkur sannfæringu fyrir því að hægt
væri að byggja á þessum grunni.
Heildarmyndin í ferðamennskunni er
að byggja hér í kringum smábátahöfnina
skemmtilegt og aðlaðandi umhverfi sem
fólki líður vel í og vill koma aftur.
allaR eigniR FyRRveRandi
sR-mjöls á sigluFiRði keyptaR
Róbert víkur næst talinu að hinni megin
stoðinni í uppbyggingarverkefninu. „Hvað
líftæknina varðar þá stóð ég á sínum
tíma ásamt samstarfsmönnum mínum hjá
Þor móði ramma að því að byggja verk
smiðjuna Primex, sem framleiðir kítín úr
rækjuskel, árið 1997 og eins og svo oft
áður fékk ég dellu fyrir þessu og sökkti
mér ofan í þessi fræði. Þessi verksmiðja er
enn í gangi hér í Siglufirði og gengur mjög
vel. Ég fór hins vegar út úr henni árið 2005
um leið og ég seldi minn hlut í Þor móði
ramma og SH og annarri starf semi sem
ég var að vinna að hér þegar ég flutti til
Bandaríkjanna. Við keyptum hins vegar út
úr Primex rannsóknar og þróunardeildina
sem heitir núna Genís, sem voru þá þrír
doktorar í Reykjavík, og höf um fjármagnað
rannsóknir þeirra í tíu ár. Nú hefur fjórði
doktorinn bæst við, ung kona að nafni Lilja
Kjalarsdóttir, sem við kræktum í frá Duke
háskólanum í Bandaríkjunum en hún er
doktor í lífvís indum.
Á grunni þessara rannsókna höfum við
verið að þróa tvær vörur sem við ætl um
að byggja á öfluga starfsemi hér í Siglu
firði í framtíðinni. Í grunninn er um að
ræða efni sem sest á prótein sem tengd eru
bólgusjúkdómum í líkamanum og hefur
áhrif á bólgusjúkdómana. Þessar rann
sóknir og þróunarvinnan kallar á miklar
fjárfestingar í þekkingu, meðal ann ars
vegna þess að rannsóknirnar fara fram
um allan heim. Við erum hér í Siglu firði
þegar komnir með litla þróunar stöð og
þegar hún hefur skilað sínu og við teljum
að vöruþróuninni sé lokið er stefnt að
byggingu öflugrar framleiðslueiningar sem
Takist að búa til grunn þar sem
stærsti hluti íbúanna hefur það
betra, hefur menntun og víðsýni
til að byggja upp enn frekar þá
held ég að slík þorp geti verið
mjög samkeppnishæf í lífsgæðum
við stærri bæi eða borgir.
Brosmildir nafnar. Róbert Guðfinnsson skaust frá í leikskólann og náði í nafna sinn og barnabarn, Róbert Orra.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
6
6
3
0
3
Lífæð samskipta
Míla þakkar samskiptin um Ljósveituna á árinu 2014
og óskar þér farsældar á komandi ári.
Gleðilega hátíð!
Hafðu samband við eftirtalda aðila til að kaupa þjónustu um Ljósveituna:
Colour: Pantone 2623 C
C 70% M 100% Y 30% K 15%
snerpa
rétta leiðin