Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 30
30 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
11. Samsung Galaxy Note 4
Snjallsími/spjaldtölva (verð frá 134.900 kr. hjá helstu
símafyrirtækjum). Samsung var brautryðjandi í „Phablet“
flokknum á sínum tíma með Galaxy Note, sem mörgum þótti
fáránlega stór. Síðan þá hafa aðrir snjallsímar stækkað jafnt
og þétt en Note er ennþá kóngurinn í þessum stærðarflokki.
Fjórða kynslóð Note er einfaldlega besti síminn fyrir þá sem
þurfa stóran skjá en vilja losna við að burðast með spjald
tölvu í farteskinu.
12. Sony A6000
Myndavél (verð 159.900 kr. hjá netverslun.is). Sony A6000
er arftaki NEX6myndavélarinnar frá Sony, sem margir þekkja
að góðu í gegnum tíðina. Uppfærslan hefur tekist afar vel og
útkoman er myndavél sem er tiltölulega nett og vel hönnuð
og tekur myndir sem nálgast DSLRgæði, sérstaklega við litla
lýsingu. Hentar vel þeim sem vilja lítinn og tiltölulega ódýran
valkost við fullvaxnar DSLRmyndavélar.
13. Moto 360
Snjallúr (verð 59.900 hjá helstu símaverslunum). Nú fer
hver að verða síðastur að framleiða snjallúr sem nær hylli
almennings áður en Apple kemur með sitt innlegg á þennan
markað. Moto 360 er fremst meðal jafningja að svo stöddu,
enda leggur það meiri áherslu á fallega hönnun en helstu
keppinautar – og það verður að viðurkennast að útlitið skiptir
meira máli en innvolsið þegar kemur að græju sem maður
ætlar að bera á sér allan daginn.
14. Samsung Galaxy Tab S
Spjaldtölva (verð frá 109.900 kr., t.d. hjá samsungsetrid.
is). Samsung hefur lengi glímt við það erfiða verkefni að
framleiða spjaldtölvu sem stenst iPadlínunni frá Apple snún
ing. Galaxy Tab S er án efa sú spjaldtölva sem kemst næst
því – skjárinn sýnir myndbönd, tölvuleiki og annað slíkt efni
með óaðfinnanlegum hætti, vinnslan og rafhlöðuendingin eru
fyrsta flokks og verðið er vel samkeppnishæft. Spjaldtölvurn
ar gerast ekki betri í Androidheiminum í dag.
15. Nikon D3300
Myndavél (verð 119.900 kr., t.d. hjá beco.is). Þeir sem eru
að taka sín fyrstu skref í DSLRheiminum verða ekki sviknir
af Nikon D3300. Hún er einföld í notkun með gott notenda
viðmót, tekur góðar 24,2 megapixla myndir, er létt og með
færileg miðað við DSLRmyndavél og verðið hentar vel fyrir
byrjendur.
11
14
13
12
15
Falleg hönnun kviknar af góðri hugmynd. Stefán Pétur
Sólveigarson vöruhönnuður hefur um árabil smíðað
gripi úr áli. Hann veit að til að góð hugmynd verði að
veruleika þarf að fylgja henni eftir og framkvæma.
Sjáðu hugmyndina verða að veruleika á alcoajol.is.
Alcoa Fjarðaál sendir landsmönnum öllum hlýjar
kveðjur með ósk um farsæld á komandi ári.
Alcoa Fjarðaál | www.alcoa.is