Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 93

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 93
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 93 á að styðja við aukna fjár fest ­ ingu í atvinnulífinu á komandi árum“. Spurður um breytingar á starf semi eða þjónustu Lýsingar á árinu 2015 svarar Sverrir því til að margt sé í farvatninu. Eitt af markmiðum fyrirtækisins sé að koma reglulega fram með nýjungar sem eigi erindi við fyrir tæki og einstaklinga. Stefnu mótun Lýsingar gangi út á að styrkja sérhæfingu félags ins á sviði eignaleigu. „Við erum framsækið fjár ­ mála þjónustufyrirtæki og því skiptir þjónustu­ og þekk ­ ingar þátturinn okkur umtals ­ verðu máli. Við viljum vera virkir þátttakendur á þeim mörkuðum sem við sinnum, þekkja og uppfylla vel þarfir viðskiptavina og vinna náið með samstarfsaðilum eins og bíla­ og tækjaumboðum. Lýsing byggir á gömlum merg og starfsfólkið býr að mikilli reynslu eftir erfiðleika síðustu ára. Við leggjum mikla áherslu á að starfa heiðarlega sam kvæmt gildandi reglum í sam félaginu með góða og sann gjarna viðskiptahætti að leiðarljósi.“ LEIðRéTT FYRIR 20 MILLJARðA KRóNA Þótt Sverri þyki umræðan um samfélagslega ábyrgð oft yfirborðsleg, hálfgert tísku ­ fyrirbæri þessa dagana eins og hann segir, telur hann að Lýsing standi sig vel í þeim efnum, enda sé það stefna félagsins. „Þar kemur skýrt fram að við berum alla þá ábyrgð sem okkur ber í rekstri og umhverfi fyrirtækisins. Skemmst er að minnast frétta um að Lýsing hefði leiðrétt samn inga fyrir um það bil 20 milljarða króna. Gildismat okkar byggist á heiðarleika, sanngirni og sveigjanleika. En samfélagsleg ábyrgð hefur á sér fleiri hliðar og til dæmis hefur Lýsing um langt skeið styrkt bæði Þroskahjálp og Samhjálp og fleiri uppbyggileg verkefni. Nýlega var líka undirritaður samstarfssamningur milli Lykils og Körfuknattleikssambands Íslands. Þá höfum við tekið á móti hópum háskólafólks, sem vilja kynna sér félagið og afstöðu þess til ýmissa mála sem verið hafa í umræðunni.“ Um starfsmannastefnu fyrir ­ tækisins segir Sverrir að hún snúist um að hafa hæfasta fólkið sem völ sé á í hverjum stól. „Í stjórnendahópnum er skipting milli kynja nokkurn veginn jöfn, forstjórinn er kona sem og rúmur helmingur starfs­ manna,“ upplýsir hann.„Hér er sveigjanlegt vinnuumhverfi, öll aðstaða ný og góð og starfs­ mannavelta lítil.“ Hann víkur að umhverfis ­ stefnu fyrirtækisins og þeirri sér stöðu Lýsingar sem lýtur að því að fjármagna stór tæki eða bíla. „Í stórum dráttum gengur umhverfisstefna okkar út á að aðstoða fyrirtæki og heimili á sem hagkvæmastan hátt við að minnka þau spor sem gömul og mengandi tæki setja á umhverfið. Það skiptir okkur og þjóðina máli að skipta þeim út fyrir nýjan og um­ hverfisvænni búnað. Við hjá Lýsingu gerum okkur grein fyrir hversu áríðandi það er að huga að umhverfinu, alveg niður í smæstu smáatriði.“ HLUSTAð EFTIR ÞÖRFUM MARKAðARINS Að sögn Sverris hafa risastórar kynningar­ og ímyndarherferðir ekki verið keppikefli Lýsingar. Miklu fremur sé áhersla lögð á að upplýsa hvern og einn við ­ skiptavin á einfaldan, skýran og heiðarlegan hátt um þá þjón ­ ustu sem Lýsing hefur upp á að bjóða. Að þessu sögðu er ekki úr vegi að spyrja hvers vegna viðskiptavinir ættu frekar að velja tiltölulega lítið fyrirtæki eins og Lýsingu en til að mynda einhvern stóru bankanna sem það er í samkeppni við? „Sérhæfingin hefur marga kosti í för með sér auk þess sem við bjóðum viðskiptavinum okkar hagstæð kjör – sem dæmi bjóðum við núna lægstu vexti á bílalánum til einstaklinga. Á fyrirtækjamarkaði er ákvörðun viðskiptavina oft flóknari því að yfirleitt er um stærri samninga að ræða og ýmsir þjónustuþættir, breytileiki í kjörum og fleira þess háttar spilar inn í. Við leggjum okkur fram um að vera í góðu sambandi við samstarfsaðila okkar, hlusta eftir þörfum þeirra og veita þeim þjónustu og stuðning og svara eftirspurn til þess að viðskiptin gangi vel fyrir sig. Sá árangur sem við náðum á árinu sýnir tví ­ mælalaust að við erum á réttri leið,“ segir Sverrir. „Við munum fyrst og fremst minnast ársins 2014 fyrir það hve endurkoma Lýsingar á markað gekk vel.“ „Lýsing hefur um langt skeið styrkt bæði Þroskahjálp og Sam­ hjálp og fleiri upp­ byggileg verkefni.“ LýSING Velta: 2 milljarðar króna. Fjöldi starfsmanna: 50. Forstjóri: Lilja Dóra Halldórsdóttir. Stjórnarformaður: Magnús Scheving Thorsteinsson. Stefnan í einni setningu: Lýsing fær hjólin til að snúast! Forstöðumaður og viðskiptastjórar Lykils, Herbert, Sindri og Erla, eru í eldlínunni við afgreiðslu Lykillána. Afhending fyrstu bíla í Flotaleigu Lýsingar þar sem sex fyrirtæki fengu afhenta nýja bíla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.