Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 151
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 151
en um hana hefur verið sagt
að hún búi yfir glæsileika
Jackie Kennedy, gáfum Hillary
Clinton og persónutöfrum
Lauru Bush. Hún er alltént
engin puntudúkka, heldur
segir sína meiningu, er slyng
í röksemdafærslu og hefur
lagt sitt lóð á vogarskálarnar í
ýmsum þjóðþrifamálum, sem
sumir kjósa að vísu að kalla
mjúku málin.
Fyrstu mánuðina sem forseta
frú kynnti hún sér að stæður
heimilislausra og fylgdi manni
sínum í opin berum heimsóknum
og öðrum erindagjörðum til
útlanda. Fljótlega fór hún að
verja kröftum sínum í þágu
heil brigð ari lífshátta en landar
henn ar höfðu almennt tileinkað
sér og ganga sjálf fram með
góðu fordæmi. Í því skyni hrinti
hún af stokkunum átakinu Let‘s
Move! til að hamla gegn offitu
far aldrinum. Ekki vanþörf á
í ljósi þess að eitt af hverjum
þremur bandarískum börnum
þjáist af offitu. Hún á heiðurinn
af matjurtagarðinum við Hvíta
húsið, sem hún væntir að verði
öðrum til eftirbreytni sem og
bókin sem hún skrifaði um
reynslu sína af matjurtaræktun.
Liður í heilsuátakinu var að
hvetja mæður til brjóstagjafa.
Teboðs hreyfingin með Söruh
Palin fremsta í flokki gerði
stólpa grín að boðskapnum
og fannst hann óttalega lítil
fjörlegur.
Leikur á als oddi
En Michelle Obama lætur
ekkert stöðva sig. Hún kemur
fram í hverjum sjónvarps þætt
inum af öðrum, barna tím um
og spjallþáttum, talar fyrir
átakinu og bregður oftar en
ekki á leik, dansar og syngur
ef svo ber undir og þykir hin
skemmtilegasta. Til að mynda
tók hún áskorun spjall þátta
stjórans Ellen Degeneres um
arm beygju keppni og sigraði
25:21. Upp lýsti að hún æfði
daglega í einn og hálfan tíma.
Þar kom skýr ingin á hinum
rómuðu hand leggjum.
Hvar sem hún drepur niður
fæti, á heimaslóðum eða á
ferðalögum um Rússland,
Afríku eða Indland, hvetur
hún líka ungt fólk til að afla
sér menntunar. Undanfarið
hef ur reyndar vakið athygli
að hún fylgir manni sínum
ekki eins mikið á ferðalögum
og áður. Til dæmis ekki þegar
hann átti fund með Xi Jinping,
forseta Kína, í Kaliforníu í
sumar, Peng Liyuna, eiginkonu
þess síðarnefnda, til mikilla
vonbrigða að því er hermt var.
Og líka mörgum Kínverjum
sem vildu gjarnan sjá þessi
róm uðu tískutákn austurs og
vesturs hlið við hlið. Michelle
hafði sér til málsbóta að Sasha
átti afmæli og sagði þarfir fjöl
skyldunnar ganga fyrir. Hún
gerði þó bragarbót og heimsótti
Kína ásamt móður sinni og
dætr um í mars sl. Mánuði síð
ar fór forsetinn einn síns liðs
í opinbera heimsókn til Asíu.
Ýmsar sögur hafa farið á kreik,
forsetafrúin er sögð draga at
hyglina frá forsetanum og slúð
ur pressan hefur ýjað að bres um
í hjónabandinu.
Ætlar ekki í
forsetaframboð
Fjölskyldan hefur forgang.
Mann réttindi, hollusta og heilsa
eru hennar hjartans mál. For
seta hjónin lýstu því t.d. yfir
opinberlega að þau styddu
rétt samkynhneigðra til hjóna
bands og í fyrra flutti Michelle
út varpsávarp, for dæmdi rán á
mörg hundruð skóla stúlkum
í Nígeríu og hvatti íslömsku
öfga samtökin Boko Haram til
að sleppa þeim úr haldi. Hér
hefur að eins fátt eitt verið talið
af að komu hennar og afskiptum
í þágu ýmissa baráttumála,
sem hún hyggst halda ótrauð
áfram. Hún þvertekur fyrir að
stefna í pólitík og sækjast eftir
forsetaembættinu þegar kjör
tíma bili eiginmannsins lýkur.
Michelle Obama virðist njóta sín
í sviðsljósinu og það fer henni
óneitanlega vel, að sumra mati
betur en eiginmanninum.
„Michelle Obama kemur
fram í hverj um sjón
varps þætt inum af öðrum,
barnatímum og spjallþátt
um, talar fyrir átakinu og
bregður oftar en ekki á
leik, dansar og syngur ef
svo ber undir.“
Obama og Hollywood
Í kosningabaráttunni 2012 var sagt að Mitt Romney, frambjóðandi
repúblikana, réði yfir milljörðum en Barack Obama Hollywood.
Á vissan hátt öfugmæli því frá upphafi kosningabaráttunnar
2008 hefur Obama verið býsna glúrinn í að fá fræga fólkið til að
afla framboðum sínum fjár. Og það hafa ábyggilega ekki verið
smápeningar. Hann áttaði sig á að ekki væri nóg að það lýsti yfir
stuðningi, bandarískir kjósendur kærðu sig enda kollótta um hvað
fólk í skemmtanabrans an um kysi. Beinharðir peningar gætu hins
vegar skipt sköpum.
Meðal þeirra sem tóku virkan þátt í framboðum Obama með
fjárfram lögum, fjáröflunarsamkomum og þvíumlíku eru George
Clooney, Robert DeNiro, Sarah Jessica Parker, Eva Longoria, Will
Farrell, Ben Affleck, Angelina Jolie og Brad Pitt, spjallþáttastjórn
andinn Oprah Winfrey, Anna Wintour, ritstjóri Vogue, leikstjórinn
Spike Lee, söngkonurnar Lady Gaga, Jessica Alba og Beyoncé
Knowles og maður hennar JayZ.
Sumu af þessu fræga fólki hefur hlotnast sá heiður að vera
boðið í veislur í Hvíta húsinu og nokkrir telja sig til vina Michelle
og Baracks Obama, til að mynda Beyoncé og Oprah Winfrey.
George Clooney var á meðal þeirra sem tóku virkan þátt í
framboðum Obama.
Rétt eins og
Jackie Kennedy,
fyrirrenn ari hennar
á sjöunda áratug
liðinnar aldar, varð
Michelle Obama
tískutákn fyrsta og
annars áratugar
þess arar
aldar.