Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 110

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 110
110 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 Þótt ekki sé skylduaðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum hefur sjóðfélögum fjölgað um 1.300 á árinu og eru þeir nú tæplega 50 þúsund. Ávöxtun fjárfestingarleiða sjóðsins hefur verið 8,6%-9,7% á ársgrundvelli síðustu tíu árin. Sjóðurinn er með rekstrarsamning við Arion banka og sinna starfsmenn bankans rekstrinum. N ýverið valdi fagtímaritið In vestment Pension Europe (IPE) Frjálsa lífeyrissjóðinn besta líf eyris ­ sjóð Evrópu í sínum stærðar ­ flokki og besta lífeyris sjóð smáþjóða. Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir dómnefndina einkum hafa litið til tveggja þátta. Annars vegar til eignastýringar sjóðsins sem hafi gengið vel bæði í kringum hrunið og síð ­ ustu misseri í krefjandi mark ­ aðsaðstæðum. Og hins vegar uppbyggingar sjóðsins sem hafi þá sérstöðu umfram flesta lífeyrissjóði að hluta af 12% skylduiðgjaldinu er ráðstafað í séreignarsjóð. „Þetta fyrirkomulag felur í sér að hluti iðgjalda erfist og sér eignin býður upp á að sjóð ­ félagar hafi meiri sveigjan leika um fyrirkomulag á útgreiðslum. Sjóðurinn hefur verið að þróa fleiri kosti varðandi greiðslu ellilífeyris. Jafnframt er boðið upp á fjórar misáhættumiklar fjár festingarleiðir fyrir séreign ­ ina, sem þýðir að sjóðfélagar hafa meira val um leiðir sem henta áhættuþoli þeirra og við ­ horfi til áhættu,“ segir Arnaldur. FRAMÚRSKARANDI NIð URSTÖðUR Í LYKIL ­ ÞÁTTUM KÖNN UNAR CAPACENT Alþjóðlegar viðurkenningar af þessu tagi segir hann mikil ­ vægar og eiga sinn þátt í því að viðhalda ánægju og trausti sjóðfélaga. Þeir eru tæplega 50 þúsund og hefur fjölgað um 1.300 á árinu 2014. „Í ljósi þess að engin skylduaðild er að Frjálsa lífeyrissjóðnum er sér ­ staklega ánægjulegt að svona margir treysti sjóðnum fyrir lífeyrissparnaði sínum. Hrein eign sjóðsins hefur aukist um 15 milljarða á árinu, úr 130 milljörð um í lok árs 2013 í 145 milljarða.“ Efst í huga Arnaldar um áramót er hversu ánægðir sjóð ­ félagar eru með sjóðinn og það traust sem þeir bera til hans. Arnaldur bendir á að þetta viðhorf komi skýrt fram í sam ­ tölum hans við sjóðfélaga. Nýleg könnun Capacent á við ­ horfi sjóðfélaga til starfsemi lífeyris sjóða, stjórna þeirra og stjórnenda staðfestir þetta líka glögglega. „Frjálsi lífeyrissjóðurinn fékk framúrskarandi niður stöður í öllum lykilþáttum könn un ar ­ innar. Það er gott að vita að sjóðfélagar hafa almennt já ­ kvætt viðhorf til sjóðsins. IPE­ verðlaunin, sem ég er líka mjög stoltur af, eru starfs mönnum og stjórn sjóðsins einnig mikil hvatning til að leggja enn harðar að sér við að ná góðri ávöxtun og veita sjóðfélögum framúr skarandi þjónustu.“ Starfsemi Frjálsa lífeyris ­ sjóðs ins á árinu segir Arnaldur einkum hafa snúist um mikla vinnu starfsmanna í eigna ­ stýringu og stjórnar sjóðsins vegna stórra fjárfestingar ­ ákvarð ana. Til dæmis hafi sjóð urinn komið að endur ­ fjár mögnun Reita, sem fól í sér fjárfestingu upp á rúmlega þrjá milljarða, eina af stærstu einstöku fjárfestingum sjóðsins. SJóðFéLAGALÁN OG RÝMRI LÁNAREGLUR „Sjóðurinn býður upp á sjóð ­ félaga lán og rýmkaði lána ­ regl urnar verulega á árinu, sem gerði lánin enn eftir ­ sóknar verðari. Við hækkuðum há marks lánsfjárhæðina í 40 milljónir og buðum upp á jafnar afborganir til viðbótar við jafn ­ greiðslulán fyrir sjóðfélaga, sem vilja greiða lán sín hraðar niður.“ Fjárhagsleg áhrif skulda leið ­ réttingar ríkisstjórn arinnar á Frjálsa lífeyrissjóðinn sem kemur til framkvæmda á árinu 2015 eru að sögn Arnaldar óveru leg því ríkissjóður mun greiða sjóðnum þann hluta sjóð félagalánanna sem verður felldur niður; auk þess nema sjóðfélagalánin aðeins um 2% af eignum sjóðsins. „Sama gildir um þann hluta leið ­ rétt ingarinnar sem snýr að greiðslu viðbótariðgjalda inn á hús næðislán vegna þess að einungis lítill hluti heildar ið ­ gjalda í sjóðinn eru viðbótar­ ið gjöld, en slík iðgjöld má ein göngu nota til að greiða inn á húsnæðislánin. Hins vegar hafði sá hluti mjög mikil áhrif á starfsemi sjóðsins á árinu og TexTi: valGerður Þ. JónSdóTTir / MYndir: frJálSi lífeYriSSJóðurinn Frjálsi lífeyrissjóðurinn Mikil ábyrgð að varðveita lífeyrissparnað sjóðfélaga Áramót eru tímamót Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.