Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 58
58 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
eru framtíðarspár um heimsóknir erl endra
ferðamanna? Er hugsanlegt að ferða
þjónustufasteignabóla springi á næstu árum?
14. Hverjir eru helstu styrkleikar íslensks
atvinnulífs um þessar mundir?
Má ég aðeins teygja svarið og ræða einn ig
um helstu veikleika og hættur, auk styrk
leika?
Helstu styrkleikar: Hátt hlutfall náttúru
gæða og mannfjölda; hagstæð lega landsins;
góður aðgangur að útflutningsmörkuðum;
vel menntað vinnuafl og sérfræðingar með
sterk alþjóðatengsl (bjarta hliðin á speki
lekanum); nýjungagirni, dugnaður og
atorka; sjávarútvegur og sjávarútvegsklasi
á heimsmælikvarða. Og nú síðast; vinsældir
meðal erlendra ferðamanna.
Helstu veikleikar: Fáliðuð millistétt og
ótraustar menningarhefðir. Hér er átt
við trausta fagmenn eða sérfræðinga af
ýmsu tagi og samtök þeirra sem geta
staðið saman gegn fúski, flumbrugangi
og sér hagsmunapoti í atvinnulífinu og hjá
hinu opinbera. Okkur skortir krítískan
massa af fagmönnum sem gefa tóninn.
Alvörublaðamannastétt. Meira úrval um
sækjenda þegar valið er í æðstu stöður.
Það er þorpsbragur á íslenska örþjóð fé
laginu með tilheyrandi öfund og klíkuskap
sem er síður áberandi í stærri samfélögum.
Hefð er fyrir andúð á atvinnulífinu og
ofuráhersla er lögð á hver fær hvað og sam
hliða troðast stórir og smáir áfram með
frekju og tillitsleysi, hver á sínum vettvangi.
Gore Vidal, sællar minningar, sagði eitt
sinn í gamni: Whenever a friend succeeds,
a little something in me dies. Það er til fólk
alls staðar sem hugsar svona en þorpsbúar
hafa betri aðstöðu en íbúar stórborga til að
gera eitthvað í málinu.
Mestu hættur: Önnur kollsteypa efna
hags mála innanlands eða utan. Jarðeldar.
Ágangur stórvelda sem sækjast eftir auð æf
um á norðurslóðum. Hryðjuverk heima og
erlendis.
Ég hef kennt við erlenda háskóla,
til dæmis í New York. Þar mæta
allir nemendur í tíma nema þeir
séu veikir og þá láta þeir mig
vita. Og þeir koma undirbúnir í
tímana.
Ofurfjárfesting og útflutningur
hafa knúið hagvöxt í Kína hin
síðari ár. Um 50% af þjóðar
framleiðslunni hefur verið sett í
innlenda fastafjárfestingu, svo
sem samgöngumannvirki og
fasteignir.
Harkaleg efnahagskreppa gæti
veikt völd Pútíns nema honum
takist að beina athygli inn lendra
ráðamanna og almennings að
landvinningum og ógnum að
utan. Það mun hann sennilega
reyna.
um áramÓt
Bjartsýnin sem birtist í Heimur batnandi fer hefur vakið heiftarleg og hatursfull viðbrögð
bölsýnismanna. Hann er sammála þeirri kenningu að losun gróðurhúsalofttegunda stuðli að
hlýnun jarðar en segir jafnframt að loftslagsbreytingar eigi sér margar orsakir, óvissa ríki um
samspil hinna ýmsu þátta og rökstyður þá skoðun.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar
Sími 425 2100 | www.kadeco.is
Kadeco, þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, sendir landsmönnum öllum hlýjar óskir
um gleðilega hátíð með þakklæti fyrir árið sem er að líða.
Það eru ótal tækifæri í kortunum fyrir Reykjanesið á nýju ári og við munum halda áfram
að efla blómlegt samfélag frumkvöðla, fræða og atvinnulífs á Ásbrú.
Hlýjar hátíðarkveðjur
PI
PA
R
\
TB
W
A
•
S
ÍA
PI
PA