Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 16
16 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 né góða ávöxtun á næsta ári. Líklegt er að fjárfestar haldi áfram frekar að einblína á uppgjör fyrirtækja og gengi hlutabréfa þeirra sveiflist í nokkrum takti við uppgjör fyrirtækjanna. Þó svo að hugsanlegt sé að fleiri fyrirtæki bætist við í flóru bréfa skráðra í Kauphöllinni eru enn ekki nein vænt útboð fyrirliggjandi sem ætla má með vissu að eigi sér stað árið 2015. Össur Hlutabréf Össurar hækkuðu mikið árið 2014 og hélt því hækkunarhrina félagsins frá haustinu 2012 áfram. Nam hækkunin um það bil 60% og veittu hlutabréf þess besta ávöxtun allra hlutafélaga á mark­ að inum á árinu. Hagnaður hélt áfram að aukast og eru væntingar um áframhaldandi hagnað sem hafði þessi jákvæðu áhrif á gengi þess. Marel Það má með sanni segja að gengi bréfa í Marel hafi svipað til þess að vera í rússí ­ bana á árinu 2014. Gengið í upphafi árs var tæplega 140 en nokkur afleit uppgjör urðu til þess að gengi bréfa félagsins lækkaði niður í 100 síðastliðið haust. Síðasta birta uppgjör ársins gaf þó til kynna að aðgerðir nýráðins forstjóra, Árna Odds Þórðarsonar, bæru árangur og hefur gengi bréfa félagsins stokkið í svipaðar hæðir og það var í í upphafi árs. Eimskip Annað fyrirtæki sem olli vonbrigðum hvað hagnað varðaði á árinu 2013 var Eimskip. Umskipti urðu þó á síðasta birta árshlutauppgjöri félagsins og hafa þau birst í hækkun á gengi bréfa félagsins síðustu vikur ársins. Hagar Gengi bréfa Haga var afar stöðugt á árinu 2014 eftir nánast samfelldar hækkanir á gengi þess frá skráningu haustið 2011. Gengi bréfanna hækkaði töluvert í upphafi árs en á vormánuðum lækkaði það aftur þegar fréttist að CostCo kæmi hugsanlega til Íslands með tilheyrandi samkeppni. Síðan þá hefur það sveiflast á svipuðum slóðum, enda rekstur félagsins tiltölulega stöðugur og vöxtur hagnaðar að minnka. HB Grandi Bréf í HB Granda höfðu verið seld og keypt utan aðalmarkaðar Kauphallarinnar í töluverðan tíma en formleg skráning þeirra var seint í apríl. Næstu vikur eftir skráningu féll gengi þeirra en eftir afar góð árshlutauppgjör félagsins á árinu hefur það hækkað mikið síðustu vikur ársins. Þó voru blikur á lofti varðandi efnahag Rússlands sem gætu haft neikvæð áhrif á gengi félagsins næstu misserin. Myndin sýnir bæði gengi bréfa HB Granda fyrir og eftir skráningu á aðalmarkaðinn. Icelandair Group Litlar sveiflur voru á gengi Icelandair framan af ári 2014. Líklegt er að fjárfestar hafi þegar verðlagt í vænt gengi félagsins afar gott ár í flugiðnaðinum. Undir lok ársins birti Icelandair þó árshlutauppgjör sem gaf til kynna enn meiri vöxt en jafnvel bjartsýnisspár höfðu gert ráð fyrir. Auk þess mun lækkandi olíuverð bæta rekstur félagsins en sú lækkun skiptist væntanlega í lægri fargjöld en einnig aukinn hagnað. Gengið rauf 20 króna múrinn í byrjun desember og er markaðsvirði félagsins komið yfir 100 milljarða króna. N1 Framan af árinu 2014 sveiflaðist gengi bréfa í N1 örlítið, með örlitla leitni niður. Góð uppgjör félagsins á síðara hluta ársins stuðluðu að því að ávöxtun félagsins var góð og geta hluthafar félagsins vel við unað. Hlutabréf Ávextir í áskrift er eins þægilegt fyrirkomulag og hugsast getur Viljið þið prófa? Ummæli viðskiptavina „Við höfum fengið ávexti í áskrift hjá Ávaxtabílnum frá því hann byrjaði að veita þessa þægilegu þjónustu fyrir 10 árum. Það segir allt sem segja þarf.“ Guðmundur Baldursson, Logo Flex „Við fáum reglulega ávexti frá Ávaxtabílnum fyrir starfsmenn okkar og þeir kunna svo sannarlega að meta það. Fyrir vikið teljum við okkur vera með orkumeiri starfsmenn allan daginn og minni fjarvistir.“ Andrés B. Sigurðsson, Ormsson „Fyrirkomulagið er einfalt, úrvalið gott og enginn þarf að muna að panta. Við fáum bara ferska ávexti í áskrift og því geta starfsmenn okkar gripið í hollan bita allan daginn.“ Kolbrún Bergsdóttir, Hugviti „Við erum mjög ánægð með þjónustu Ávaxtabílsins, sem hefur séð okkur fyrir ávöxtum í mörg ár. Fyrirkomulagið er einfalt, ávextirnir góðir og þjónustan þægileg.“ Björk Hreinsdóttir, Stálsmiðjunni-Framtak „Það er mjög þægilegt fyrir lítinn vinnustað eins og okkar, að geta fengið svona mikið úrval af ávöxtum, en þurfa ekki að panta heila kassa eins og hjá stóru ávaxtahúsunum. Við höfum því fylgt Ávaxtabílnum nánast frá því hann byrjaði og erum hæstánægð með þjónustuna.“ Ragnheiður Elíasdóttir, Knattspyrnusambandi Íslands Nú eru góð ráð ódýr Aðeins 550 kr. á mann áviku Á fjórum vikum er hægt að komast að því hvernig ykkur líkar að vera alltaf með ávexti við höndina í vinnunni. Það er lítil áhætta að prófa. Ein vika af fjórum verður í boði Ávaxtabílsins Hollir veislubakkar við hvert tækifæri, heim eða í vinnuna Ávaxtaveisla að hætti hússins! www.avaxtabillinn.is avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • s. 517 0110
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.