Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 29
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 29
6. Apple MacBook Pro Retina
Fartölva (verð frá 239.990 kr., t.d. hjá epli.is og macland.
is). MacBook Prolínan frá Apple fékk uppfærslu á árinu sem
heldur henni í fararbroddi í keppni þeirra bestu á fartölvu
markaðnum. Retinaskjárinn er frábær, hönnunin glæsileg
og vélbúnaðurinn skilar sínu. Margir hefðu kannski viljað sjá
örlítið stærri skref stigin í þróun þessarar nýjustu útgáfu en til
hvers að umbylta því sem virkar fullkomlega?
7. Nikon D750
Myndavél (verð 399.900 kr., t.d. hjá beco.is). Nikon D750
er DSLRmyndavél sem hentar vel þeim sem vilja taka
stórt skref inn í DSLRheiminn án þess þó að fara alla leið í
atvinnu mannagræjurnar. Hún er með mjög góðan sjálfvirkan
fókus, myndgæðin standa undir væntingum og vel það, auk
þess sem hún er auðveld í notkun.
8. Microsoft Surface Pro 3
Spjaldtölva (verð frá 159.900 kr., t.d. hjá tolvutek.is). Inn
reið Microsoft á spjaldtölvumarkaðinn hefur e.t.v. ekki gengið
alveg samkvæmt áætlun tölvurisans, en það verður þó að
segjast að nýjasta útgáfa Surfacespjaldtölvunnar er ansi vel
heppnuð. Surface er spjaldtölva sem teygir sig inn á verksvið
fartölvanna á ýmsum sviðum. Hún er þynnri og léttari en
fyrirrennararnir þrátt fyrir að vera með stærri skjá og betri
upplausn, stafrænn penni fylgir nú með sem eykur notagildið
og vinnslan jafnast á við fartölvu í ódýrari kantinum.
9. Nokia Lumia 930
Snjallsími (verð 99.900 kr. hjá helstu símafyrirtækjum).
Lumia 930 er flaggskip Windowssímanna og ber þann titil
ein staklega vel. Hann er öflugur, flottur og með góðan 5
tommu skjá. Myndavélin er svo kapítuli út af fyrir sig, en
hún hefur jafnan verið helsti styrkleiki Nokiasíma. Þar svíkur
Lumia 930 ekki með 20 MP myndavél sem tekur framúrskar
andi myndir og vídeó.
10. Dell XPS 13
Fartölva (verð frá 239.990 kr., hjá Advania.is). Dell XPS
13fartölvurnar voru góðar en á þessu ári kom ný útgáfa sem
sló þá fyrri heldur betur út. Nýjasta útgáfan er næfurþunn,
með snertiskjá og nýjustu kynslóð Intelörgjörva, sem þýðir
að vinnslan er til fyrirmyndar. Hönnunin er glæsileg, áláferðin
gerir XPS 13 einstaklega rennilega og flotta. Góður kostur
fyrir þá sem vilja fjölhæfa, öfluga og netta Windowstölvu.
10
8 7