Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 68

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 68
68 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 „Ég hef sagt að þegar ég horfi á Siglufjörð framtíðarinnar þá þurfum við að hafa samfélag – og þetta á ekki bara við um Siglu fjörð heldur öll þessi litlu pláss út um allt – með ákveðna breidd. Það þarf ákveðna breidd í mannlífi, ákveðna breidd í menntun og ákveðna breidd í störfum. Þannig býrðu til starfsemi og fólk sem styður allt hvað við annað. Þá dafnar menn ingin og ný tækifæri verða til. Fram spretta frumkvöðlar sem draga til sín fólk sem farið hefur víða og menntað sig. Trú mín er sú að lítið samfélag eins og Siglu­ fjörður geti eignast breidd þar sem gamli sjávarútvegurinn er ennþá burðarás, en með honum dafni ferðaþjónusta og svo önnur starfsemi, í þessu tilfelli líftækni, og þannig getir þú búið til lítið samfélag með meiri stöðugleika og sem á sér framtíð. Einhæfni í atvinnulífinu, sama hvernig hún er – algengast í þorpunum er að það sé sjávarútvegur – gerir það að verkum að allir tala sama tungumálið og tala hver við annan um sömu hlutina og festast þannig inni í einhverjum farvegi. Þetta er eitt af stóru vandamálunum sem landsbyggðin glímir við. Einhæfnin er svo mikil að hún tekur við öllum sveiflum sjávarútvegsins, hvort heldur er upp eða niður, og er ofur ­ viðkvæm fyrir öllum breytingum innan atvinnu greinarinnar, t.d. í kvótamálum. Ég bara trúi því að það sé hægt að byggja upp í þessum samfélögum aukna breidd og draga inn í það betur menntað og betur launað fólk. Ef starfsemin sem samfélagið byggist á er hins vegar þannig að hún kallar á lágan kostnað þá þýðir það að launin eru lág og fyrir bragðið verða útsvarstekjur sveitarfélagsins lágar. Fólkið eyðir litlu í samfélaginu vegna þess að það hefur ekki mikið milli handanna. Það þýðir ekkert að vera með skemmtistaði eða einhverja annars konar afþreyingu vegna þess að fólk hefur ekki kaupmátt til að sækja slíka staði. Ef hins vegar er búinn til grunnur þar sem stærsti hluti íbúanna hefur það betra og hefur menntun til að hafa víðsýnina til að byggja upp enn frekar þá held ég að slík þorp geti verið mjög samkeppnishæf í lífsgæðum við stærri bæi eða borgir. Það er nefnilega fjöldi fólks tilbúinn að búa á slíkum stöðum ef þessir þættir, til viðbótar við skólamál, leikskólamál, umhverfismál og afþreyingu, eru í lagi.“ FoRsjáRhyggjan tekuR yFiR Róbert ólst upp í Siglufirði eftir að síldin fór og stöðnun tók við, kannski ekki ósvipað ástand og ríkti þar um það leyti sem Róbert réðst í uppbygginguna. „Það er nú bara þannig að þegar sam ­ félög verða fyrir áföllum á borð við það sem Siglfirðingar urðu að taka á sig eftir síldarhrunið þá fækkaði fólki hratt, tiltrúin á samfélagið var lítil, bankarnir sátu uppi með fjöldann allan af eignum sem grotn­ uðu niður vegna þess að fáir voru til að taka við. Fjármálakerfið var ekki tilbúið að lána meira hérna enda að afskrifa mikla fjármuni. Og jafnvel þótt menn hér væru með hugmyndir og vilja (og munum að þá var ekkert kvótakerfi) þá var ekki þor eða áhugi á að leggja fjármuni inn í samfélag sem svona var komið fyrir. Þar af leiðandi fóru margir sem gátu það en hinir sem eftir urðu voru að pjakka áfram með tiltölulega bágan efnahag. Þetta leiðir af sér að hlutirnir grotna niður en það sem verra er; fólk fer að trúa því að öðrum sé betur treystandi en því sjálfu, að t.d. stjórnmálamönnunum sé betur treystandi í flestum málum. Forsjárhyggjan tekur yfir og fólk fer að gera kröfur til annarra en sjálfs sín. Það fer að gera kröfur til sveitarfélagsins, það fer að gera kröfur til ríkisvaldsins og þá eru menn komnir á hættu lega braut ef öðrum er betur treystandi fyrir framtíð barnanna þinna og barna barna en þér sjálfum. Þegar ég svo upplifði, búandi úti í Phoenix í Arizona, hrunið hér 2008 eða öllu heldur afleiðingar þess, þá sá maður aftur einkennin. Þetta var allt öðrum að kenna, bankamönnunum að kenna og enginn leit í spegil og spurði sig: Gerði ég eitthvað rangt? Og aftur kallaði þetta fram svipaða hluti og í síldarhruninu, nefnilega fo rsjárhyggju. Fram koma stjórnmálamenn sem telja sig betur færa til að hugsa fyrir almenning en almenningur sjálfur. Af þessu hef ég haft áhyggjur vegna þess að þetta frelsi sem okkur er gefið er ofboðslega vandmeðfarið. Ég hef stundum sagt að þeir, sem ég er hræddastur við, séu ekki vinstrisinnað fólk sem trúir á forsjárhyggjuna heldur þeir sem misnota frelsið sem okkur er gefið vegna þess að þeir sem misnota frelsið eiga það til að afvegaleiða fólk sem verður til að það leitar í forsjárhyggjuna. Það verður að ganga hægt um gleðinnar dyr, líta ekki á frelsið sem sjálfsagðan hlut og að þú getir bara tekið að vild en ekki gefið. Það er ekkert gefið að þú hafir þetta frelsi því ef þú gengur of langt kemur fólk og segir: Sjáið, hann er að misnota frelsið, honum er þar af leiðandi ekki treystandi og við skulum kjósa yfir okkur forsjárhyggju. Þetta var svolítið staðan hérna í Siglufirði þegar síldin hvarf og þótt ekki væri hægt að kenna neinum um var það nú samt svo að fólk missti trúna á einkaframtakið og gaf sig forsjárhyggjunni á vald. Þetta á um sumt líka við núna þar sem maður horfir á úr fjarlægð og er ekki í miðri hringiðunni. Kannski er auðvelt fyrir mig að segja þetta – að setjast í eitthvert dómarasæti úti í heimi vegna þess að hrunið skaðaði mig ekki en svona sé ég þetta. Þannig að þegar við erum að fjárfesta, eins og í þessum innviðum Siglufjarðar, lít ég svo á að við séum að fjárfesta inn í lengri framtíð, að stærstum hluta með okkar eigin fé sem allt beinist að því að næstu kynslóðir taki við þessu og njóti, njóti þess þannig að ávöxtunarkrafan teljist eðlileg þó að hún sé ekki með hætti sem venjan er en hún er þannig að umhverfið á að þola hana og hún á að vera ásættanleg fyrir þá sem lagt hafa fé í þessa uppbyggingu.“ smábátahöFnin hjaRta veRkeFnisins Róbert segir að sé litið á þessi tvö verkefni sem hann einbeiti sér að megi sjá að hann er enginn sérstakur áhugamaður um ferða ­ þjónustu. „En ég taldi mig strax árið 2007 sjá breytingarnar og hvað væri að gerast í þeirri grein. Ég gerði mér að vísu enga grein fyrir því að um milljón ferðamenn myndu koma til Íslands nokkrum árum síðar en ég sá tækifæri í því að gera ákveðna ferða þjónustuhugmynd í Siglufirði að veru leika. Þetta er ekkert sem ég hef lesið mér til um í fræðibókum heldur sótt í það sem ég hef séð á ferðum mínum. Ég hef tekið eftir því að ferðamenn t.d. í Banda ríkjunum, Mexíkó og víðar hópast iðulega saman í kringum hafnir. Þar eru sportbátahafnir mjög vinsælar og það hafa verið byggð hótel í kringum þær vegna þess að þarna er eitthvað að gerast. Það er hreyf ­ ing í kringum þær og fólk flykkist að þeim. Sportfiskimenn eru að fara út og koma aftur með sverðfisk eða túnfisk til hafnar eins og sjá má víða í Mexíkó. Ég fór þess vegna að hugsa með mér að þetta þyrftu Þegar ég svo upplifði, búandi úti í Phoenix í Arizona, hrunið hér 2008 eða öllu heldur afleiðingar þess þá sá maður aftur einkennin. Þetta var allt öðrum að kenna, bankamönnunum að kenna og enginn leit í spegil og spurði sig: Gerði ég eitthvað rangt? maður ársins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.