Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 22
22 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014 fjárfestakynning í New York. Á þessum þremur mánuðum fengu fyrirtækin hand ­ leiðslu lærimeistara, fjárfesta og mennta ­ sérfræðinga við að byggja upp rekstur og mark aðssókn félaganna auk þess að undirbúa stóru kynninguna til að sýna af­ raksturinn. Almennt er talið að auðveldara sé að komast inn í Harvard og Yale en að komast í þetta prógramm og er þetta í fyrsta sinn sem félag með íslenskar rætur er valið þarna inn. Yfir 200 fjárfestar hlýða á kynninguna og eftir það tekur við stífur fjármögnunarfasi og fundir með áhuga­ sömum fjárfestum,“ útskýrir Valdís. „Hugsunin er að fyrirtækin setji upp fjármögnunarupphæð sem þarf til að byggja upp fyrirtækið fram að næsta fjár ­ mögnunarfasa og í tilfelli reKode var félagið komið með um 30% af því markmiði fyrir sjálfa kynninguna. Það vakti líka mikla athygli að allir þátttakendur félagsins væru kvenkyns og varð raunin sú að við fengum flesta fundi með fjárfestum á kynn ingardeginum sjálfum. Meðal áhuga ­ verðra fjárfesta voru ein stærstu nöfnin í tæknigeiranum þar vestra.“ Sköpun, samvinna og forritun Markmiðin með fyrirtækinu eru háleit og skýr. Fyrstu námskeiðin fóru af stað nú í nóvember í Redmond í Washington, með glæsilegum viðtökum. Næstu mánuðir fara í að byggja upp vitund á vörum og þjónustu í Washingtonríki áður en haldið verður af stað á næstu svæði. „Bakgrunnur reKode er sterkur og góð reynsla er þegar komin á sambærileg nám ­ skeið á Íslandi, en dótturfélagið Skema hefur verið starfrækt síðan 2011. Á þeim tíma hefur félagið tekið á móti um 3.500 börnum og 350 kennurum á forritunar nám ­ skeið og það víðsvegar um landið. Þetta er fyrst og fremst ný nálgun á menntakerfið og þróun í tæknikennslu. Grunnþekking í forritun mun verða lágmarkskrafa í fjölda starfa í framtíðinni og viljum við með vörum okkar og þjónustu auka tæknilæsi og tækniskilning komandi kynslóða með því meðal annars að nýta tæknina í kennslu fyrir börn og aðstoða skóla og sveitarfélög við að „uppfæra“ sig í takt við tækniþróun með sérsniðnum innleiðingarpökkum. Kjörorð fyrir tækisins eru sköpun, samvinna og forritun. Á námskeiðunum hittast krakkar og læra saman og skapa saman. Þannig er þessi hugmyndafræði bæði félagsleg og lærdóms rík. Það er ekki til sambærilegt verkefni í heim inum og því er Rakel frumkvöðull á sínu sviði því hún grípur þörfina og fangar hana. Í Bandaríkjunum kennir einungis einn af hverjum tíu skólum forritun en þar er viðhorfið gagnvart menntun barna á sama tíma öðruvísi en hér heima. Foreldrar setja ekki fyrir sig að eyða 50­100 þúsund krónum í námskeið fyrir barnið sitt sem þeir telja að gefi því forskot. Þar hugsar fólk um að fjárfesta í börnum sínum til framtíðar því háskólamenntun er dýr og mikilvægt að reyna að koma börnunum inn á háskóla ­ styrk. Við hjá reKode ætlum að vaxa hratt og fara í fyrsta þrepinu í samstarf við há ­ skóla erlendis, síðan í almenningsskólana áður en við byggjum tæknisetur á hverju svæði fyrir sig. Í raun erum við að yfirfæra viðskipta ­ hugmynd ina á bak við íslenska félagið okkar Skema yfir á Bandaríkjamarkað. Þar byrj ­ uðum við að bjóða námskeið í Háskól anum í Reykjavík í góðu samstarfi við skólann og erum nú komin á þann stað að opna fyrsta tæknisetur sinnar tegundar á Íslandi í Síðu ­ múla 23; setur þar sem skapandi krakkar geta komið saman, meðal annars til að forrita og tengjast í gegnum tæknina. Samhliða höfum við verið að vinna að inn leiðingarverkefnum með skólum og sveitar félögum sem miða að því að tryggja árangurs ríka innleiðingu á upplýsingatækni í skólastarfi. Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð þar sem við komum og skólarnir sem við erum í samstarfi við eru mjög móttækilegir fyrir hugmyndafræðinni. Við sjáum því mikla framtíð í reKode sem hefur alla burði til að þróast með tækninni og að ­ lagast þeim svæðum sem farið verður inn á,“ segir Valdís Fjölnisdóttir. Hvert fyrirtæki fékk um 20 milljónir við það að komast inn í hraðalinn og í lok október var haldin stór fjárfestakynn­ ing í New York. Í raun erum við að yfirfæra viðskiptahugmyndina á bak við íslenska félagið okkar Skema yfir á Bandaríkjamarkað. Valdís og Rakel Sölvadóttir á skrifstofunni í New York þar sem fulltrúar tíu fyrirtækja, sem voru valin í Techstars, unnu dag og nótt við að klára sínar kynningar fyrir stóra daginn. Salurinn fylgist spenntur með á fjárfestakynningu Techstars þegar Rakel Sölvadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri reKode, kynnir hugmyndafræðina á bak við fyrirtækið. tæknifyrirtæki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.