Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 142
142 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
E
inföld talning
á síðum frétta
skýrenda sýnir
að minnst 43
einstaklingar
eru orð aðir
við forsetaframboð í Banda ríkj
unum árið 2016. Þar af eru 18
demó kratar og 25 repúblikanar.
Mörg nöfn og flest lítt þekkt.
Er því að undra þótt „gömul
vöru merki“ nái helst athygli
fólks – hvort viltu einn Clinton
eða Bush næst? Þessu má líkja
við að bjóða uppá 43 kóladrykki
vitandi að flestir kjósa annað
hvort pepsí eða kók nú sem fyrr.
Samlíkingin við gosdrykkina
er ekki út í hött því það eru
þekkt nöfn sem mest ber á í það
minnsta í upphafi. Þetta er vöru
merkja fræði. Það er mjög dýrt
og seinlegt að auglýsa upp nýtt
vörumerki og gömul vörumerki
gleymast seint.
Af hálfu demókrata er Hillary
Clinton oftast nefnd. Það er
forsetalegt nafn. Búið að nota
það einu sinni þegar Bill Clinton
var forseti, sællar minningar.
Þrátt fyrir nokkra persónulega
bresti er Clinton gott vörumerki.
Miðstéttin hefur aldrei haft það
betra en í tíð Bills.
Af hálfu repúblikana er Jeb
Bush oftast nefndur. Bush-
nafnið er líka þekkt vörumerki
þegar rætt er um húsbónda
í Hvíta húsinu. Það hefur
verið notað tvisvar áður. Stóri
bróðirinn George W. verður
þó seint talinn meðal merkustu
forseta en það leikur ljómi um
tvíeykið Reagan/Bush í huga
allra repúblikana. Gamli Bush
er ekki gleymdur.
Bushfjölskyldan sterk
Á þessum listum yfir mögulega
frambjóðendur eru að sjálfsöðu
fleiri þekkt nöfn en ekki áður
notuð forsetanöfn. Enginn
Kennedy er núna orðaður við
fram boð og ekki heldur Roose
velt. Þær forsetaættir hafa ekki
náð að endurnýja sig.
Bushfjölskyldan er hins vegar
í stöðugum vexti og nú er beðið
eftir hvað næsti maður, Jeb,
gerir. George W. bróðir hans
hef ur sagt: Jeb langar að verða
for seti! Það er sterk vísbending.
Jeb sagði sjálfur fyrir hálfu
öðru ári að hann yrði að ákveða
sig innan árs. Nú árið er löngu
liðið en engin ákvörðun komin.
Þetta kann að vera taktík hjá
Jeb: Það eykur eftirvæntinguna
að láta bíða eftir sér. Jeb er
eng inn veifiskati í pólitík, fyrr
verandi ríkisstjóri í Flórída og
hjálparhella Georges föður síns
í kosningabaráttu. Hann fæddist
1953 og heitir fullu nafni John
Ellis Bush. Upphafsstafirnir
mynda orðið JEB.
Nokkurt jafnræði er með hon
um og Hillary Clinton þegar
litið er til reynslu; hún var öld
ungadeildarþingmaður, lang
skóluð í pólitík og þar að auki
fyrr verandi utanríkisráðherra.
kvæntur dóttur farand
verkamanns
Jeb Bush er með háskólagráðu
í suðuramerískum stjórnmálum
og er ríkur maður eftir að hafa
BUSh, ClinTon
og kennedy
Bandarísku forsetafjölskyldurnar:
Þekkustu fjölskyldurnar í forsetakosningum í Bandaríkjunum eru Bush, Clinton og Kennedy.
Ekki er líklegt að Kennedyfjölskyldan blandist inn í forsetakosningarnar í nóvember 2016 en
ýmsir spá því að baráttan verði á milli Bush og Clinton, þ.e. Jeb Bush og Hillary Clinton.
Ef Jeb Bush kæmist að yrði hann þriðji Bushmeðlimurinn til að gegna embættinu.
erlend fréTTaSkýrinG: GíSli kriSTJánSSon
Styrkur Jebs liggur líka
í því að hann talar
spænsku reiprennandi
enda kvæntur konu frá
Mexíkó. Það er Col
umba Garnica Gallo,
dóttir farandverka
manns.