Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 46
46 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
Einar Guðbjartsson segir að með innleiðingu alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna 2005
hafi verið stigið stórt skref í því
að auka samanburðarhæfni og
skiljanleika fjárhagsupplýsinga.
Þegar félög og stofnanir voru
skilgreind sem einingar tengd
ar almannahagsmunum með
tilskipun frá ESB var stigið annað
stórt skref í að efla áreiðanleika
og gagnsæi þeirra við gerð
og framsetningu reikningsskila
skv. IFRS. Nú fer að líða að
ársupp gjöri flestra fyrirtækja og
stofnana vegna rekstrarársins
2014 og hafa endurskoðunar
nefndir þar mikilvægu verkefni
að gegna.
„Hlutverk endurskoðunar
nefnda er m.a. að auka traust
hagsmunaaðila á reikningsskil
um, þ.e. fjárhagslegum
upplýs ingum, er viðkomandi
stjórn lætur frá sér fara. Endur
skoðunarnefnd er eina nefndin
sem er lögbundin, og segir
það m.a. mikið til um mikil vægi
hennar. Þessu til stuðnings
þá er alltaf gert erindisbréf til
nefndarinnar, þar sem hlutverk
hennar og verkefni eru tiltekin.“
Einar segir að það sé eðlilegt
að endurskoðunarnefndir skoði
atriði eins og „flóknar bókhalds
færslur“, „færslur er hafa veruleg
áhrif á fjárhagsstöðu“, „færslur er
krefjast forsendna sem ekki eru
til staðar á markaði“. „Endur
skoðunarnefnd er einn hlekkur
af nokkrum í þeirri viðleitni að
auka traust hagsmunaaðila og
þar með almennings á reiknings
skilum sem og áreiðanleika
þeirra og gagnsæi.
Ábyrgð nefndarmanna er því
mikil, endur skoðunarnefnd er
einn af mikilvægustu þáttunum
í þessari viðleitni og því ekki að
ástæðulausu að nefndin er lög
skipuð skv. lögum nr. 3/2006.“
EINAR GuðBJARTSSON
– dósent við HÍ
REIKNINGSSKIL
IFRS, endurskoðunarnefndir
og ársuppgjör
álitsgjafar
Ingibjörg Þórðardóttir segir að fasteignamarkaðurinn hafi verið á þokkalegu róli að undanförnu. Gerðir voru
á árinu um 10% fleiri samningar
en árið 2013 en þá voru þeir
rúlega 5.700. Fasteignaverð
hefur hins vegar hækkað örlítið
minna en það ár; þá hækkaði
verðið um tæp 8% frá árinu
2012 en í ár hækkaði það um
tæp 7% frá fyrra ári.
„Þó að efnahagsástandið hafi
batnað verulega svo og ytri
aðstæður sem hafa dregið úr
markaðnum og veltu hans eru
samt sem áður margir sem hafa
verið að bíða eftir lánaleiðrétt
ingum eins og margoft hefur
komið fram. Núna liggur þetta
fyrir og fólk er komið með vitn
eskju um hvort og hversu mikið
það fær lánin sín lækkuð og get
ur þá í framhaldi tekið ákvörðun
um það hvort það sé svigrúm til
þess að stækka við sig húsnæði
eða fara í minna.“
Ingibjörg segir að hvað varðar
horfur á fasteignamarkaðnum
á næsta ári sé hún bjartsýn á
að hann muni fara á umtalsvert
skrið. Öll síðustu ár, eða frá
2007 þegar kaupsamningar
voru um tíu þúsund til og með
ársins í ár þegar gera má ráð
fyrir að þeir verði rúmlega sex
þúsund, hefur markaðurinn
verið nokkuð undir því sem
mætti teljast eðlilegt. Hún á þá
við að þegar gerðir verða um
1012.000 kaupsamningar á
ári sé markaðurinn í jafnvægi.
„Markaðurinn er ennþá töluvert
á eftir því sem maður gæti gert
ráð fyrir.“
Ingibjörg bendir á að víða
sé verið að byggja íbúðarhús
svo og eignir þar sem verða
leiguíbúðir. „Það mun væntan
lega hafa þá áhrif til betri vegar,
hugsanlega með einhverri læk
kun húsaleigu, sem hefur hæk
kað mikið síðastliðin misseri.
Ég er almennt bjartsýn á
framtíðina í tengslum við fast
eignaviðskipti og mér sýnist
að fólk fái fyrirgreiðslu ef það
hefur nægar tekjur og á fjármuni
til að leggja til kaupanna en
auðvitað fá margir aðstoð frá
ættingjum sínum við fasteigna
kaup. Ég er bjartsýn á að
fasteignamarkaðurinn verði
blómlegur og vona að þeir sem
eru núna að koma út á mark
aðinn, og þá er ég að tala um
unga fólkið, eigi möguleika á að
kaupa eign til eigin nota sem
þeim hentar þannig að fjölskyld
ur geti eignast þak yfir höfuðið
óski þær þess sjálfar.“
INGIBJöRG ÞÓRðARDÓTTIR
– formaður Félags fasteignasala
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
Fasteignamarkaðurinn ennþá töluvert á eftir
„Þó að efnahagsástandið
hafi batnað verulega svo
og ytri aðstæður sem hafa
dregið úr markaðnum
og veltu hans eru samt
sem áður margir sem
hafa verið að bíða eftir
lánaleiðrétt ingum eins
og margoft hefur komið
fram.“