Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 32
32 FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 2014
Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson er svolítið í Heljarslóðarorrustustíl, grátlega fyndin
og óvenjuleg. Sagan sækir
efnis þræði í ferðabækur og
landkostalýsingar en vísar í
nútímann og náttúruna sem við
búum í og meðhöndlum óvar
lega. Öræfi eru hættuslóð en
um leið frábær skemmtun.
Kata Steinars Braga er ekki
auðveld aflestrar, umfjöllunar
efnið er ofbeldi og viðbrögð
við pyndingum og dauða. Hér
er fléttan ekki einföld heldur
víðfeðm og nær djúpt inn í sálar
líf móður sem missir dóttur. Ef
til vill langar lesandann ekki að
vita þetta allt en Steinar Bragi
togar hann áfram og höfðar til
réttlætiskenndar og siðferðis
vitundar hans og leiðir hann
örugglega áfram við lesturinn.
Gyrðir Elíasson sendir frá
sér tvær bækur og þýðingu
fyrir þessi jól: Smásagnasafnið
Koparakur og smáprósasafn
ið Lungnafiskana. Textarnir
í síðarnefndu bókinni eru enn
knappari en í þeirri fyrri. Sagna
heimur Gyrðis er kunnuglegur
og óhætt að segja að hann
bregst ekki aðdáendum
sínum. Hann er einnig frábær
ljóðaþýðandi og Listin að vera
einn færir okkur áður óþekktan
ljóðheim japanska skáldsins
Shuntaro Tanikawa.
Af öðrum þýðingum langar
mig að nefna Lífið að leysa
eftir nóbelsverðlaunaskáldið
Alice Munro í gullfallegri þýð
ingu Silju Aðalsteinsdóttur.
Alice Munro hefur sagst sækja
efnið í eigið líf en sögurnar eru
ofnar af ótrúlega fínlegri íþrótt
svo lesandinn skilur án þess
að taka eiginlega eftir að hafa
ígrundað að ráði.
Marga langar að auka við
þekkingu sína og skilja hvernig
gangverk heimsins snýst í
raun og veru, hvernig lif andi
náttúra vex og dafnar og þrífst
í litríku samspili og hvaða
breytingar hafa orðið á henni.
Lífríki Íslands eftir Snorra
Baldursson fjallar um Ísland
sérstaklega og Ráðgáta lífsins
eftir Guðmund Eggertsson um
upphaf sam eindalíffræðinnar
og merk ar upp götvanir sem
lögðu grundvöllinn að nútímalíf
fræði, uppruna lífs og helstu
til raunir til að gera grein fyrir
hon um. Bækurnar eru báðar
frá bært framlag til þekk ingar og
skiln ings á náttúruvís indum og
umhverfi okkar.
Jón G. Friðjónsson færir
okk ur nú Orð að sönnu, um
íslenska málshætti og orðskviði
en áður kom út safn Jóns um
orðatiltæki. Allir sem þurfa
að rita íslensku ættu að hafa
gam an af að slá upp í ritinu og
gagn af að skoða og halda við
hefð um, mörgum aldagöml
um, í notkun málshátta. Tvær
álitlegar bækur um arkitektúr:
Gunnlaugur Halldórsson
arkitekt eftir Pétur H. Ár
mannsson en hús eftir Gunn
laug setja svip á Reykjavík,
t.d. verkamannabústaðirnir
austan við Hofsvallagötu sem
eru hluti af sögulegu stórvirki.
Og Reykjavík sem ekki varð
eftir Önnu D. Ágústsdóttur og
Guðna Valberg en deilur hafa
risið um skipulag og staðsetn
ingu flestallra húsbygginga
opinberra aðila í Reykjavík frá
upphafi og endirinn og útlitið
annað en til stóð í byrjun. Hér
eru áformum sem ekki urðu
að veruleika gerð skil í máli og
myndum.
Hin sígilda ópera Töfraflaut
an eftir Mozart í stuttri útgáfu
fyrir börn er gerð af Eddu
Austmann og Lindu Ólafsdótt
ur. Samþætt ing listformanna
hefur tekist vel – myndir og texti
spila saman og svo fylgir hljóm
diskur. Papagenó er ósköp
bernskur í eðli sínu og ætti að
fara létt með að laða börnin til
sín með flautuleik rétt eins og
fuglana.
Svo er erfitt að halda sig við
tíu bækur og nefna ekki ljóða
bækur Gerðar Kristnýjar Drápu
og Frá hjara veraldar Melittu
Urbancic. Bestu bækur ársins
eru nefnilega ekki tíu – þær
skipta mörgum tugum.
Öræfi & Kata
bækur ársins
Solveig K. Jónsdóttir hefur valið bækur ársins að
sínu mati. Þar er m.a. að finna bækur sem hún líkir
við hættuslóð, þar er að finna óþekktan ljóðheim
og bók um landið okkar.
Solveig K. Jónsdóttir velur hér bækur ársins 2014 fyrir Frjálsa verslun.
Sagan sækir efnis þræði
í ferðabækur og land
kosta lýsingar en vísar
í nútímann og náttúru
na sem við búum í og
meðhöndlum óvar lega.
Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.eimskip.is
eimskipafélag íslands
óskar landsmönnum
öllum gleðilegs nýs árs!
uMSJón: Svava JónSdóTTir