Frjáls verslun - 01.11.2014, Blaðsíða 105
FRJÁLS VERSLUN 11 tbl. 014 105
of Thrones og kvikmyndir
á borð við The Secret Life
of Walter Mitty og nú síðast
Interstellar. Þessi verkefni
hafa skilað miklu fyrir íslenskt
þjóðarbú. Störf í kringum
stór kvikmyndaverkefni geta
skipt hundruðum, seldar eru
þúsundir gistinátta á hótelum,
tugir bílaleigubíla eru í út
leigu auk annarrar þjónustu
af ýmsum toga. Þá hefur
tekist gott samstarf á milli Ís
lands stofu og hinna erlendu
framleiðenda um kynningu
á Íslandi í aðdraganda frum
sýningar þeirra mynda sem
hafa verið teknar upp hér á
landi, sem kemur ferðaþjónustu
mjög til góða.
ÍSLENSKT
MARKAðSÁTAK Í
ÞEKKTRI KENNSLUBóK
Þá erum við óneitanlega
afar stolt af þeirri staðreynd
að In spired by Iceland er
notað sem dæmi í nýjustu
útgáfu af kennslubókinni
Mark et ing Manage ment eftir
þá Philip Kotler og Kevin
Lane Keller. Bókin hefur
frá fyrstu útgáfu verið talin
ein af bestu kennslu bókum
mark aðs fræðinnar og fanga
þróun þess sem framsæknast
er í markaðsfræðunum og
framkvæmd á hverjum tíma.
Bókin er kennd víðsvegar um
heim og er iðulega fjallað um
stærstu vörumerki heims í
bókinni s.s. Apple, Microsoft,
Nike og Coca Cola. Bókin
er m.a. kennd í háskólum á
Íslandi.
Í bókinni er fjallað um
mark aðssetningu Inspired by
Iceland og hvernig samþætting
skilaboða hefur slagkraft
í markaðssetningu. Okkar
fram tíðarsýn er að nota álíka
aðferðafræði til fá þjóðir
heims til að sannfærast um að
íslenskar sjávarafurðir og önnur
mat væli séu á heimsmælikvarða
og að allt það sem héðan
komi byggist á samfélagslegri
ábyrgð, sjálfbærni, hreinni orku
og virðingu fyrir náttúrunni.
Höf um við notið ráðgjafar
frá mjög þekktu alþjóðlegu
ráðgjafarfyrirtæki sem heitir
Future Brand til að vinna að
þessari hugmyndafræði.
Takist þetta munu erlendir
aðilar vilja eiga hér viðskipti,
bæði til að kaupa vörur og þjón
ustu, en einnig til að fjárfesta.
Annað sem kætir okkur þessa
daga er að við erum nýlega
búin að ýta markaðsverkefninu
ÚH (Útflutningsaukning og
hagvöxtur) úr vör í 25. skiptið.
Er það einsdæmi hér á landi,
og þótt víðar væri leitað, að
kennslu og markaðs þróunar
verkefni af þessum toga lifi
svona lengi.
Það segir heilmikla sögu um
ágæti verkefnisins að í tímans
rás hafa um 200 fyrirtæki tekið
þátt í því.
LIFNAR YFIR ERLENDUM
FJÁRFESTINGUM
Í heildina erum við bjartsýn
á hið nýja ár og teljum allar
forsendur til að það verði gott
fyrir allar gjaldeyrisskapandi
atvinnugreinar – bæði vörur
og þjónustu. Þá er verulega
farið að lifna yfir erlendum
fjárfestingum hér á landi og
góðar líkur á að sú þróun haldi
áfram. Á árinu 2015 mun um
við t.d. leggja aukinn kraft í að
kynna þá kosti sem fríversl
unar samningurinn við Kína
getur skapað fyrir erlenda
aðila sem gætu sett hér upp
starfs stöðvar á fjölmörgum
sviðum. Þá erum við t.d. með
á teikni borðinu þátttöku í um
25 vöru og þjónustusýningum
erlendis og fimm til sex ferðum
við skipta sendinefnda á valda
markaði.“
„Í heildina erum við
bjartsýn á hið nýja ár
og teljum allar forsend
ur til að það verði gott
fyrir allar gjaldeyris
skapandi atvinnugrein
ar – bæði vörur og
þjón ustu. Þá er farið að
lifna yfir erlendum fjár
festingum hér á landi
og góðar líkur á að sú
þróun haldi áfram.“
Frá þátttöku í bókamessu í Gautaborg.
True North fær útflutningsverðlaun forseta
Íslands.
Starfsmenn Íslandsstofu í jólaskapi.
Vest Norden Travel Mar – Inga Hlín Pálsdóttir og
Peter Greenberg.
ÍSLANDSSTOFA
Velta: Veltan er 1,4 milljarðar
Fjöldi starfsmanna: 29.
Framkvæmdastjóri: Jón Ásbergsson.
Stjórnarformaður: Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri
Mentor.
Stefnan: Íslandsstofa er öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs
og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir sem miða að því að efla
markaðssókn Íslendinga erlendis og auka gjaldeyristekjur
þjóðarinnar.