Gripla - 20.12.2014, Side 44
GRIPLA44
rituð um líkt leyti og færsla beinanna fór fram. Andlát og greftrun var
einn mikilvægasti frásagnarliður allra dýrlingasagna. Fast á eftir fylgdi
færsla (translatio), sem stundum var sérstakt rit en gat einnig verið kafli
á eftir lífssögunni og svo er í sögum hinna helgu íslensku biskupa. rétt
eins og jarteinir eftir dauðann var færsla jarðneskra leifa órjúfanlegur hluti
af töku væntanlegra dýrlinga í heilagra manna tölu og fór einatt fram að
undangengnum sérstökum fyrirboðum um dýrlingshelgi. oftar en ekki
voru slíkir fyrirboðar draumsýnir eða aðrar vitranir þar sem hvatt var
til þess að beinin yrðu tekin upp. eftir andlát Þorláks vitraðist ýmsum
helgi hans í draumi og bóndi nokkur sá svo skært ljós í skálholti yfir leiði
Þorláks að kirkjan sjálf hvarf honum nánast sjónum. kapellán Þorláks,
ormur prestur Eyjólfson, hélt um sumarið á fund Brands Sæmundssonar
Hólabiskups (b. 1163−1201) til að greina honum frá þessum atburðum og
naut sjálfur kraftaverka Þorláks til að ná þeim fundi. Helgi Þorláks bisk-
ups var formlega lýst á alþingi 1198 að undirlagi beggja biskupa landsins,
Brands Sæmundssonar og Páls Jónssonar (b. 1195−1211), en sjálf upptaka
beinanna fór fram við hátíðlega athöfn í skálholtskirkju að viðstöddum
fremstu helgisiðameisturum landsins, þar með töldum séra guðmundi
Arasyni.5
svipuðu máli gegndi um jón Ögmundsson. er kom að greftrun Björns
gilssonar Hólabiskups (b. 1147−62) við hlið Jóns haustið 1162 „bauð þeim
mikla þekkt er þá sá líkit, ok var þá margs staðar holdit á beinunum,
ok sem vænst þótti til at annan veg mundi vera en ilma af“.6 Ástand
jarðneskra leifa jóns biskups var einnig skýrt tákn um helgi hans. í árslok
1198 lét Brandur biskup taka bein beggja biskupanna úr jörðu með stuttu
millibili og leggja í nýjar kistur sem komið var fyrir um sinn undir hvolfi
án þess að hylja moldu.7 Urðu nú undur fyrir áheit á jón Ögmundsson og
helgur dómur hans var tekinn upp síðla vetrar árið 1200. Næsta dag var
haldin viðamikil helgiathöfn í Hólakirkju og enn var séra guðmundur
Arason meðal klerka. voru þar allir kennimenn „skrýddir sloppum ok
kantarakápum, með krossum ok kertum ok reykelsiskerum ok helgum
5 Þorláks saga A, í Biskupa sögur, 2. b., útg. Ásdís Egilsdóttir, Íslenzk fornrit, 16. b. (reykjavík:
Hið íslenzka fornritafélag, 2002), 84–86.
6 Jóns saga ins helga, útg. Peter Foote, í Biskupa sögur, 1. b., Íslenzk fornrit, 15. b., síðari hluti
(reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2003), 254.
7 Jóns saga ins helga, 255.