Gripla - 20.12.2014, Blaðsíða 45
45
dómum ok skipuðu processionem inni í kirkju“.8 við annan róm kvað er
bein Gumundar voru tekin úr jörðu í fyrsta sinn.
2. Afskipti jörundar Þorsteinssonar
Fyrsti forboði að beinaupptöku Guðmundar góða er hans eigin forspá
í B-gerð sögu hans. Annars ókunn kona úr heimildum, Hallbera hetta,
kemur að máli við biskup og spyr hann hvenær helgi hans muni koma upp.
Guðmundur er í fyrstu tregur til svara en lætur að lokum undan þrákelkni
hennar:
„Þat fær engi gjört at þekta þig [þ.e. Hallberu] af því, sem þú tekr
upp, svá ertu fylgin þínu máli; en nú til þess at þú þagnir, þá mun ek
segja þèr mitt hugboð ok framsýni, ef svá verðr, sem ek get: at þá er
liðit er frá anláti mínu hálfr fjórði tögr vetra, þá munu bein mín ór
jörðu tekin með þeim atburðum, sem guð vill at verði.“9
Árið 1272 var hálfur fjórði tugur vetra liðinn frá andláti guðmundar, en
höfundur C-gerðar bætir við og segir að líða muni „vel hálfr fjórði tögr
vetra“ áður en beinin verði tekin upp.10 ekki skakkaði miklu því að á átt-
unda starfsári Jörundar Þorsteinssonar Hólabiskups, sem bar upp á 1275,
dró til tíðinda. Á páskadagsmorgun þetta ár varð prestur að nafni Þorsteinn
vitni að braki frá legstað guðmundar:
Á dögum Magnús konúngs Hákonarsonar kom til Hóla Jörundr
biskup Þorsteinsson, ok á enu átta ári byskupsdóms síns, þá varð
sá atburðr þar heima at Hólum á staðnum, at Þorsteinn hèt prestr
þar, ok var kallaðr faraprestr, hann hvíldi í kirkju ok varðveitti vel
kirkjuskrúðann ok hríngdi til tíða, hann var skynsamr maðr ok
rèttorðr; hann þóttist heyra páska sunnumorgin brak mikit til stúku
Guðmundar biskups, ok sprettr hann upp skjótt, ok varð nokkut
við ótta, ok gekk til stúkunnar, ok hugði at vandliga; honum sýndist
sem kista sú, er var um líkama Guðmundar biskups, veri komin upp
or jörðinni, ok lægi moldarflaga ein ofan á kistunni miðri. Hann tók
8 Jóns saga ins helga, 272.
9 GB, í BS, 1:566–67.
10 foote, „Bishop Jörundr,“ 103–4; GC, 128. kafli (skál. mín).
SAgA Af BEInuM