Gripla - 20.12.2014, Qupperneq 48
GRIPLA48
Þeir gerðu svá, ok sloknaði þegar eldrinn er vatnið kom í. en um
daginn eftir þökkuðu klerkar biskupi þat it góða ráð, er hann hafði
þeim gefit, ok sögðu ekki annat hafa tjóat, hvat sem at var gert.
Biskup svaraði: „kvaðst ekki þetta ráð gefit hafa, ok eigi vitað
ellzganginn.21
Hvort sem Jörundur hafði trú á helgi guðmundar eða ekki lét hann nú taka
beinin upp í votta viðurvist:
Litlu síþar eptir þenna atburð er þat sagt, at jörundr biskup lèt
taka upp or jörðu bein Guðmundar biskups ok tveggja presta með
honum, er lágu á sína hönd honum hvárr; hèt annarr Björn, en
annarr Gunnsteinn. Þar var við herra Rafn Oddsson, ok sagði
hann svá, at hann vissi eigi, hverra manna bein þat vóru, er honum
vóru sýnd, ok öngum þótti meira um vert þess[i] bein, en annara
hversdagsligra manna, ok bein Guðmundar biskups veri þunn ok
sꜷrig, ok mátti þat vel vera, því at hann var harðlífr hèr í heimi.22
Hrafn oddsson var um þetta leyti æðsti hirðmaður Magnúsar lagabætis
á íslandi og einn atkvæðamesti maður landsins. ekki er annað haft eftir
Hrafni en að honum sé engan veginn ljóst hverjum beinin tilheyri, aðrir
nærstaddir láta hins vegar í ljós að þeim þyki ekki mikið til koma enda
hvergi að sjá vott um hið óforgengilega og bjarta yfirbragð sannheilagra
dýrlingsbeina.23
Joanna Skórzewska, sem rannsakað hefur átrúnað á guðmund Arason,
túlkaði frásögnina á þann veg að álits Hrafns hefði verið leitað til að
skera úr um hvort taka ætti beinin upp sem helgan dóm eða ekki og taldi
viðbrögðin skýrast af andstöðu hans við vegsömun Guðmundar vegna hags-
munaárekstra. Átrúnaður á guðmund hefði óhjákvæmilega eflt Hólastað
fjárhagslega en að veraldlegir valdhafar, þar með talinn Hrafn, hefðu ekki
kært sig um aukin umsvif kirkjunnar í samkeppni um völd og áhrif.24
21 GB (Jtb), í BS, 1:609.
22 GB (Jtb), í BS, 1:609–10.
23 Bjart og fagurt útlit jarðneskra leifa dýrlinga er hefðbundið ritklif í sögum helgra manna.
Álitaefnið var ekki nýtt af nálinni, í Guðmundar sögum er sagt frá vantrú á að bein jóns
helga Ögmundssonar í fórum Guðmundar væru helgur dómur vegna útlits þeirra, sjá GA,
í BS, 1:468–69.
24 Joanna A. Skórzewska, Constructing a Cult: The Life and Veneration of Guðmundr Arason