Gripla - 20.12.2014, Page 49
49
Fleiri sjónarmið gætu einnig komið til álita. kvaðning Hrafns Oddssonar
að beinauppgreftrinum sýnir að jörundi hefur þótt rík ástæða til að tryggja
að allt færi fram samkvæmt strangasta regluverki en ekki er að sjá að
vegsömun Guðmundar hafa vakað fyrir honum. Þess er hvergi getið að
hann hafi leitað álits starfsbróður síns í Skálholti, Árna Þorlákssonar (b.
1269−98), en án hans samþykkis hefði trauðla orðið af upptöku beinanna
sem helgra dóma. reyndar var þess tæpast að vænta að Árni viðurkenndi
helgan forboða af vígðu brunnvatni Guðmundar því hann hafði látið loka
slíkum brunni að keldum og bannað alla meðferð vatns úr honum, ef
marka má jarteinabók Guðmundar Arasonar.25
Hvort sem frásögnin á sér raunverulega stoð eða ekki er augljóst af
sögum Guðmundar að vatnsvígslunar mættu andstöðu meðal ráðamanna
kirkjunnar þar sem þær þóttu víkja um of frá viðurkenndum kenningum.
Á hinn bóginn gerði kirkjan fyrir sitt leyti stöðugt strangari kröfur um að
útnefnd dýrlingsefni hefðu hvergi hvikað af réttri leið.26 Beinin voru nú
grafin tryggilega á ný:
Sú var frásögn Bjarna Ha[ll]freðarsonar, er þá var djákn at Hólum,
er líkamr guðmundar biskups var or jörðu tekinn: „þat sá ek,“ sagði
hann, „at menn grófu gröf í stúkunni mannsvaxtar eða djúpara ok
settu þar niðr kistu Guðmundar biskups, ok fylldu síþan þá gröf af
moldu, ok ferðu þar á ofan stórgrjót.“27
í jarteinabókinni segir ekki frekar af meðferð jörundar biskups á jarð-
neskum leifum guðmundar Arasonar, en bæði í jarteinabók og C-gerð er
sérstaklega tekið til dýptar þeirrar grafar sem kistan var lögð í og einnig
þess að hún hafi verið fergð stórgrýti. Það bendir til að jörundur biskup
hafi af einhverjum ástæðum viljað hindra að hreyft yrði við kistunni og
jafnvel leyna henni eins og höfundur C-gerðar tæpir á:
Helz sá orðrómr lengi síðan af alþýðu at í þeim stað mundu hulin
liggja bein Guðmundar byskups, fyrir hvat byskup fekk mikit ámæli
(1161−1237) in the Icelandic Written Sources, the northern World, 51. b. (Leiden: Brill,
2011), 221−26.
25 GB (Jtb), í BS, 1:611–12.
26 Donald Weinstein og rudolph M. Bell, Saints and Society: The Two Worlds of Western
Christendom, 1000−1700 (Chicago: university of Chicago Press, 1982), 141.
27 GB (Jtb), í BS, 1:610; GC, 128. kafli; foote, „Bishop Jörundr,“ 103.
SAgA Af BEInuM