Gripla - 20.12.2014, Síða 50
GRIPLA50
af mörgum, segjandi at hann hylma vildi yfir Guðs vinar heilagleik
ok misgruna þau tákn sem guð léti verða hvervetna í sveitum fyrir
hans árnaðarorð.28
Þótt Jörundur væri hygginn stjórnandi og hefði orð á sér fyrir að vera
slægur sem refur í málarekstri sínum29 hefur honum verið nokkur vandi á
höndum og hvorki stætt á því að horfa fram hjá helgum forboðum né stuðla
að vegsömun í trássi við kirkjurétt:
með því at jörundr byskup var bæði vitr ok ráðinn í sínum gjörðum,
gaf hann sér lítit um hvat hverr talaði af þvílíkum hlutum, skiljandi
vel allt þetta fram faranda með sögðu efni sakir vandlætis laganna,
en alþýðan kveinaði.30
sannfæring Þorsteins prests bendir til að stuðningur við átrúnað á Guð-
mund hafi einnig verið fyrir hendi innan klerkastéttarinnar jafnt sem leik-
manna eða alþýðu. fólki lék sem fyrr hugur á að vita hvar bein guðmundar
myndu liggja grafin og annar yfirsmiða jörundar biskups við kirkjusmíð-
ina, Kolli Helgason, gekk eftir svörum:
Er ok þar sá hlutr, minn herra, at þér fáið af mikit ámæli at því
síðr vili þér veita nökkura vegsemð í orðum guðmundi byskupi at
menn þora varla opinbera þau tákn sem þeir trúa gjöraz fyrir hans
verðleika. Marga hefi ek eftir spurt hvar hans bein munu liggja, ok
fæ ek enga vissu sanna þar af. en ek trúi því með engu móti, þótt
nökkurir tali, at þér hafið þau með stóru grjóti látið hylja.“31
Frásögnin skiptir nú alveg um tón og í næstu andrá kemur raunverulegur
tilgangur beinaflutningsins í ljós:
„veit ek þat, smiðr, at af þeim hlut hvískra margir sín í millum, ok
sýniz mér eigi fagrt at ætla mik svá heimskan at ek þættimz þess
manns heilagleik mega með grjóti hylja er Guð vildi opinbera eða
enn heldr illgjarnan ef ek fyrirmunaða öðrum at njóta hans góðleika.
28 GC, 128. kafli; foote, „Bishop Jörundr,“ 103−4.
29 Árna saga biskups, í Biskupa sögur, 3. b., útg. guðrún Ása grímsdóttir, Íslenzk fornrit, 17. b.
(reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2003), 147.
30 GC, 129. kafli; foote, „Bishop Jörundr,“ 104.
31 GC, 129. kafli; foote, „Bishop Jörundr,“ 105.