Gripla - 20.12.2014, Qupperneq 51
51
Senniliga ætlum vér guðmund byskup góðan mann verit hafa fyrir
Guði, en at tala margt um heilagleik hans er oss formönnunum, er
nökkut skyldum fylgja lögunum, miklu vandtækara á þvílíku en þér
veraldarmenn ætlið ok fyrrum hefir hér gjört verit. Því létum vér
upp taka bein Guðmundar ok annarra fleiri byskupa, þeira sem útan
kirkju vóru jarðaðir, at kirkjunnar lög bjóða at þeira gröftr gjöriz
innan kirkju. En þá kistu sem guðmundr byskup hafði hvílt í lét
ek niðr grafa, látandi þar í bein prestanna er upp tókuz jafnfram,
en hon <er> niðri undir kirkjunnar grundvelli. Þótti mér vel hvern
skilning þar lagði hverr yfir. en ek tók bein Guðmundar byskups
brott leyniliga.32
Jörundur dregur ekki lengur dul á að átrúnaður á guðmund sé fráleitur
í augum kirkjuyfirvalda. Magnús Már Lárusson áleit að tilfærsla sú á
beinum Guðmundar sem lýst er í jarteinabókinni hafi staðið í sambandi
við kirkjusmíð Jörundar enda þekkt að hann lét reisa nýja kirkju á grunni
hinnar eldri.33
Hvort sem jarðrask vegna kirkjusmíðinnar hefur skipt máli eða ekki
reynist aðalástæða beinafærslunnar vera sú að jörundur getur ekki unað því
að jarðneskar leifar Guðmundar biskups, eða annarra biskupa, hvíli að eldri
sið utan kirkju í andstöðu við kirkjulög. Nú er hlutverk Hrafns Oddssonar
við beinaupptökuna orðið skiljanlegra en ella, væntanlega hefur orðið að
staðfesta að um bein Guðmundar væri að ræða áður en þeim yrði feng-
inn legstaður við hæfi.34 Hins vegar þarf ekki lengur að undrast viðleitni
jörundar til að hindra með fargi stórgrýtis að gröf sú sem Guðmundur
32 GC, 129. kafli; foote, „Bishop Jörundr,“ 105−6.
33 Magnús Már Lárusson, „Auðunn rauði og Hólakirkja,“ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
1960 (1960). Kirkjan hefur þá verið byggð nokkrum árum fyrr en Magnús Már hugði.
34 ekki koma fram nöfn þeirra biskupa annarra sem nauðsyn bar til að færa á viðeigandi stað
en kistur jóns Ögmundssonar og Björns Gilssonar virðast hafa verið hafnar úr jörðu utan-
dyra við upptöku beinanna 1198, sjá Jóns saga ins helga, 272−73. Hið sama á við um Þorlák
Þórhallsson því greint er frá því að ljós hafi sést úr fjarlægð yfir leiði Þorláks sem bendir
til að það hafi verið utandyra, sjá Þorláks saga A, 85. fyrirrennarar hans í Skálholti virðast
þó allir hafa hlotið legstað innan kirkju. í Hungurvöku segir að kolur biskup hafi verið
jarðsettur í Skálholtskirkju og Ísleifur biskup (b. 1056−80) „hjá leiði Kols“ (9, 11) en gissur
biskup (b. 1082−1118), sonur Ísleifs, var jarðaður „hjá föður sínum“ (20). Hvorki er getið
greftrunarstaðar Þorláks runólfssonar (b. 1118−33) né Magnúsar Einarssonar (b. 1134−48)
beinum orðum en aftur á móti segir að Klængur Þorsteinsson (b. 1152−76) hafi verið „graf-
inn hjá inum fyrrum biskupum“, sbr. Biskupa sögur, 2. b., 3−43.
SAgA Af BEInuM