Gripla - 20.12.2014, Page 53
53
loka en orð jörundar benda til að vafi hafi leikið á stöðu Guðmundar að
honum látnum. jörundur lætur því veita beinunum viðeigandi umbúnað og
færa á ákjósanlegri stað innan Hólakirkju:
Brott lét ek þau þaðan ok innar undir hválf yfir kórinn. ok sem
ek hitta á hvílíkan stað ek vilda beinunum skipa kallaða ek til mín
presta tvá leyniliga, Þorstein ljásmið, hvern þú máttir sjá er þann
tíma var hér sacrista, ok hann annan er andaðiz er þú kunnir nökkut
greina. Ek sýnda þeim, ok lét ek þvá, lesandi síðan öll saman í einn
hvítan líndúk, leggjandi í kistu hreina, þar með svarta skó ófúna er
hann hafði haft á fótum, kalek með patina, ofan ok neðan af bagli
hans ok fingrgull, lykjandi aftr kistuna. Nú til þess at þú megir
þeim til vísa, ef sá kann eftir mik til koma at legstað Guðmundar
byskups vili forvitnaz, þá fylg mér.“ Síðan stendr byskup upp
gangandi fram í kórinn, nemandi staðar innar undan byskupssætinu
ok stígr fætinum niðr á gólfit, svá segjandi: „Hér svá stendr kistan
undir, ok er rist nafn Guðmundar byskups á endafjölinni. Bauð ek
svá prestunum at þeir gjörði þenna stað öngum kunnugan án mínu
leyfi, ok þetta vil ek at þú haldir um daga mína.“ Hann játar því,
merkjandi staðinn sem glöggligast. skilðu þeir eftir svá talat, ok
helt Kolli vel sér seldan trúnað. fór hann síðan til noregs ok var vel
tekinn af mörgum mikils háttar mönnum. Heyrði hann á þeim tíma
í Noregi mjök prísaðan Guðmund byskup hvárt sem hann fór um
staði eða markbyggðir.39
Annar þeirra presta sem vitni urðu að greftrun Guðmundar, Þorsteinn
ljásmiður og sacrista á Hólum, gæti verið sá maður sem nefndur er Þor-
steinn faraprestur í jarteinabók. ekki er kunnugt um að embætti faraprests
hafi verið til innan kirkjunnar en þeir klerkar sem eftirlit höfðu með
messuskrúða nefndust fataprestar eða sacrista.40 Því gæti orðmyndin ‚fata-
prestur‘ hafa afbakast í ‚faraprestur‘ í texta jarteinabókarinnar.41 ef um
útg. Jón Sigurðsson et al., 16 b. (Kaupmannahöfn og reykjavík: Hið íslenzka bókmennta-
félag, 1857–1972), 1:515−18 (bréf 133 og 134).
39 GC, 129. kafli; foote, „Bishop Jörundr,“ 106−7.
40 Gunnar F. Guðmundsson, Kristni á Íslandi, 2:143−44.
41 í aðalhandriti GC stendur ‚pataprestur‘ sem einnig er illskiljanleg orðmynd, sjá foote.
„Bishop Jörundr,“ 102 (l. 12). Stefán Karlsson áleit að um afbökun textans í meðförum
skrifara væri að ræða og notar orðmyndina fataprestur í útgáfutexta sínum en leggur ekki til
SAgA Af BEInuM