Gripla - 20.12.2014, Page 54
GRIPLA54
sama mann er að ræða hlýtur atburðurinn á páskadagsmorgun 1275, sem
sagt er frá í jarteinabókinni, að hafa átt sér stað eftir að Jörundur hafði
fundið beinum Guðmundar varanlegan legstað en ekki áður en þau voru
færð í fyrsta sinn eins og röð frásagnanna gefur til kynna.
Það kemur raunar heim og saman við það að bæði jörundi og Þorsteini
virðist hafa verið kunnugt um greftrunarstað Guðmundar er atvikið í stúku
hans átti sér stað á meðan frásagnir jarteinabókarinnar reynast aftur á móti
víkja talsvert frá réttri tímaröð.42 Höfundur C-gerðar tekur einnig fram
að þá fyrst hafi bein Guðmundar verið tekin úr jörðu eftir að heimamenn
á Hólum höfðu talið sig verða vitni að eldsvoða þeim sem áður var minnst
á.43� nú verða frásagnir B- og C-gerðar af upphaflegum greftrunarstað
einnig skiljanlegri en ella. Stúkan sem Þorsteinn fara-/fataprestur heyrði
brak frá væri þá ekki hin sama og greint er frá í B-gerð suður af Hólakirkju
heldur sá staður sem Jörundur kallar hann að með leynd þótt hann sé ekki
nefndur stúka í heimildinni. Ef þetta er rétt hafa bein guðmundar verið
komin á þann stað sem biskup greinir kolla að lokum frá sama árið og
fyrsta beinaupptakan fór fram eða á áttunda starfsári Jörundar, 1275.
í stuttu máli virðist áhugi hafa verið meðal alþýðu manna á að veg-
sama Guðmund Arason opinberlega sem dýrling og ef til vill einnig innan
klerkastéttarinnar. Jörundur Þorsteinsson reynist slíkum hugmyndum
aftur á móti algjörlega andvígur. Milli sjónarmiða almennings og kirkju-
yfirvalda var því talsvert bil sem biskupi reynist erfitt að brúa. í fyrsta
lagi reistu kirkjulög strangari skorður en áður við því að lýsa yfir helgi
nýrra dýrlinga og í öðru lagi er staða Guðmundar innan kirkjunnar önnur
eftir að bréf erkibiskups bárust þess efnis að hann væri settur af emb-
ætti. Jörundur telur sér þó skylt að færa jarðneskar leifar guðmundar frá
sínum upphaflega greftrunarstað en við það hverfa tvö rifbein í hendur
ókunnra aðila sem vafalítið hafa haft í hyggju að fara með þau sem helga
dóma. Áhyggjur Jörundar reynast því ekki með öllu ástæðulausar og hann
nánari skýringar. Þess má geta að f-táknið bagga-f () minnir nokkuð á p-táknið, sérstaklega
ef það er ekki vel opið, og gæti því hafa valdið misskilningi skrifara við afritun.
42 jarteinabækur voru safn vottfestra frásagna margra manna og sá möguleiki fyrir hendi
að röð þeirra víxlaðist er þær voru settar saman í sérstakt rit, jafnvel löngu eftir að
atburðir höfðu átt sér stað, eins og virðist hafa átt við um jarteinabók guðmundar. Sjá t.d.
Sverrir tómasson, „Brunnið bréfasafn,“ í Tækileg vitni: Greinar um bókmenntir gefnar út í
tilefni sjötugsafmælis hans 5. apríl 2011 (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum, 2011).
43 GC, 128. kafli; foote, „Bishop Jörundr,“ 103.