Gripla - 20.12.2014, Page 55
55
færir beinin með leynd á traustari stað sem einnig getur talist samboðinn
stöðu Guðmundar. ef fallist er á að Þorsteinn faraprestur og Þorsteinn
fataprestur séu sami maður lítur út fyrir að öll tilfærsla Jörundar á jarð-
neskum leifum guðmundar hafi átt sér stað á sama árinu, eða 1275. Af
beinaupptöku Guðmundar Arasonar segir ekki nánar í sögum hans eins
og varðveislu þeirra er háttað en Lárentíus saga tekur við þar sem þeim
sleppir.
3. stefnubreyting Auðuns Þorbergssonar
Auðunn rauði Þorbergsson hvarf frá stefnu forvera síns eftir að hann kom
til stóls 1315. Strax eftir komuna að Hólum hóf hann undirbúning að því að
fá Guðmund Arason formlega tekinn í tölu dýrlinga. eftirgrennslan eftir
beinum Guðmundar hófst því á nýjan leik með aðstoð kolla Helgasonar,
sem einn var orðinn til frásagnar að Jörundi önduðum:
Þegar er herra byskup kom heim ór visitatione leitaði hann eftir
hvar bein góða Guðmundar byskups mundi vera, því at þat hafði
svá verit vanrækt áðr at menn vissu eigi áðr hvar þat mundi vera.
var í fyrstu grafit í kórnum innar ok fannz þar eigi, en funduz þar
önnur bein í einni kistu, allt samt sem jörundr byskup hafði látit
um búa þá er hann lét gera nýja kirkjuna. Þá var sent eftir Kolla
smið Helgasyni; vildi hann ekki fara lengi, því at meðal þeira herra
Auðunar byskups var heldr fátt. Þó fór hann um síðir, meir áminntr
fyrir skuld Guðmundar byskups en at boði Auðunar byskups. sagði
Kolli þá at þeim stoðaði ekki at leita í kórnum; bauð hann þá brjóta
upp gólfit í framkirkjunni. Miðaði hann svá glöggt á at þar sem
hann sagði, fannz kista ok henni lauk hann upp; fannz þar í biskups
bein ok at öllu svá um búit sem jörundr byskup hafði sagt honum.
sýndiz þar fótleggurinn brotinn ok þar um vafit einum hreinum
klút; vóru knútarnir mjök stórir á leggnum sem ván var eftir því
sem segir í Guðmundar sögu at brotnaði fótr hans fyrir ströndum,
þá er hann var klerkr með Ingimundi frænda sínum.44
44 Lárentíus saga biskups, í Biskupa sögur, 3. b., útg. guðrún Ása grímsdóttir, Íslenzk fornrit,
17. b. (reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2003), 322−25 (A-gerð).
SAgA Af BEInuM